Leita í fréttum mbl.is

Réttur almennings

Fjölmiðlar á Íslandi eru lélegir. En það er kannski ekki skrýtið þegar mönnum eru skömmtuð þau starfsskilyrði að þurfa að sitja og standa eins og ráðamenn segja.

Það getur vel verið að það hafi ekki verið rétt af G. Pétri að geyma upptökuna sjálfur. Það getur líka vel verið að það hafi ekki verið rétt af þeim að láta upptökuna ganga eftir að viðtalinu sjálfu var lokið. Það er hins vegar algjört aukaatriði.

Aðalatriðið í þessu er það að RÚV lá á þessu og birti þetta ekki þegar það hefði hiklaust átt að gera það. Hvað haldið þið að hefði gerst í Bretlandi, nú eða Bandaríkjunum? Þessi stjórnmálamaður hefði fengið á sig holskeflu gagnrýni, og það með réttu. Rétt er að taka fram að miðað við myndbandið þá átti Stöð 2 líka upptöku af atvikinu. Það er því ekki hægt að klína þessari sorglegu meðvirkni á ríkisfjölmiðilinn einan.

Engin á að fá að komast upp með að koma fram gagnvart fjölmiðlum eins og Geir gerði. Fjölmiðlar eiga að hafa dug til að sýna það ef forsætisráðherra þjóðarinnar er vanstilltur hrokagikkur.

Fleiri sögur skjóta nú upp kollinum. Helga Vala Helgadóttir segir nú sögur af viðskiptum sínum við ráðamenn, þá Halldór Ásgrímsson og Björn Bjarnason. Ég hef svo sem ekki mikið álit á Helgu Völu sem hlutlausum fjölmiðlamanni, en það réttlætir ekki að þessir herramenn hafi hellt sér yfir hana. Stjórnmálamenn verða að læra að umgangast aðra af virðingu.

Fjölmiðlamenn verða hins vegar að læra það að það má gagnrýna störf þeirra. Það er ekki sjálfkrafa aðför að frelsi þeirra og starfsheiðri. En auðvitað á að setja slíka gagnrýni fram á málefnalegan hátt. Já og svo ráða þeir heldur ekki hvaða fréttir eiga erindi við fólk. Allar fréttir eiga erindi við fólk.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.