Leita í fréttum mbl.is

Bjarna þáttur Harðarsonar

Bjarni Harðarson hefur gefið út bók um pólitík. Það er ágætt og það mættu fleiri gera.

Hann var í viðtali í Kastljósinu í kvöld og þar kom margt fróðlegt fram. Ef rétt er að hann hafi einn staðið gegn áframhaldandi stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á hann þakkir skildar fyrir það.

Hitt er aftur annað mál að það voru augljóslega ekki allir sammála á þeim tíma um það hvaða leið ætti helst að fara.

Í öllum flokkum tíðkast það að einstaklingar innan flokksins reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa. Ég efast ekki um að Bjarni Harðarson hefur tekið við ófáum símtölum í þá veru. Einhverra hluta vegna virðist honum þó þykja óeðlilegra að flokksmenn sem eru honum ósammála reyni að setja slíka pressu á þingmenn. Ég held honum finndist ekkert verra ef andstæðingar ESB innan Framsóknarflokksins væru duglegir við að hringja í Valgerði Sverrisdóttur.

Helgi Seljan var þó fljótur að mála upp þá mynd að Bjarni væri að ásaka samflokksmenn sína um spillingu. Átti dálítið erfitt með að sjá í hverju sú spilling ætti helst að felast. En kannski var í þessu einhver undirliggjandi ásökun um að fjárhagslegir hagsmunir hafi ráðið þessari pressu. Slíkt á vissulega ekki heima innan stjórnmálaflokka. Það er nú einn helsti kostur við þá endurnýjun í forystu flokksins sem kallað er eftir af unga fólkinu innan hans, að þá yrði klippt á gömul tengsl og gamla drauga ef einhverja slíka er að finna. Ég held að allir stjórnmálaflokkarnir þyrftu á slíku að halda.

Þó ég hafi ekki komið að fundum eftir kosningarnar 2007 á ég þó auðvelt með að sjá rök þeirra sem vildu halda áfram í stjórn og hafa frambjóðendur okkar í Reykjavík innan hennar. Það er óneitanlega betra fyrir stjórnmálaflokk að vera í stjórn ef sá flokkur vill koma stefnu sinni í framkvæmd. Áhyggjur manna af stöðu Framsóknar í Reykjavík voru ekki ástæðulausar og ágæt rök fyrir því að reyna að halda frambjóðendum okkar í Reykjavík í eldlínunni til að verja stöðu flokksins þar og skapa sóknarfæri.

En eins og ég sagði áðan er ég feginn að þetta varð ekki niðurstaðan. Þó einhverjir kostir hafi verið við þessa hugmynd voru gallarnir mun fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán Bogi, já og líka þú Bryndís.

Ég fæ hroll yfir málflutningi Bjarna Harðarsonar. Ég hef átt mörg samtöl við Bjarna þar sem hann beitti þeim meðölum sem hann kvartar nú sáran yfir. 

Vinnubrögðin minna óneitanlega á vinnubrögð fyrrum félaga okkar er flutti lögheimilið yfir til Frjálslyndra.

En framtíðin er björt. Hann og Bjarni eru fortíðin sem fenna mun yfir. Framundan er uppbygging sem mig og vonandi ykkur hlakkar til að taka þátt í :-)

kv. Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi Sveinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:14

2 identicon

Ja ykkur finnst það i lagi að verja stöðu flokksins i reykjavik. Þa væntanlega a minn kostnað, þegar þið höfðuð beðið afhroð.Er þetta nyja Framsokn.Joninu og Jon sem raðherrar kosta skildinginn kallinn minn.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hörður: Sérhvert stjórnmálaafl hlýtur að reyna að fóta sig og koma sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði í Reykjavík og annars staðar. Ekkert við það að athuga. Ég þekki raunar lítið til Jónínu, en ég veit að Jón var mikils metinn, ekki síst fyrir að vera lýðræðislegur leiðtogi. Auk þess er hann mjög lítillátur maður.

Stefán: Sammála því að það var kominn tími á að hætta stjórninni með Sjálfstæðisflokknum. Þegar sama stjórnarmynstrið er mörg kjörtímabil í röð þá verður stöðnun. Auk þess sem enginn flokkur ríður feitum hesti frá langri samvinnu við sjálfstæðismenn. Það kemur niður á sérstöðu flokksins í hugum kjósenda, hún er nokkuð sem þarf að endurheimta. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að í kjölfar landsfundar þá vinni flokkurinn markvisst að því að markaðssetja nýja ímynd.

Einar Sigurbergur Arason, 29.11.2008 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.