2.12.2008 | 00:34
Þetta með sinnepið
Þetta er þokkaleg fréttaskýring. Ég held að það sé einhver misskilningur í gangi með söguna af Dijon sinnepinu.
Í eintakinu mínu af bókinni Audacity of Hope er söguna að finna á blaðsíðu 49 og 50. Dan Shomon sem var aðstoðarmaður hjá Obama í fylkisþingi Illinois reyndi að koma í veg fyrir að Obama bæði um Dijon sinnep með hamborgaranum sínum á litlum veitingastað í dreifbýlli hluta Illinois. Dan hafði þungar áhyggjur af því að Obama liti út fyrir að vera snobbaður með þessu og reyndi að fá hann til að nota frekar venjulega sinnepið.
Þjónustustúlkan varð örlítið ringluð. Það var nenfilega til Dijon sinnep og þetta var ekkert mál. Sennilega daglegur viðburður að einhver bæði um það. Obama þáði Dijonið með þökkum.
Punkturinn með sögunni er einmitt sá að það er fáranlegt að halda að fólk geri stórmál úr því hvernig sinnep stjórnmálamenn fá sér þegar það á við raunveruleg vandamál að stríða og vill fá svör. Og það er heldur ekki alltaf svo að vel meinandi spunameistarar lesi almenning rétt.
Miðað við söguna í bókinni hætti Obama alls ekki að fá sér Dijon sinnep á hamborgarana sína. Hann vill frekar koma til dyranna eins og hann er klæddur.
Ég hef hins vegar bloggað um það áður að Obama er harður nagli og klókur stjórnmálamaður. Val hans á þrautreyndum jöxlum í embætti sýnir það vel og boðar gott fyrir Bandaríkin.
Obama haukur í sauðargæru? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.