Leita í fréttum mbl.is

Ekkert sérstakur saksóknari?

Jú nú er komiđ ađ ţví ađ skipa saksóknara. Samkvćmt auglýsingunni ţarf hann ađ uppfylla sömu skilyrđi og umsćkjendur um embćtti hérađsdómara sem eru helst ţessi:

1. Hefur náđ 30 ára aldri.
2. Hefur íslenskan ríkisborgararétt.
3. Er svo á sig kominn andlega og líkamlega ađ hann geti gegnt embćttinu.
4. Er lögráđa og hefur aldrei misst forrćđi á búi sínu.
5. Hefur hvorki gerst sekur um refsivert athćfi sem telja má svívirđilegt ađ almenningsáliti né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt ţađ traust sem dómarar verđa almennt ađ njóta.
6. Hefur lokiđ embćttisprófi í lögfrćđi eđa háskólaprófi í ţeirri grein sem metiđ verđur ţví jafngilt.
7. Hefur í minnst ţrjú ár veriđ alţingismađur eđa stundađ málflutningsstörf ađ stađaldri eđa gegnt lögfrćđistörfum ađ ađalstarfi hjá ríkinu eđa sveitarfélagi, en leggja má saman starfstíma í hverri af ţessum greinum.

Vikiđ er frá skilyrđi um ađ ekki megi skipa einstakling sem er eldri en 70 ára. Eins er sérstaklega tekiđ til ţess ađ ef skipađur verđi dómari í embćttiđ ţá fái hann leyfi frá störfum. Mađur er svo vanur hönnuđum auglýsingum ađ mađur fór ósjálfrátt ađ leita ađ einstaklingi sem er yfir sjötugu, hugsanlega dómara. Ţađ er samt kannski ekki ástćđa til ţess ađ ćtla ađ búiđ sé ađ ákveđa fyrirfram hver fái embćttiđ. 70 ára reglan er náttúrulega sett ţví ţađ er kjánalegt ađ skipa svo gamlan einstakling í varanlegt embćtti eins og dómarastarf. Öđru máli gegnir um svona tímabundiđ verkefni.

En viđ skulum vinda okkur í giskleikinn. Hann er svo skemmtilegur.

1. Ragnar Ađalsteinsson. Andrés Jónsson vill hann. Ég er ekki hrifinn. Held ţetta yrđu nornaveiđar undir hans stjórn.

2. Stefán Eiríksson. Björn Ingi nefndi hann. Held ekki, hann er í ágćtum málum sem lögreglustjóri og myndi held ég ekki henta í ţetta.

3. Jóhann Ragnar Benediktsson. Annar sem Björn Ingi nefndi. Sjáiđ ţiđ Björn Bjarnason skipa hann í embćtti?

4. Jónatan Ţórmundsson. Einn af fáum sem hefur beinlínis reynslu af ţví ađ vera sérstakur saksóknari. Ţađ er hins vegar umdeilt hversu vel hann stóđ sig ţá. Er yfir sjötugu. Gćti ţađ veriđ ástćđan fyrir ţeirri reglu?

5. Lára V. Júlíusdóttir. Ţrautreyndur lögmađur.

6. Sigríđur Friđjónsdóttir. Ţrautreyndur saksóknari sem fékk ekki embćtti ríkissaksóknara. Kćmi til greina. Kannski ókostur ađ skipa samt hefđbundinn saksóknara.

7. Jón H.B. Snorrason. Mun pottţétt sćkja um. Er óhćfur.

8. Sigurđur Tómas Magnússon. Saksóknari í Baugsmálinu. Er ţađ kostur eđa galli? Veit ţađ ekki.

9. Eiríkur Tómasson. Toppmađur. Hefur samt eldađ grátt silfur viđ ráđherra og tengsl hans viđ Framsóknarflokkinn gćtu orđiđ til ađ hin fordómalausa Vinstrihreyfing sći rautt. Ég treysti honum eiginlega alltaf best allra til góđra verka.

10. Guđjón Ólafur Jónsson. Ef menn vilja virkilega negla ţessa gaura ţá senda menn Guđjón Ólaf fram á völlinn. Hann skilur engan eftir uppistandandi...

11. Ingibjörg Benediktsdóttir. Frćgur nagli úr dómarastétt. Situr nú í Hćstarétti. Kemur vel til greina.

12. Róbert Ragnar Spanó. Greindur, metnađargjarn og óhrćddur viđ stór verkefni.

13. Björg Thorarensen. Međ báđa fćtur á jörđinni. Er ţó tćplega á hennar sérsviđi ađ stunda saksókn.

14. Helgi I. Jónsson. Dómstjóri Hérađsdóms Reykjavíkur og öflugur mađur.

15. Brynjar Níelsson. Ţetta er sá sem ég vill fá. Ég er kannski litađur af persónulegum kynnum viđ manninn, en mér finnst hann vera snillingur. Hann mun ekki leggja af stađ til ţess ađ hengja bara einhverja, en hann mun heldur ekki leyfa mönnum ađ komast upp međ neitt kjaftćđi.

Ég ćtla ađ láta stađar numiđ hér. Hćgt vćri ađ nefna marga fleiri, sérstaklega ţá úr dómarastétt, sem koma til greina. Ég er spenntur fyrir ađ lögmađur fái ţetta hlutverk en gallinn er sá ađ mjög margar lögmannsstofur, sérstaklega ţćr stćrstu, hafa tengst bönkunum.

Ţađ eykur líka spennuna ađ allir flokkar á Alţingi eiga ađ fá ađ segja sitt álit, svo ađ ţađ verđur smá skammtur af pólitík í ţessu líka.

Stóra spurningin er svo aftur, hver vill embćttiđ? Er ekki tryggt ađ viđkomandi verđur alltaf hengdur af múgnum og fjölmiđlum ef hann tjargar ekki og fiđrar alla útrásarsnillingana, sama hvađ tautar og raular. Kannski ekki spennandi vinnuumhverfi ţessi múgćsing sem er í gangi, ţó vissulega sé tilefni til ákveđinnar reiđi.


mbl.is Embćtti sérstaks saksóknara auglýst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţú gleymir ţessu:

 http://www.fme.is/?PageID=585

G.Ólafur gćti ţví ekki talist fullnćgja skilyrđinu um sérstakt hćfi.

Jón Einarsson (IP-tala skráđ) 13.12.2008 kl. 13:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband