Leita í fréttum mbl.is

Ekki sóa tíma og orku

Fólk er almennt reitt vegna beitingu breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Það er skiljanlegt. En ættum við þá bara að gera eitthvað, hvað sem er, til að reyna að leita réttar okkar?

Mannréttindadómstóll Evrópu er sérskipaður dómstóll sem aðeins fjallar um brot ríkja á Mannréttindasáttmála Evrópu, ekkert annað. Langoftast eru það einstaklingar sem leita til dómstólsins og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Dæmi um það er þegar Akureyringurinn Jón Kristinsson hélt með fulltingi Eiríks Tómassonar út og fékk það aldagamla skipulag að sýslumenn væru jafnframt dómarar dæmt ólögmætt.

En fyrir hvern sigur eru tugir mála sem fara fyrir dómstólinn og hrasa á fyrstu hindrun. Dómurinn telur þau ekki tæk til meðferðar. Dómurinn forskoðar nefnilega öll mál og ef þau falla ekki undir hans þröngt skilgreindu lögsögu að þá vísar hann þeim frá sér.

Ef ég skildi hugmyndina um málarekstur íslenska ríkisins fyrir þessum dómstóli rétt, að þá átti að reyna að beita einhverju þröngu undanþáguákvæði til að fá málið tekið fyrir. Aldrei var búið að segja að þetta ætti að gera, aðeins að málið yrði skoðað. Strax í upphafi taldi m.a. Björg Thorarensen prófessor að þetta væri sennilega ekki fær leið. Nú held ég að menn séu hreinlega búnir að fullvissa sig um það að þetta sé vitleysa.

Íslendingar sem þjóð munu aldrei fá leiðréttingu sinna mála vegna beitingu hryðjuverkalaganna, nema þá eftir diplómatískum leiðum og þá þannig að Bretar biðjist afsökunar á þessari beitingu.

Einu málsóknirnar sem vit er í er málarekstur bankanna gegn breska ríkinu fyrir breskum dómstólum. Ég vona að það gangi eftir að Kaupþing höfði sitt mál og fylgi því fast eftir. Um önnur dómsmál ætti ekki að hugsa meir.

Og í tilefni af þessu, auðvitað á Framsóknarflokkurinn að halda áfram að styðja ríkisstjórnina. Hallur Magnússon er öflugur félagi og góður og fróður maður. En hann mótar ekki einn og sjálfur stefnu Framsóknarflokksins.


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The law (Correct name is "Freezing of Assets Legislation) was used because the Icelandic Banks, and in particular Kaupthing who
were "Alleged" to be  laundering investors money through Iceland. You cannot expect anybody to sit and watch that happen can you? Would you just sit and watch it happen if someone was stealing your money and you caught them in the act?


Your (former) Government did nothing. They just sat and watched. Someone had to stop these bandits, otherwise the Icelandic Nation would be even in more debt than it is now.

I think the word "Sensible" should be used her. I honestly do not think that there was any chance for winning this case because of the corruption and "wheeling and Dealing" that had been going on in the Icelandic Banks long before the "Freezing of Assets" legislation was used. I think that now there is a real possibility for the  (new)Icelandic Government to work with the UK Government, to get to the real bandits that were loaning (Laundering?) investor's money to "prefered" customers, so that the so called " Vikings"
could get a "Nest Egg" put away in the Cayman Islands, and the "Tortilla" Islands (or what ever these "Shady" paradises are called) before they went bankrupt.

I really would like to see the Icelandic Government provide legislation for a similar Law to take affect in the Icelandic jurisdiction. Only then will it be possible to get the real gangsters and " Freeze" the damned Asses off all of them !" They are the bandits....Not the Icelandic Nation...

Good luck Iceland......

Fair Play (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:57

2 identicon

Góðir punktar.

I would also like to thank Fair Play for his/her interesting input. Thanks.

ASE (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:20

3 identicon

PS.     Please remember that the only action taken agains Kaupthing was that the UK investors accounts were transfered to the I.N.G. Banking Corporation. In the light of what had been happening and what has later come to light, that was certainly the correct decision.......

Fair Play (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband