3.3.2009 | 13:26
Er ég þá orðinn frægur?
Um daginn fékk ég tilkynningu um að ég ætti ósótta sendingu á pósthúsinu. Ég var ekkert mjög spenntur að fara að sækja hana. Reiknaði alveg eins með því að þetta væri ábyrgðarbréf með stefnu eða eitthvað álíka skemmtilegt (meira hvað maður verður tortrygginn á að starfa við lögmensku).
En það var nú öðru nær. Í pakkanum reyndust vera tvenn gullfalleg axlabönd! Sendendur voru þau Jón og Ína á Leðurverkstæðinu í Reykjavík, en þau framleiða einmitt axlabönd. Þau höfðu séð mig missa niður um mig í beinni útsendingu í Útsvarinu um daginn og rann það svona til rifja.
Sem áður segir eru axlaböndin kostagripir og þrælfalleg og mun ég án vafa skrýðast öðrum hvorum þeirra þegar við tökumst á við Árborg á föstudag. Og ég hvet sem flesta til að skella sér á Leðurverkstæðið Víðimel 35 í Reykjavík og fá sér íslensk axlabönd.
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Axlabönd eru "kúúl"
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 13:36
Hmmm....aldrei fæ ég neitt surprice sent í pósti
Heiðdís Ragnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 13:43
Hnuss. Aldrei fæ ég neitt svona skemmtilegt í pósti og er ég þó við hliðina á þér á sjónvarpinu. Ég veit ekki nema manni eigi bara að sárna.
En á hinn bóginn gefur ókunnugt fólk sig nú orðið á tal við mig á götu, þannig að ég er líklega pínufræg líka:)
Urður (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.