14.4.2009 | 23:43
Þetta með stríðið og Framsókn
Einhverjum þótti það víst fyndið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á fundi í kvöld að framsóknarmenn væru á móti stríðum. En þetta er raunar hverju orði sannara hjá honum.
Þegar Halldór Ásgrímsson tók þá ákvörðun á sínum tíma að styðja innrás Bandaríkjamanna og annarra bandamanna þeirra inn í Írak, þá gerði hann það í óþökk meginþorra framsóknarmanna. Samband ungra framsóknarmanna, með Dagnýju Jónsdóttur og Birki Jón Jónsson í broddi fylkingar, ályktuðu gegn þessum stuðningi og óánægjan innan flokksins var mikil.
Þessi ákvörðun Halldórs var sennilega uppahafið að endalokunum á ferli hans sem stjórnmálamanns. Hann missti þarna stuðning margra af elstu og bestu stuðningsmönnum flokksins. Það var nú síðast í dag sem einn allra dyggasti framsóknarmaður sem ég þekki var á skrifstofunni hjá mér að tala um það hvað hann hefði verið óánægður með Halldór á þessum tíma. það var svo árið 2007 sem Jón Sigurðsson, þáverandi formaður flokksins baðst afsökunar á þessum stuðningi, flestum framsóknarmönnum til mikillar gleði.
Sigmundur Davíð var með orðum sínum að lýsa tilfinningum grasrótarinnar. Þeirrar sömu grasrótar og ákvað að styðja hann til formanns og fela honum það verkefni að leiða nýja Framsókn. Þessi sama grasrót vildi gera upp við fortíðina á heiðarlegan hátt og bæta fyrir það sem rangt var gert. Það er í umboði þessa fólks sem nýr formaður talar. Fólksins sem var alla tíð á móti Íraksstríðinu.
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Heyr heyr,
Verð að taka undir þetta heilshugar, Sigmundur var að segja rétt frá þarna og lélegt af klappliði UVG að leyfa honum ekki að klára.
Kveðja
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 15.4.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.