Leita í fréttum mbl.is

Játning

Ég er ekki landráðamaður.

Ég er ekki útrásarvíkingur.

Ég hef ekkert að fela í tengslum við bankahrunið.

Sonur minn var ekki forstjóri fjármálafyrirtækis.

Ég er samt mjög lítið hrifinn af Evu Joly.

Mér finnst margt sem hún segir gott, en mér finnst hún láta stjórnast af einbeittum vilja til að negla einhvern. Það finnst mér ekki gott veganesti í rannsókn. Þá er hún að fá mjög háar fjárhæðir greiddar fyrir það sem mér finnst ekki mikið framlag til rannsóknarinnar. Ég hefði frekar viljað ráða ráðgjafa sem sinnti þessu verkefni aðallega, en væri ekki að keyra kosningarbaráttu fyrir kjöri sínu á Evrópuþingið og sé síðan orðinn atvinnustjórnmálamaður í kjölfarið.

Þetta er mín skoðun. Ég hef alltaf talið að skoðanaskipti eigi að vera frjáls. Margir hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að á Íslandi hafi menn ekki verið nógu frjálsir skoðana sinna.

Það vill hins vegar svo til að margir þeir sömu og hafa í gegnum tíðina talið sig og þjóðina kúgaða, t.d. af bláu höndinni, ráðast nú með offorsi gegn þeim sem eru á annarri skoðun en þeir sjálfir telja rétta.

Jón Kaldal gerði í leiðara Fréttablaðsins athugasemdir við vinnu Evu Joly. Hans skoðun er víst eitthvað svipuð og mín. Hallgrímur Helgason ræðst að honum á feisbúkkinu og lætur í það skína að hann sé handbendi eigenda Fréttablaðsins. Hann beitir m.ö.o. þeirri skemmtilegu aðgerð í rökræðunni að sverta mannorð þess sem er ósammála. Mjög þroskað.

Mér er sama hvað hver segir. Menn geta kallað mig öllum illum nöfnum. En Eva Joly er ekki dýrlingur og ekki lausn allra okkar vandamála. Og það er eitthvað mikið að í samfélagi þar sem þessi skoðun getur orðið til þess að þeir sem hana orða eru útataðir í skít og drullu af sjálfskipuðum varðhundum byltingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán

Fyrst, tek undir að "merkilega vinamargur" m.v. allt og allt ;-)  Skemmtileg lýsing :-)  Næðst biðst velvirðingar á hver færslan löng en reyndist liggja mikið á hjarta um málefnið vona að sjáir í gegnum fingur þér við mig - og ekki verra ef nenntir að lesa langlokuna ;-)

En ég tek heilshugar undir með þér að Eva Joly er enginn dýrlingur.  Frekar en Jóhanna.  Frekar en ég og þú.  Frekar en neinn.  Hún er heldur ekki yfir gagnrýni hafin.   Frekar en Jóhanna.  Frekar en ég og þú.  Frekar en neinn.  Svo ég virði þína skoðun heilshugar þó taki engan veginn undir hana.  Því fyrir mér gefur Eva Joly þjóðinni von, og það finnst mér ekki hægt að meta til fjár.  Segi ekki að tilbúin að borga henni hvað sem er, en næstum því ;-)  Því von er eitthvað sem skortir svo átakanlega í íslensku þjóðlífi í dag (og án vonar....)  Sama finnst mér gilda um að rannsaka það sem gerðist, þar vil ég alls ekki spara, rannsóknin snýst alls ekki um hefnigirni í mínum huga heldur um að byggja aftur upp traust í íslensku samfélagi en það er annað sem svo sárlega skortir þessa dagana.  Svo fyrir mér snýst allt „þetta upphlaup almennings“ um von og traust, en bæði finnst mér skorta í íslensku samfélagi í dag og bæði finnst mér mikilvægara en flest annað að byggja upp (fyrir utan, en um leið sem mikilvægur hluti af því, að byggja upp fjármálakerfið og heilbrigt atvinnulíf)Fyrir mér virkar Eva Joly sem manneskja með mjög sterka réttlætiskennd og hef á tilfinningunni að henni finnist sem íslenskur almenningur hafi verið svikinn á síðustu árum.  Svikinn af:·         Stjórnvöldum

o    Þeim sem voru við völd þegar hrunið var

o    Þeim sem voru við völd í aðdraganda hrunsins, ekki síst þeim sem báru ábyrgð á:§  Einkavæðingu bankana§  Einkavæðingu annarra ríkisfyrirtækja§  Lögðu niður Þjóðhagsstofnun§  O.s.frv.·         Opinberum eftirlitsaðilumo    Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, Skattinum, Efnahagsbrotadeild, Ríkissaksóknara, o.s.frv.·         Viðskiptalífinuo    Útrásarvíkingarnir, bankastjórarnir, stjórnir fyrirtækja, stjórnendur fyrirtækja, o.s.frv.·         Eftirlitsaðilum viðskiptalífsinso    Kauphöllinni, endurskoðendum, lögfræðingum o.s.frv.Og ef svo er, þá verð ég að viðurkenna að alveg sammála henni.  Þess vegna held ég að hún sé að leggja okkur lið, til að berjast fyrir almenning (sem segir sig sjálft að er á móti öllum hinum sem að framan nefndir en sem sennilega mun sterkari en almenningur í PR umfjölluninni?).  Er staðan virkilega orðin sú að við íslenskur almenningur erum orðin svo óvön því að nokkur geri eitthvað af hugsjón og þ.a.l. grunum hana um græsku?Eva Joly þarf örugglega ekki að vinna fyrir okkur til að eiga salt í grautinn, og því þó virki háar greiðslur fyrir þjónustu hennar þá það ekki í raun ef skoðum „value for money“. Við erum hér að tala um manneskju sem getur Í ALVÖRU farið fram á ofurlaun (ólíkt fyrrum bankasjéníunum okkar sem lítil eftirspurn hefur reynst eftir utan Íslands :-o). Lögfræðingur í skilanefnd gömlu bankana Í DAG kostar ISK 20.000 krónur á tímann, 800.000 krónur fyrir 40 tíma vinnuviku.  Og þá erum við að tala um starfsmann skilanefndar, ekki neinn yfirmann eða alþjóðlegan ráðgjafa.  Eva Joly með hennar reynslu gæti rukkað margfalt þetta en hún gerir það ekki.  Hún vissulega vinnur ekki frítt fyrir okkur, en af hverju ætti hún að gera það????  Meðan Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matt, Davíð Oddsson, o.s.frv. eru á biðlaunum á okkar kostnað, og Halldór Ásgrímsson er enn á launum í einhverju „kósy“ Norðurlandajobbi með aðsetur í Köben, og Hannes H. Hólmsteinn er enn á launum við að kenna næstu kynslóð stjórnmálafræðinga á milli þess sem skrifar um sögu „komma“ á Íslandi, og Gunnar I. Birgisson í Kópavogi var settur af „en er ekki settur af“ og er sennilega enn á fullum launum a.m.k. næstu 6 mánuði oggggg þannig mætti sennilega lengi áfram telja....  Við erum að tala um fullt af Íslendingum sem bera fullt af ábyrgð á ástandinu og eru enn á launaskrá hjá okkur – og við viljum að Eva Joly vinni frítt fyrir okkur???  Hún er þó að vinna fyrir okkur – ólíkt þeim ÍSLENDINGUM sem hér að framan voru nefnd :-oBara að hún leggi nafn sitt við rannsóknina gefur rannsókninni aukið gildi út á við, og það er mjög mikilvægt fyrir okkur.  Ég bý erlendis og veit vel hversu mikið orðspor þjóðarinnar hefur beðið hnekki síðustu mánuðina.  Að Eva Joly sé tilbúin að leggja nafn sitt undir fyrir okkur vegur ótrúlega þungt á alþjóðlegum vettvangi, sennilega mun meir en við flest gerum okkur grein fyrir..... en eins og Hávamál kenndu okkur (eða áttu að kenna okkur :-o) þá vegur orðspor alltaf þyngst – og let´s face it það höfum við ekki en hún hefur það!!!!En það vegur fyrst og fremst þungt að hún leggi nafn sitt við rannsóknina AF ÞVÍ að það er vitað að hún mun ekki samþykkja annað en að rannsóknin sé ALVÖRU RANNSÓKN.  Hún hefur orðspor sitt að verja og henni er réttilega annt um það og réttilega tekur ekki í mál að nafn hennar sé notað til að ljá rannsókn eitthvað gildi sem rannsóknin hefur ekki. Eva hefur nákvæmlega enga hagsmuni á Íslandi.  Hún er ekki skyld neinum, hún á engar eignir þar, hefur ekki gerst sek um neina glæpi (hvorki ólöglega né siðlausa), hefur engra fjárhagslega eða persónulegra hagsmuna að gæta á Íslandi.  Fyrir vikið er hún trúverðug.  Fyrir vikið gefur hún okkur flestum von.  Fyrir vikið vekur hún traust.  Von og traust sem okkur skortir svo mjög þessa dagana.Hún veit, og við vitum, að hún mun fá mikla gagnrýni á sig, frá mönnum eins og Sigurði G. og fleirum.  Og því ber að fagna, því slík gagnrýni þýðir að einhverjir eru farnir að svitna, einhverjir sem héldu að gætu kæft málið eins og vanalega.  Það er enginn hefndarhugur hér að baki, hins vegar ef þessi mál verða ekki gerð almennilega upp þá mun aldrei nást friður og sátt í þessu þjóðfélagi.  Og það þurfum við mest af öllu, og þar getur Eva Joly hjálpað okkur.  Hún gerir það ekki ein, en hún er eitt púsluspilið af mörgum í þá átt.  Fyrir mitt leyti get ekki hugsað þá hugsun til enda ef hún "gæfist upp“, en sem betur fer hef það mikla trú á henni að held hún "gefist aldrei upp", þ.e. ekki á aðstæðunum.  En hvort hún gæti „gefist upp á okkur“ er annað mál..... verð því miður að viðurkenna að gæti skilið það betur. Því enn sem komið er höfum við Íslendingar átt erfitt með að taka ábyrgð á því "messi" sem við erum búin að koma okkur í, og að sýna þá "auðmýkt" sem þarf til að læra af því, en ekki síst til að komast upp úr því.  Ég er Íslendingur og það mikill Íslendingur í mér (eins og oft verður þegar fólk býr lengi erlendis).  En ég verð að viðurkenna það (sem hreint ekki auðvelt) að hefur stundum fundist erfitt að „elska“ þjóð mína síðustu árin.  Árin 2005-2007 af því skildi engan vegin hvað var í gangi, en haustið 2008 bar ég mikla von til nýs Íslands, þ.s. gömul og góð íslensk gildi yrðu höfð í hávegum.  En það sem af er 2009 finnst mér ég ekkert hafa séð af þessum gömlu góðu gildum (stolt, virðing, standa í skilum, borga sínar skuldir, standa með sínu fólki, o.s.frv.), en meira af því sem á erfitt að lýsa öðru vísi en „heimtufrekju“ (við erum ekki ábyrg fyrir ástandinu, við borgum ekki, við VILJUM.... evru, niðurfellingu skulda, fríar tannlækningar, hærri námslán, o.s.frv.)

ASE (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 02:12

2 identicon

Þú segir: 

"en mér finnst hún láta stjórnast af einbeittum vilja til að negla einhvern"

Auðvitað á að hafa þennan hugsunarhátt.  Ef að glæpur er framin þarf að hafa vilja til að "negla einhvern".  Þetta er ekki spurning um hlutleysi heldur skynsemi.  Það er ljóst að hér fóru um efnahagskerfið brjálaðir brennuvargar sem stjórnuðust af taumlausri græðig og siðleysi.  Ég meina, líkið er til staðar. -Morð var framið.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:19

3 identicon

En Teitur - er ekki málið að þótt við höfum líkið þá hefur krufning ekki farið fram þannig við vitum ekki um hvort morð var að ræða?

Zunderman (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband