Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
25.2.2009 | 09:39
Ekki sóa tíma og orku
Fólk er almennt reitt vegna beitingu breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Það er skiljanlegt. En ættum við þá bara að gera eitthvað, hvað sem er, til að reyna að leita réttar okkar?
Mannréttindadómstóll Evrópu er sérskipaður dómstóll sem aðeins fjallar um brot ríkja á Mannréttindasáttmála Evrópu, ekkert annað. Langoftast eru það einstaklingar sem leita til dómstólsins og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Dæmi um það er þegar Akureyringurinn Jón Kristinsson hélt með fulltingi Eiríks Tómassonar út og fékk það aldagamla skipulag að sýslumenn væru jafnframt dómarar dæmt ólögmætt.
En fyrir hvern sigur eru tugir mála sem fara fyrir dómstólinn og hrasa á fyrstu hindrun. Dómurinn telur þau ekki tæk til meðferðar. Dómurinn forskoðar nefnilega öll mál og ef þau falla ekki undir hans þröngt skilgreindu lögsögu að þá vísar hann þeim frá sér.
Ef ég skildi hugmyndina um málarekstur íslenska ríkisins fyrir þessum dómstóli rétt, að þá átti að reyna að beita einhverju þröngu undanþáguákvæði til að fá málið tekið fyrir. Aldrei var búið að segja að þetta ætti að gera, aðeins að málið yrði skoðað. Strax í upphafi taldi m.a. Björg Thorarensen prófessor að þetta væri sennilega ekki fær leið. Nú held ég að menn séu hreinlega búnir að fullvissa sig um það að þetta sé vitleysa.
Íslendingar sem þjóð munu aldrei fá leiðréttingu sinna mála vegna beitingu hryðjuverkalaganna, nema þá eftir diplómatískum leiðum og þá þannig að Bretar biðjist afsökunar á þessari beitingu.
Einu málsóknirnar sem vit er í er málarekstur bankanna gegn breska ríkinu fyrir breskum dómstólum. Ég vona að það gangi eftir að Kaupþing höfði sitt mál og fylgi því fast eftir. Um önnur dómsmál ætti ekki að hugsa meir.
Og í tilefni af þessu, auðvitað á Framsóknarflokkurinn að halda áfram að styðja ríkisstjórnina. Hallur Magnússon er öflugur félagi og góður og fróður maður. En hann mótar ekki einn og sjálfur stefnu Framsóknarflokksins.
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2009 | 20:38
Þreyttur bankastjóri
Davíð segist þreyttur og langar í frí.
Jóhanna vill líka að Davíð fari í frí.
Ég held að flesta langi að Davíð fari í frí.
Davíð ætti endilega að fara í laaangt frí.
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 15:41
Flott hjá þeim
Þetta er gott mál. Það er alveg ljóst að á endanum hefði það orðið borginni dýrt að hafa húsið hálfbyggt og ekki sakar að þetta verndar störf í geira sem er nú í niðursveiflu.
Gott hjá Katrínu og Hönnu Birnu og öllum þeirra samstarfsaðilum og forverum eða hverjum þeim sem að þessu komu.
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2009 | 18:01
Orator
Árin í lagadeild voru sannarlega skemmtileg. Svo skemmtileg raunar að ég átti mjög erfitt með að slíta mig frá náminu og dró útskrift von úr viti...;o)
Hér gefur að líta brakand snilld beint úr Lögbergi. VARÚÐ! Laganemahúmor er ekki allra og getur valdið alvarlegum aukaverkunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2009 | 16:03
Ingimundur öðrum fyrirmynd
Ég hef ekki séð það bréf sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi seðlabankastjórum um daginn.
Ég verð hins vegar að segja að mér þykir miður ef það er rétt sem kemur fram í bréfi Ingimundar Friðrikssonar fyrrverandi seðlabankastjóra að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og látið að því liggja að hann hafi verið skipaður vegna pólitískra tenginga.
Staðreyndin er sú að hann var skipaður í stöðuna eftir að Framsóknarflokkurinn hafði séð að sér með pólitískar skipanir í bankann og afþakkað sína hefðbundnu bankastjórastöðu.
Þarna gekk Framsóknarflokkurinn á undan með góðu fordæmi. Það er óneitanlega athyglisvert að sá sem fyrstur var skipaður án tilnefningar frá stjórnmálaflokki skuli jafnframt vera fyrstur til að sýna þann dug að setja hagsmuni þjóðarbúsins fram fyrir sína eigin og stíga til hliðar, sennilega síst verðskuldað þessara þriggja manna. Það gerir hann að meiri manni í mínum augum.
Það að bankastjórarnir þurfi að allir að víkja er ekki endilega sanngjarnt. En það er nauðsynlegt til að endurvekja traust á bankanum eftir áratuga ítök stjórnmálaflokkanna í stjórnun hans. Því fyrr sem við setjum punkt fyrir aftan það óheillafyrirkomulag, því betra.
Bréf bankastjóranna birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.2.2009 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2009 | 17:04
Og þarna er ástæðan komin
Ég held að þessar dæmafáu yfirlýsingar Sturlu sýni svart á hvítu af hverju það þurfti að skipta um þingforseta.
Hann ber augljóslega þær tilfinningar til nýju stjórnarinnar að hann hefði nýtt hvert tækifæri til að bregða fyrir hana fæti í stóli þingforseta.
Ég var ekki viss um að þetta hefði verið rétt ákvörðun, en nú er enginn vafi lengur.
Takk Sturla og bless bless.
Sturla og Herdís hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.2.2009 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi