Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
31.3.2009 | 21:54
Risavaxnar áskoranir
Ég hef mjög mikla trú á Barack Obama. Mér finnst hann vera fær og öflugur stjórnmálamaður með hjartað á réttum stað. Hallur Magnússon flokksbróðir minn heldur því fram að Obama sé Framsóknarmaður. Það hljómar kannski pínu hallærislega en ég er eiginlega sammála honum.
Eftir að hafa lesið bókina hans, The audacity of hope, þar sem hann rekur skoðanir sínar og lífssýn er mér alveg ljóst að þarna fer miðjumaður. Hann er félagshyggjumaður sem skilur þörfina fyrir öflugt og frjálst atvinnulíf og mikilvægi menntunar í uppbyggingu samfélagsins. Hann vill leggja þunga áherslu á millistéttina og að tryggja að allir hafi atvinnu. Það er mikilvægt fyrir reisn einstaklingsins.
Obama stendur frammi fyrir gríðarlegu verkefni sem er að reisa efnahag bandaríkjanna úr rústum. Þar er hann ekki síst að glíma við vandræði húsnæðismarkaði, vandræði sem við Íslendingar gætum staðið frammi fyrir fyrr en nokkurn varir.
Framsóknarflokkurinn vill bregðast við með markvissum aðgerðum og ein þeirra er 20% niðurfelling íbúðarlána. Þessi hugmynd hefur verið gagnsýnd og er ekki alfullkomin frekar en aðrir kostir í stöðunni en þetta myndband hér útskýrir kostina einstaklega vel. Hvet alla til að kynna sér það forrrrrrdómalaust.
Með eigin þotu, þyrlu, bíl, lækna og kokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2009 | 10:36
Enn einn naglinn...
...í líkkistu hægriaflanna á Íslandi.
Menn eru hættir að trúa Mogganum!
Trúir engu í Lesbókargrein um ævintýralegan flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 10:18
Verk að vinna
Einhverra hluta vegna þá hafa Fréttablaðskannanirnar alltaf komið verr út fyrir Framsóknarflokkinn en annað. Það hlýtur að vera eitthvað við aðferðafræðina sem gerir þetta, því þessar kannanir hafa sjaldnast verið nákvæmar miðað við úrslit kosninga.
Hitt er svo annað að það er augljóst mál að Framsóknarflokkurinn á mikið verk fyrir höndum að sannfæra kjósendur um erindi sitt í landsmálin. Ég vil minna á þrennt.
Í fyrsta lagi þá hjó Framsóknarflokkurinn á þann hnút sem kominn var í landstjórnina með óstarfhæfri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og gerði myndun núverandi ríkisstjórnar mögulega. Framsóknarmenn hafa síðan reynt ötullega að halda stjórninni að verki viða að bjarga heimilum í landinu.
Í öðru lagi hefur Framsóknarflokkurinn einn flokka lagt fram heildstæðar efnahagstillögur í 18 liðum. Ein tillaga hefur fengið langmesta athygli og er umdeild en hefur tryggt að umræðan um björgun heimilana er í fullum gangi og setur pressu á stjórnvöld að finna þá a.m.k. aðrar leiðir ef mönnum hugnast ekki þessi.
Í þriðja lagi hefur grasrótin í framsóknarlfokknum sýnt eindregin vilja til að gera upp við fortíðina. Helstu leikendur í einkavæðingu bankanna eru horfnir á braut og ný forysta er tekin við flokknum. Nýr formaður með brennandi vilja til að takast á við að bjarga heimilunum, nýr varaformaður og nýr ritari. Gagnger endurnýjun. Nýir oddvitar í 5 af 6 kjördæmum, þar af fjórir nýliðar í landsmálunum.
Miðað það sem að ofan greinir er ég stoltur og ánægður félagi í Framsóknarflokknum og er tilbúinn í baráttuna. Ég vona að kjósendur geti greint hismið frá kjarnanum og séð að hér er ný Framsókn í boði. Framsókn sem byggir á gömlum gildum samvinnu og samhjálpar.
Fylgi Framsóknarflokks minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2009 | 11:09
Hvar missa menn vinnuna vegna pólitískra skoðana sinna nú til dags?
Svar: Hjá Alþýðusambandi Íslands.
Samfylkingarhundurinn sem situr í umboði velflestra launþega á landinu rak Vigdísi Hauksdóttur úr starfi fyrir að þiggja efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Magnús Norðdahl deildarstjóri lögfræðideildar situr sem fastast í framboði fyrir Samfylkinguna. Þetta er óþolandi!
Í þessari frétt á Pressunni segir Gylfi að það þurfi reglur um siðferði og trúverðugleika hjá Lífeyrissjóðunum.
MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR!
Hafnar flatri niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2009 | 15:21
Spurt er:
Hversu tilgerðarlegur er hægt að vera?
Svar:
Augljóslega mjög!
En eins og vinur minn sagði, þá hefur Kristján löngum verið maður glæsilegra umbúða utan um lítið sem ekki neitt.
Kristján Þór tilkynnir um framboðsáform | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 20:42
Mikið vissi ég að...
...Ferguson myndi finna einhverja smjörklípu til að beina athyglinni frá verðskulduðu spjaldi Scholes og slöppum leik sinna manna.
Fyrir svo utan hverslags kjaftæði þetta er hjá kallinum. Horfði á atvikið áðan og þetta var svo sannarlega tilefni til þess að veifa gula spjaldinu.
Ferguson æfur vegna rauða spjaldsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2009 | 23:43
Möguleikar Íslands sem fjármálamiðstöðvar
Nei ég er ekki að grínast. En ég skal játa að ég er enginn sérfræðingur og hef ekki hugsað þetta mjög djúpt.
Ég var alltaf hrifinn af hugmyndinni um Ísland sem fjármálamiðstöð. Það var vitaskuld fyrir bankahrun og helstu arkitektar og stuðningsmenn hugmyndarinnar orðnir "persona non grata" í almennri umræðu. En ég fer ekkert ofan af því að fjármálafyrirtækin sköpuðu mörg vel launuð störf fyrir ungt og vel menntað fólk. Mér leist alltaf vel á að fá erlend fjármálafyrirtæki hingað til lands. Það hefði kannski þroskað okkar eigin fjármálageira aðeins.
En af hverju er ég að rifja þetta upp í miðju fjármálahruni þar sem að orðið banki er nánast orðið að blótsyrði? Ég er að velta fyrir mér hvort við eigum ennþá möguleika á að verða fjármálamiðstöð.
Í dag er Ísland þekkt sem landið sem fór á hausinn vegna bankakerfisins. Þegar uppbyggingin hefst á ný, þá er ég ekki frá þvi að við ættum möguleika á að markaðssetja okkur sem landið sem lærði af mistökunum. "Heiðarlegasti fjármálamarkaður í heimi", eitthvað í þessum dúr.
Það er vel þekkt að mörg lönd reyna að markaðssetja sérstöðu sína. Við höfum til dæmis reynt að laða til okkar fyrirtæki, álver og netþjónabú, með því að selja þeim þá hugmynd að það hafi jákvæð áhrif á ímynd þeirra að nota vistvæna orku.
Orðspor helstu fjármálamiðstöðva heimsins er svert í dag. Sviss hefur alltaf verið áberandi sem bankaland, en þarlendir bankar hafa t.d. aldrei losnað alveg við neikvæðan blæ eftir að hafa tekið við fjármunum sem stolið var af gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Eins þykir sjálfsagt ekki fínt í dag að hafa mikil umsvif á Cayman-eyjum o.s.frv..
Ef við byggjum upp gegnsæjan markað með stífu en einföldu regluverki þá getum við kannski gert það að gæðastimpli að vera með fjármagnsumsvif hérlendis. "Við höfum ekkert að fela. Þess vegna eru bankaumsvif okkar á Íslandi", eða eitthvað í þessum dúr.
Þegar netbólan sprakk á Íslandi þá sá enginn nokkra framtíð í þessum tölvufyrirtækjum og mátti vart heyra á þau minnst. Ég heyrði um daginn að einstaklingar sem fengu eldskírn sína í erkifyrirtæki netbólunnar, Oz, rækju í dag hátt í tug öflugra sprotafyrirtækja í þessum geira. Raunar rétti Oz úr kútnum úti í Kanada og gerði góða hluti á endanum. Fyrirtækin fóru þegar netbólan sprakk en fólkið reynslan og þekkingin var til staðar en er nú að skapa arð fyrir þjóðfélagið.
Það sem ég er að segja er að þrátt fyrir að allt hafi farið til andskotans í bönkunum þá eru samt hæfileikaríkir ungir viðskiptamenn og konur sem hafa fengið reynslu af geiranum og kannski ættum við að reyna að útbúa tækifæri fyrir þetta fólk til að nýta þessa þekkingu og reynslu. Við megum ekki festast í því að aldrei megi höndla með peninga á Íslandi aftur.
Obama: Ekki sömu leið og Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2009 | 14:34
Enn er Valgerður eina konan.
Hún fer sennilega að verða leið á öllum þessum karlavígjum sem hún er alltaf að brjótast inn í.
Í hvaða stjórnmálaflokki skyldi staða kvenna vera sterkust í raun?
Sérnefnd um stjórnarskrármál kosin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 11:53
Til fyrirmyndar
Afsökunarbeiðni vegna Breiðavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 00:33
Hneykslaður á Kaupmannahafnarborg
Ég get vottað að safnið er bæði merkilegt og skemmtilegt. Hef farið tvisvar á það. Ég efast ekki um að þetta er einn af vinsælli viðkomustöðum ferðamanna í borginni og gefur lífinu sannarlega lit.
Ég efast ekki um að einhver leiðinlegri og minna vinsæl söfn hafa fengið fyrirgreiðslu frá borginni.
Ég skyldi sko kaupa safnið ætti ég skotsilfur. Það væri skemmtilegri eign en Magasin du Nord og D´Anglaterre eða hvað þær heita þessar sjoppur sem skilanefndirnar fara með nú í dag.
Danskt kynlífssafn gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson