Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
23.2.2010 | 09:55
Heyrðu! Ég þekki þennan með kúna...
Það er ekki að spyrja að því. Alls staðar eru fulltrúar Fljótsdalshéraðs (hins landfræðilega, ekki sveitarfélagsins, rétt að taka það fram svo ég verði ekki drepinn af óðum Fljótsdælingum með heykvíslar) að gera það gott í spurningakeppni.
Egill er augljóslega afburða nemandi þarna á Hvanneyri, enda er hann svo mikill sveitamaður og svo mikið innan úr afdal að vegurinn endar heima hjá honum. Maður kemst ekkert lengra inn í dal, a.m.k. ekki á siðmenntuðum vegi.
Enda er þetta afburða gott fólk, hann og öll hans fjölskylda.
Keppt um Viskukúna 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2010 | 18:43
Og hvarlaði aldrei að ykkur...
...að þessum ágætu ungmennum yrði best forðað frá fíkniefnum með því að vera í góðu samstarfi við fulltrúa nemenda, leitast við að höfða til skynsemi þeirra og bera virðingu fyrir þeim.
Nei við skulum frekar læsa dyrunum og sleppa hundunum á þau...
Einhverjum kann að finnast þetta full dramatískt hjá mér, en þó að stjórnendur Tækniskólans sjái það ekki þá er það víst skerðing á persónufrelsi að læsa útgöngum, þó einn hafi reyndar verið opinn, og láta lögreglu framkvæma leit á nemendum án nokkurra staðfestra grunsemda. Bara í "forvarnaskyni".
Svona framkoma skaðar tengslin milli ungmenna og yfirvalda og gerir bara illt verra í forvarnastarfi.
Vilja forða nemendum frá fíkniefnaneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2010 | 16:02
Meistari fallinn frá
Með Ármanni Snævarr er genginn einn af risum íslenskrar lögfræði. En mér er minnistæðast að hafa sem laganemi hitt Ármann á góðum stundum. Hann var hress og skemmtilegur maður sem lét stundum sjá sig á viðburðum tengdum félagslífi laganema, sérstaklega ef erlendir gestir voru í heimsókn. Erlendum laganemum þótti undantekningarlaust upphefð að því þegar þessi gamli meistari tók þá tali og hann var iðulega miðdepill athyglinnar og hrókur alls fagnaðar.
Ef Ármann átti erindi í Lögberg spjallaði hann oft við nemendur og spurði tíðinda. Maður fékk á tilfinninguna að honum þætti vænt um fagið, deildina, bygginguna og þá sem í henni hrærðust. Því þótti mér líka sjálfkrafa vænt um Ármann þótt ég ekki þekkti hann persónulega. Ég vil votta fjölskyldu Ármanns samúð mína.
Ármann Snævarr látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2010 | 03:00
Kannski þarf maður að hætta við
Ég var nefnilega spurður að því í athugasemd hvort ég væri ekki of feitur.
Shit! Ég steingleymdi að hugsa út í það. Ég er sennilega of feitur til að fara í framboð.
Þar fór það. Það vita allir að feitt fólk getur ekki farið í framboð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2010 | 13:34
Stefán Boga í fyrsta sætið
Ég gef kost á mér til að skipa fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði sem fram fer 6. mars. Þetta tilkynnti ég á laugardagsfundi FHB núna áðan og fékk að eigin mati góðar undirtektir. Framboðsfrestur í prófkjörið rennur út á miðnætti á morgun en nokkrir hafa þegar lýst yfir framboði og mér lýst vel á hópinn.
Ég ákvað að bjóða mig fram vegna þess að ég held að ég geti orðið góður leiðtogi í öflugum hópi framsóknarmanna hér á svæðinu. Við þurfum á breytingu að halda í sveitarfélaginu. Það er komin veruleg valdþreyta hjá meirihlutanum og því miður hefur það orðið of áberandi að embættismenn sveitarfélagsins ráði í raun öllu innan þess. Það vinnur margt gott fólk hjá sveitarfélaginu en lýðræðið gerir ráð fyrir því að það séu hinir kjörnu fulltrúar sem ráða ferðinni. Þeir eiga að bera ábyrgðina gagnvart sínum umbjóðendum, en ekki embættismennirnir. Embættismennirnir eiga að framfylgja stefnunni en ekki móta hana. Til þess þarf öflugt og kjarkað lið og framsóknarmenn eru ekki hræddir við að taka af skarið í þeim efnum.
Þó að sveitarfélagið glími við erfitt rekstrarumhverfi í dag og að meirihluti Sjálfstæðismanna og Héraðslistans skili ekki of góðu búi, þá eru til staðar tækifæri sem á að nýta. Ég vil sjá sókn í atvinnumálum. Við þurfum að búa fyrirtækjum hér þau skilyrði að það verði eftirsóknarvert að vera staðsett hér í sveitarfélaginu. Það er gömul saga og ný að sitjandi kráka sveltur en fljúgandi fær og við megum ekki láta bölmóðinn sem ríkir drepa okkur í dróma um of. Tækifærin eru til staðar og við framsóknarmenn ætlum okkur að nýta þau með bjartsýni að leiðarljósi. Við eigum mikla möguleika t.d. í ferðaþjónustu og menningarlífinu og hvoru tveggja hef ég áhuga á að nýta.
Ég mun vera virkur í baráttunni fram að prófkjöri og eftir það og hvet alla sem áhuga hafa á að starfa með mér, spyrja mig spurninga eða þjarma að mér, til að hafa samband. Síminn er 694-5211 og netfangið stefanbogi@simnet.is.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson