Leita í fréttum mbl.is

Ađ skapa eigin veruleika

Ármann Jakobsson er skemmtilegur og skarpur penni sem ég hef mikiđ uppáhald á. En ţađ kemur hér berlega í ljós ađ hann getur misstigiđ sig svo um munar.

Ég sá ađ félagar í Vinstri hreyfingunni grćnu frambođi deildu ţessari grein víđa og létu sér greinilega vel líka. Ég gat ekki orđa bundist og gerđi neđangreinda athugasemd:

----------------

Eruđ ţiđ ekki ađ grínast? Ţetta er eins sú veruleikafirrtasta sýn á pólitík sem ađ ég hef nokkru sinni lesiđ. Ármann er einn af mínum uppáhalds pennum, en ţetta er gjörsamlega fáránlegt.

1) Ţađ er rétt ađ fjölmiđlar voru skelfilega gagnrýnis...lausir á viđskiptalífiđ. En ađ halda ţví fram ađ fjölmiđlar gangi nú harđar fram gegn sitjandi ríkisstjórn heldur en var gert, t.d. á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks bendir til einkar valkvćđs minnis greinarhöfundar.

2) Ţađ ađ segja ađ ríkisstjórnin sé sterk er í besta falli vafasamt. Ţađ hefur a.m.k. sjaldan talist styrkleikamerki ađ stór hópur ţingmanna annars stjórnarflokksins komi slag í slag međ yfirlýsingar um ađ ţeir styđji ekki tiltekin mál eđa hafi veriđ neyddir til ađ styđja önnur ţvert gegn vilja sínum. Ţađ ađ enn hafi ekkert mál veriđ stöđvađ er ekkert sérstakur mćlikvarđi á styrkleika stjórnar ţví ţegar ţađ fyrsta fellur, ţá er stjórnin svo gott sem fallin. Ţađ kemur sjaldan annar séns.

3) Ég er enginn hagfrćđingur en mér finnst einhvern veginn ekkert sérstakt afrek ađ halda verđbólgu lćgri í kreppu en á ţenslutíma. Ţađ er tćplega hćgt ađ hrósa ríkisstjórninni fyrir ţađ afrek.

Af ţessu m.a. sýnist mér ađ ţađ sé enginn ađ ganga harđar fram í ađ skapa sinn eigin pólitískan veruleika. Ţiđ megiđ klappa fyrir ţessu ef ţiđ viljiđ. Ţetta verđur ekkert meiri sannleikur fyrir ţađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.