Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Alveg er mér sama

Nú var Geir Hilmar Haarde að láta hafa eftir sér að hann væri miður sín yfir því að sjá Framsóknarflokkinn veltast um í svaðinu.

Ó nei, ó nei. Maðurinn sem réttilega verður nú dreginn fyrir landsdóm fyrir vanrækslu í einu ábyrgðarmesta starfi sem nokkur getur sinnt er reiður við okkur.

Bú hú hú.

Alveg er mér sama!


Fordómar

Það er óneitanlega mjög miður að í nágrannalandi okkar þrífist fordómar af þessu tagi á æðstu stöðum. Ekki það að þetta virðist ekki vera mikill partýpinni og ég efast um að nokkur muni sakna hans í kvöldverðarboðinu.

En ég held að við Íslendingar ættum hins vegar að líta okkur nær áður en við tökum andköf af hneykslun yfir fordómunum. Þjóð sem hýsir viðhorf eins og þau sem áberandi eru hérna gagnvart múslimum, á ekki úr háum söðli að falla hvað þetta varðar. 

Hversu margir alþingismenn íslenskir ætlu séu á svipaðri skoðun þó þeir hafi nú meira vit á að þegja en Jenis av Rana?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.