7.10.2008 | 11:02
Er þetta ekki ágæt túlkun á ástandinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 00:35
Lítt spennandi kappræður
Þessar kappræður milli frambjóðendanna eru ekki sérleg spennandi yfirleitt. Það er orðið almennt viðurkennt að menn græði lítið á því að teljast hafa unnið þær. John Kerry var talinn hafa haft betur í öllum kappræðum gegn George W. Bush en það hjálpaði honum lítið. Það er hins vegar staðreynd að mönnum getur orðið illa á í svona kappræðum. Þannig er upphaf endalokanna hjá Michael Dukakis í kosningunum 1988 rakið til slæms svars í kappræðum. En um það má lesa nánar hér í færslu Silju Báru Ómarsdóttur. Bloggið hennar er skemmtilegt fyrir þá sem áhuga hafa á kosningunum í Bandaríkjunum, já og aðra.
Nú í kvöld mun athyglin beinast að Palin. Hún mun standa sig ágætlega, enda mun hún gæta sín að lenda ekki í beinum átökum við Biden en halda sig við að slá fram fyrirfram ákveðnum frösum. Biden mun gera eitthvað svipað enda má hann ekki ganga of hart fram gegn Palin til að virka ekki karlrembulegur. Ég spái því sem sagt að þetta verði tilþrifalítið en öruggt hjá báðum.
Ég á því ekki von á einhverju eins og þessu. Þetta er flottasta slátrun sem ég hef séð. Dukakis klúðraði kannski málunum í sínum kappræðum en Lloyd Bentsen varaforsetaefni hans tók Dan Quale í nefið með einni meitlaðri setningu. En því miður vinnast kosningar ekki á kappræðum. Ekki einu sinni þegar svona snilldarlega tekst til.
![]() |
Palin fellur í áliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 16:24
Hvað er klukkað?
Guðmundur Karl stórvinur minn og snillingur klukkaði mig. Klukkunin felur í sér að ég þarf að setja inn á bloggið mitt svör við hinum og þessum spurningum um mig. Mér finnst skemmtilegt að lesa þetta hjá öðrum og skorast því ekki undan ábyrgð núna.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Framkvæmdastjóri
- Lögmaður
- Dyravörður
- Listamaður hjá Sinfóníunni (Ég á samning upp á það)
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Vopnafjörður
- Cuenca, Ecuador
- Uppsala, Sverige
- Egilsstaðir
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Star trek DS9
- Boston Legal
- Cheers
- Brother Cadfael
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Krít
- Túnis
- Barcelona
- Vestfirðir
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- eyjan.is
- cnn.com
- fotbolti.net
- mbl.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Pylsur
- Kjúklingsalatið hennar mömmu
- Kjötsúpa
- Lambahryggur
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
- Sidi Bou Said
- Washington DC
- Liverpool
- Í sveitinni
Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held upp á:
- Meat Loaf
- Crucified Barbara
- Dikta
- Andrea Boccelli
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- Lafðin (Kolbrún Ólafsdóttir)
- Maddaman (Jóhanna Hreiðarsdóttir)
- Birkir Jón Jónsson
- Þórey Birna Jónsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 13:55
Hálfdrættingurinn tjáir sig
Í þessari frétt á vef RÚV tjáir ráðherra bankamála sig um bankamál. Það eitt og sér heyrir til tíðinda nú á þessum síðustu og verstu tímum. Þarna aftekur hann að verið sé að semja um sameiningu Landsbankans og Glitnis.
En hvað voru þá Björgólfarnir að gera í Stjórnarráðinu? Af hverju vill Már Másson ekki tjá sig um málið? Af hverju segir Ásgeir Friðgeirsson að málið sé í skoðun? Hefur Ásgeir Friðgeirsson meira um málið að segja en ráðherrann?
Ég er sammála Björgvini um það að óráð sé að sameina þessa banka. Fyrir utan það að það yrði vatn á myllu þeirra sem vilja kalla þetta mál samsæri gegn Baugi, sem ég held það sé ekki. Ég vorkenni þeim a.m.k. ekki neitt.
En hefur ráðherra bankamála yfirleitt einhverja aðkomu að þesu máli núna. það er eins og enginn vilji tala við hann. Er enginn í Samfylkingunni með gemsann hjá Geir, nema þá Ingibjörg Sólrún.
Eins og staðan er í dag virðist Samfylkinginn vera algjör farþegi í ríkisstjórninni. Hefur verið mynduð minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, með stuðningi Samfylkingar? Hvað er í gangi??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 13:44
Aumingja vesalings maðurinn...
![]() |
Átti að hlera Jón Baldvin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 12:36
Nauðsynleg aðgerð
Ég held að það hafi verið af nauðsyn sem ákveðið var að ríkissjóður kæmi inn í Glitni með þessum hætti. Fjármálakerfið verður að verja og það er mikilvægt að senda þau skilaboð út á markaðina að á bak við íslensku bankanna sé kerfi sem tryggir þá gegn hörmungum. Sambærilegir hlutir eru líka að gerast í löndunum í kringum okkur s.s. Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Ég vil hins vegar vekja athygli á þrennu.
1) Hefði ekki mátt vera búið að gera eitthvað fyrr til að hjálpa fjármálakerfinu í heild? Ég held að það sé alveg ljóst að fullkomið skeytingarleysi stjórnvalda fram að þessu hefur ekki hjálpað bönkunum í sinni baráttu á lausafjármörkuðum, frekar en það hefur hjálpað nokkrum öðrum hér á landi.
2) Í Bandaríkjunum þar sem nú er verið að ganga frá sögulegum björgunarpakka ríkisins til handa fjármálafyrirtækjum er lögð þung áhersla á það að stjórnendur bankanna séu ekki leystir út með stórgjöfum í tilefni af því að þeir hafa komið fyrirtækjum sínum á ríkisfjárframlög. Ég hef ekkert á móti því í sjálfu sér að einkafyrirtæki borgi asnalega há laun (held reyndar að það sé óhollt fyrir sálina á þeim sem þeirra njóta en það er annað mál). Þegar ríkið hefur þurft að stíga inn með skattfé finnst mér hins vegar lögmálin breytast all hressilega. Ég er ekki aðdáandi John McCain en hugmynd hans, að enginn stjórnandi fyrirtækis sem ríkið hefur bjargað eigi að hafa hærri laun en æðsti embættismaður hins opinbera, er ekki alvitlaus.
3) Hvað ætlar ríkisstjórnin svo að gera fyrir okkur sem erum að sligast undan hækkunum? Verður eitthvað meira gert til að styrkja gengi krónunnar? Það er grátlega augljóst að það verður t.d. að veita íbúðalánasjóði heimild til að endurfjármagna húsnæðislán þeirra sem eru með lán sín hjá bönkunum. Að öðrum kosti sjáum við fram á fjöldagjaldþrot einstaklinga. Það getur ekki verið að þessi helvítis ríkisstjórn ætli að loka augunum fyrir þeim persónulegu þjáningum sem það hefur í för með sér. Ekki allt góða fólkið í Samfylkingunni. Eða hvað?
Og fyrst ég er farinn að tala um Samfylkingunna. Hvar er bóndinn á Skarði? Skúffuráðherra bankamála hefur ekki sést í öllum þessum hræringum. Þessi hálfdrættingur fékk viðskiptaráðuneytið í sinn hlut við ríkisstjórnarmyndunina og rökin fyrir því að skipta iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti upp í hendur tveggja ráðherra voru m.a. þau að fjármálageirinn væri orðinn svo umfangsmikill. Nú gerast ein þau stærstu tíðindi sem orðið hafa á íslenskum bankamarkaði og ráðherrann er hvergi sjáanlegur. Er niðurlæging Björgvins Guðna Sigurðssonar ekki orðin fullkomin?
![]() |
Geta treyst styrk Glitnis áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2008 | 13:59
Ekki eftirtektarsamur
Ég er staddur á fundi þingflokks og landstjórnar Framsóknarflokksins á Húsavík. Hér er verið að ræða mikilvæg mál og merkileg erindi flutt.
En ég er á netinu og bíð í ofvæni eftir að stelpurnar byrji í Frakklandi. Tek ekki mjög vel eftir á fundinum, ég skal játa það.
Valgerður Sverrisdóttir er líka búinn að spyrja eftir leiknum. Hef á tilfinningunni að fleiri sem sitja hér með tölvur séu að bíða eftir því að flautað sé til leiks.
Stelpur þið eruð frábært fótboltalið og ég hef trú á ykkur. Við framsóknarmenn sendum ykkur baráttukveðjur. Áfram Ísland!
![]() |
Tap ytra fyrir Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 13:56
Véfréttin frá Omaha
Hann er slyngur þessi. Ég keypti um daginn bók um kallinn sem heitir Warren Buffett aðferðin. þar er leitast við að útskýra með hvaða aðferðafræði þessi snillingur hefur skarað fram úr öllum öðrum fjárfestum.
Ef ég skil þessa aðferð rétt þá gengur hún út á að kaupa á lágu verði!
Nei það er kannski aðeins flóknara en svo. Buffet leitar uppi fyrirtæki sem hafa lækkað mikið í verði vegna tímabundinna aðstæðna. Hann greinir fyrirtækin mjög vel, skoðar grunnrekstrarmódel þeirra og ef hann finnur fyrirtæki sem honum finnst vera of lágt skráð, kannski vegna almennra erfiðleika í tilteknum geira eins og fjármálageiranum nú, þá kaupir hann. Hann hugsar lítið um skjótfenginn gróða en þeim mun meira um árangur til lengri tíma. Þá leggur hann mikið upp úr því að stjórnendur fyrirtækja sem hann fjárfestir í séu góðir, og oftar en ekki heldur hann sömu mönnum við stjórnvölinn en skiptir ekki út fyrir sína eigin menn.
Mikilvægast er þó í hans huga að þekkja þann markað sem hann fjárfestir á. Buffett fjárfesti t.a.m. aldrei í hátæknifyrirtækjum. Viðurkenndi sjálfur að hann skildi ekki rekstur slíkra fyrirtækja nógu vel. Hann hafði hins vegar kannski einnig grun um að netbólan myndi springa, sem og gerðist. Þá töpuðu þeir sem áður höfðu hlegið að Buffett fyrir að taka ekki þátt í veislunni.
Ég mæli með að glugga í bókina, þar kemur margt skemmtilegt fram og margar dæmisögur sagðar, m.a. af kaupum Buffett á stórum eignarhlutum í Coca Cola og Gillette. Í bókinni má líka finna ýmsa gullmola hafða eftir honum eins og þessa:
"It's far better to buy a wonderful company at a fair price than a fair company at a wonderful price."
Um eignarhlut sinn í tóbaksfyrirtæki sagði hann:
"I'll tell you why I like the cigarette business. It costs a penny to make. Sell it for a dollar. It's addictive. And there's fantastic brand loyalty."
Og loks um eignarhlut sinn í Gillette:
I go to sleep in peace every night realising that every morning when I wake up, millions of men will wake up with me and shave.
![]() |
Warren Buffett fjárfestir í Goldman Sachs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
-
heiddis
-
maddaman
-
birkir
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
toreybirna
-
agnarbragi
-
agnesasta
-
lubbiklettaskald
-
bokakaffid
-
davidorn
-
einarbb
-
einarfreyr
-
einarsmaeli
-
hjolagarpur
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
brekkukotsannall
-
neytendatalsmadur
- gladius
-
vefmundur
-
hugs
-
gudrunthora
-
gvald
-
hallurmagg
-
hannibalskvida
-
hl
-
hreinsamviska
-
isk
-
johannast
-
jonfinnbogason
-
skjalfandi
-
kristbjorg
-
solmundur
-
meinhornid
-
oddgeire
-
olafurjonsson
-
ruber
-
rosaadalsteinsdottir
-
trumal
-
salvor
-
suf
-
sjos
-
sigurdurarna
-
nr123minskodun
-
kaupfelag
-
stefanjonsson
-
vefritid
-
thjodarblomid
-
tharason
-
thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Fólk
- Hugmyndirnar streyma stöðugt fram
- Allt í tónleikahaldi fyrir norðan
- Aron Can skemmti í Hlíðarfjalli (myndir)
- Vitur, skemmtileg og hæfileikarík
- Þetta er einstakt tækifæri
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
Íþróttir
- Guðmundur náði stórum áfanga
- Stórleikur dugði ekki gegn meisturunum
- Var verið að senda stuðningsmönnum Liverpool skilaboð?
- Vendingar í ítölsku toppbaráttunni
- Svakalegt sigurmark hélt Real Madrid í toppbaráttunni
- Fékk beint rautt fyrir ljóta tæklingu (myndskeið)
- Glæsilegur útisigur Guðmundar
- Niðurlægðu mótherja sína í fyrsta leik
- Þrumufleygur tryggði sigurinn mikilvæga (myndskeið)
- Glæsilegt sigurmark gegn United (myndskeið)