Leita í fréttum mbl.is

Svona á að gera þetta

Boris Johnson og Óskar Bergsson eiga það greinilega sameiginlegt að vera stórhuga menn. Óskar er nú hins vegar heilt yfir traustari og betri maður held ég.

Hugmynd Framsóknarmanna um flugvöll á Lönguskerjum er langbesta hugmyndin sem fram kemur komið um Reykjavíkurflugvöll. Með henni losnar byggingarland í Vatnsmýrinni en flugvöllurinn er enn miðsvæðis.

Það er hins vegar sorglegt að horfa á þá sem kunna ekki að hugsa stórt tala hugmyndina niður bara vegna þess að hún passar ekki inn í þeirra þrönga kassa. Má ég þá frekar biðja um djarfa menn með stórar hugmyndir.

Verst við þetta allt er að ef hugmyndinni hefði verið hrint í framkvæmd þegar Framsóknarmenn í borginni settu hana fyrst fram þá væri búið að byggja þennan flugvöll í dag. Við værum laus við þetta vesen og völlurinn hefði hreint ekki kostað svo mikið.

Enn og aftur kemur í ljós að menn skyldu hlusta á Framsókn. Við kunnum að færa hlutina til betri vegar.


mbl.is Nýr flugvöllur í stað Heathrow?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér líður vel!

Ég er að drepast í vinstra hnénu og hægra lærinu.

Ég fæ smá sting í lungun þegar ég anda.

Ég er sárfættur með blöðru á fæti.

Ég er að leka niður úr þreytu.

Og mér líður svo vel!

 

Það er hollt fyrir sálina að eltast við kindur :o)


Dejá Vú

Þessarar bókar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Sitt sýnist hverjum um það hvort hægt er að skoða þetta sem hlutlæga úttekt í ljósi þess hver það er sem borgar brúsann. En hvað sem mönnum finnst um það er þetta athyglisvert innlegg í umræðu um misbeitingu valds.

Þegar málið er skoðað finnst mér einhvern veginn eins og ég hafi séð eitthvað svipað gerast í seinni tíð.

„Höfundurinn, Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur, segir m.a. að rannsóknin hafi einkennst af fyrirfram gefnum skoðunum og mistökum sem stafi af þeim. Þegar loks var komist til botns í málinu hafi nær ekkert staðið eftir af upphaflegum ásökunum.

Stefán Gunnar segir, að svo virðist sem reitt hafi verið of hátt til höggs þegar til rannsóknar Hafskipsmálsins kom. Gríðarlegir annmarkar hafi verið á allri rannsókn málsins, þar til í Sakadómi Reykjavíkur hafi loks verið farið að grafast fyrir um hið sanna í málinu. Stóra svindlið, sem þótti sannað í fjölmiðum, hafi reynst markleysa ein.“

Hvað gerist þegar skipt er út orðinu Hafskip fyrir orðið Baugur? Hummm....


mbl.is Rannsókn Hafskipsmáls gagnrýnd í nýrri bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er maðurinn ekkert að grínast?

Ég hef engan áhuga á innanflokksátökum í Frjálslynda flokknum. Þeir sem þann flokk fylla eiga hvern annan skilið.

En hvað er málið með að send sé út ályktun, frá einum einstaklingi??

Ég er vanari því að ályktanir séu sameiginlegar niðurstöður hópa s.s. stjórna, miðstjórna, félaga og þess háttar. Það hljómar furðulega í mín eyru að einstaklingur sendi frá sér ályktun, það myndi vera yfirlýsing í minni orðabók.

Kannski er þetta til marks um einhvers konar klofinn persónuleika eða snert af mikilmennskubrjálæði. Svolítið eins og að tala um sjálfan sig í þriðju persónu.

En það sem ég velti helst fyrir mér er þetta. Hverjum er ekki nákvæmlega sama hvað þessi Valdimar "Whatshisface" Frjálslyndi er að álykta við eldhúsborðið heima hjá sér?


mbl.is Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pásan búin...

Eins gott að fara að drattast að verki!

Kópavogur græðir, KSH tapar.

Það er rétt að óska íbúum í Lindasókn til hamingju með fenginn. Guðni er drengur góður og frábær prestur. Að auki er sóknarprestur Lindasóknar sérlega öflugur og góður maður. Þarna er því valinn maður í hverju rúmi.

Það eina sem ég sýti er að missa Guðna úr starfi hjá Kristilegu skólahreyfingunni. Þar hefur hann unnið frábært starf fyrir félögin bæði, KSS og KSF, sem skólaprestur og framkvæmdastjóri. Það skarð verður vandfyllt.

Ég óska þér góðs gengis Guðni minn og takk fyrir samstarfið í KSH. En ég veit þú hættir nú ekkert að sinna skólahreyfingunni ;0)


mbl.is Guðni Már Harðarson valinn í Lindaprestakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlaust að gera

Nýr staður, ný vinna og ný íbúð.

Egilsstaðir hafa tekið vel á móti mér. Hérna líður mér vel. Það er hins vegar mikið verk að taka við framkvæmdastjórn hjá UÍA. ÞEgar ekki hefur verið fastur starfsmaður í nokkurn tíma þá hlaðast verkefnin upp og ég verð sjálfsagt langt fram á haust að reyna koma hlutunum í skorður hér. En mér finnst þetta skemmtilegt og það er það sem mestu skiptir.

Hinn húsbóndinn og bloggvinurinn Birkir Jón var svo hér fyrir austan í gær og fyrradag. Við ferðuðumst um svæðið, kíktum m.a. á Djúpavog, Breiðdalsvík og Vopnafjörð. Hittum margt fólk og leist bara vel á stöðuna. Að síðustu var svo haldið á leik Fjarðabyggðar og FH eins og sjá má hér.

Um síðustu helgi var ég á ráðstefnu í Helsinki. Helgina þar á undan var SUF-þing þar sem ný stjórn og formaður voru kosin (til hamingju Bryndís). Helgina þar á undan var ég að flytja mig austur.

Ég hlakka sem sagt rosalega til þess að eiga „venjulega“ helgi :o)

p.s.

Áfram Boston


Þetta var bara alvöru

Sit uppi á 6. hæð í Lágmúlanum. Því ofar sem maður er því meira magnast tilfinningin skylst mér og ég get vel trúað því, því mér fannst þetta heilmikið. Traust mitt á íslenskum verktökum var þó slíkt að ég hreyfði mig ekki úr sæti.

Vinnufélagi minn segist handviss að þetta hafi verið stærri skjálfti en Suðurlandsskjálftinn hér um árið. Það verður gaman að sjá hvort það er rétt.

Magnað að upplifa náttúruna svona, en jafnvel enn magnaðra að maður skuli búa svo vel að þurfa ekki að óttast hörmungar og hrun húsa eins og ýmsar aðrar þjóðir.

Við Íslendingar erum heppnir og skulum ekki gleyma því.


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.