21.8.2009 | 10:15
Góðar fréttir
Ég ætla að leyfa mér að lýsa yfir fullum og eindregnum stuðningi við Bryndísi. Hún hefur að mínu viti staðið sig mjög vel þennan tíma sem hún hefur verið formaður.
Árið hefur ekki verið auðvelt og mörg erfið mál komið upp en ég hef verið mjög ánægður með hennar störf og hvernig hún hefur komist í gegnum þetta allt saman. Ég mun mæta á þingið og greiða henni atkvæði mitt.
Býður sig fram til endurkjörs sem formaður SUF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 00:04
Davíð er svo fyndinn...
...og orðheppinn og snjall og gáfaður.
Að minnsta kosti er hann það í eigin minningu og þegar hann segir sjálfur frá atburðum.
Eigum við ekki til einhver orð yfir menn sem búa til eigin útgáfur af samtölum og atburðum í kollinum á sér og láta allar frásagnir snúast um hetjuskapinn í sjálfum sér?
Nei ég bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2009 | 18:46
Óvenju litlu logið
Mér sýnist Steini Óla hafa logið óvenju lítið í blaðamann mbl.is. Það er hitasvækja hér og við kvörtum sannarlega ekki. Nema hugsanlega yfir því að mbl.is geti ekki fundið nýrri mynd úr sundlauginni. Þessar framkvæmdir í bakgrunninum eru a.m.k. búnar fyrir dálítið löngu síðan og eitt stykki einbýlishús verið reist á auðri lóð þarna fyrir aftan.
Bongóblíða á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 15:40
Lexía
Það voru víst alir búnir að gefa sér að þetta væru mennirnir sem væru að reyna að losna við Sigríði úr nefndinni. Það var ekki. Þeir fengu kvörtun, fóru yfir hana og komust að niðurstöðu. Ég held menn ættu að láta sér þetta að kenningu verða. Það var búið að blása þetta mál gjörsamlega úr samhengi.
Það verður líka að hafa í huga að þessir menn er þeir tveir Íslendingar sem eru mestir sérfræðingar í hæfi. Það kemst enginn með tærnar þar sem þeir hafa hælana í þeim fræðum. Niðurstaða þeirra er líka þeim mun meira virði því þeir fóru ekki að tjá sig um málið í fjölmiðlum heldur sýndu fagmennsku í allri málsmeðferðinni.
Ég bind miklar vonir við starf þessarar nefndar. Miklu meiri en við starf sérstakra saksóknara.
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2009 | 12:17
Þroski Íslendinga
Margir hafa býsnast yfir útþenslu utanríkisþjónustunnar á síðustu árum. Ég er ekki einn af þeim. Auðvitað má hagræða þar og ekki má viðgangast bruðl, en það er að mínu mati mikilvægt að Ísland státi af öflugri utanríkisþjónustu og eigi víða sendiráð og sendiskrifstofur.
Það er hluti af því að vera þjóð á meðal þjóða. Ekki að vera stöðugt þiggjandi heldur gerandi á alþjóðavettvangi. Þetta er hluti af því að fullorðnast sem þjóð.
Hér bloggar Silja Bára um þá tilhneigingu Íslendinga á liðnum árum til þess að ætlast til sérmeðferða í krafti smæðar okkar. Við fórum fram á alþjóðavettvangi eins og ofdekraðir krakkar. Nú þegar við erum vaxin úr grasi þurfum við að haga okkur eins og fullorðið fólk og axla ábyrgð í alþjóðasamfélaginu. Þannig öðlumst við virðingu og á endanum aukna vigt á alþjóðavettvangi.
Við þurfum að horfast í augu við ábyrgð okkar í alþjóðlegu samhengi og haga okkur í samræmi við hana. Framlög okkar til þróunarmála, fullgilding alþjóðlegra sáttmála og þátttaka í ráðstefnum og í starfi samtaka þar sem alþjóðlegar réttarreglur eru mótaðar eru hluti af þessu. Icesave-samningarnir er það líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 13:12
Fúli dráttur!
Öll úrvalsdeildarliðin fá heimaleiki nema KR og öll nema ÍBV og FH fá mótherja úr neðri deild.
En ég hef góða tilfinningu fyrir leik minna manna. Blikarnir verða á hælunum fyrst, svo á rassgatinu og þetta verða óvæntustu úrslit umferðarinnar.
Höttur í 8-liða úrslit. Þið heyrðuð það fyrst hér.
Uppfært 13:45
Æi nú ganga Bryndís og Eysteinn frá mér. Ég gleymdi víst að Grindavík rifu sig aftur upp í fyrra... Já og þessi tvö lið, FH og Grindavík fá ekki heimaleik og leika við önnur úrvalsdeildarlið.
En þetta er samt fúll dráttur. Snúum þessu þannig. Af 9 úrvalsdeildarliðum fá 6 heimaleik. Af 7 liðum utan úrvalsdeildar fá 2 heimaleik.
Bikarmeistararnir fara í Garðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2009 | 09:16
Ekki gera ekki neitt!
Það er mín skoðun að rétt sé að samþykkja Icesave-samningana. Sem kjósandi Framsóknarflokksins skora ég á þingmenn flokksins að gera það. Hver og einn er þó vitaskuld bundinn við sína sannfæringu og ég virði það. Ég vil bara að hver og einn leggi kalt mat á stöðuna og kjósi eftir því sem viðkomandi þykir best fyrir þjóðina.
Ég tek undir flest það sem Mörður Árnason segir hér.
Ég get líka tekið undir upptalningu Teits Atlasonar hér, eða allt þar til hann fer að froðufella yfir Sigurjóni Árnasyni og telja upp drauma sína um hlekki og blóð. Ég nenni hvorki að eyða orðum né hugsunum í þessa bankagæja. Skítakommentið um Sigmund er líka, jah, skítakomment. Við þurfum heldur ekkert að vera sammála um allt.
Þau alvarlegu mistök voru gerð að leyfa bönkunum að starfrækja þessa innlánsreikninga í útibúum og þannig á ábyrgð Íslendinga. Við þurfum að axla ábyrgð á þessum mistökum. Það er hvorki gott né sanngjarnt en það er staðreynd.
Það besta sem við getum gert er að horfast í augu við vandann, ganga frá samningum og hefjast handa við uppbygginguna. Við getum þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009 | 00:04
Játning
Ég er ekki landráðamaður.
Ég er ekki útrásarvíkingur.
Ég hef ekkert að fela í tengslum við bankahrunið.
Sonur minn var ekki forstjóri fjármálafyrirtækis.
Ég er samt mjög lítið hrifinn af Evu Joly.
Mér finnst margt sem hún segir gott, en mér finnst hún láta stjórnast af einbeittum vilja til að negla einhvern. Það finnst mér ekki gott veganesti í rannsókn. Þá er hún að fá mjög háar fjárhæðir greiddar fyrir það sem mér finnst ekki mikið framlag til rannsóknarinnar. Ég hefði frekar viljað ráða ráðgjafa sem sinnti þessu verkefni aðallega, en væri ekki að keyra kosningarbaráttu fyrir kjöri sínu á Evrópuþingið og sé síðan orðinn atvinnustjórnmálamaður í kjölfarið.
Þetta er mín skoðun. Ég hef alltaf talið að skoðanaskipti eigi að vera frjáls. Margir hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að á Íslandi hafi menn ekki verið nógu frjálsir skoðana sinna.
Það vill hins vegar svo til að margir þeir sömu og hafa í gegnum tíðina talið sig og þjóðina kúgaða, t.d. af bláu höndinni, ráðast nú með offorsi gegn þeim sem eru á annarri skoðun en þeir sjálfir telja rétta.
Jón Kaldal gerði í leiðara Fréttablaðsins athugasemdir við vinnu Evu Joly. Hans skoðun er víst eitthvað svipuð og mín. Hallgrímur Helgason ræðst að honum á feisbúkkinu og lætur í það skína að hann sé handbendi eigenda Fréttablaðsins. Hann beitir m.ö.o. þeirri skemmtilegu aðgerð í rökræðunni að sverta mannorð þess sem er ósammála. Mjög þroskað.
Mér er sama hvað hver segir. Menn geta kallað mig öllum illum nöfnum. En Eva Joly er ekki dýrlingur og ekki lausn allra okkar vandamála. Og það er eitthvað mikið að í samfélagi þar sem þessi skoðun getur orðið til þess að þeir sem hana orða eru útataðir í skít og drullu af sjálfskipuðum varðhundum byltingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson