Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2009 | 00:33
Hneykslaður á Kaupmannahafnarborg
Ég get vottað að safnið er bæði merkilegt og skemmtilegt. Hef farið tvisvar á það. Ég efast ekki um að þetta er einn af vinsælli viðkomustöðum ferðamanna í borginni og gefur lífinu sannarlega lit.
Ég efast ekki um að einhver leiðinlegri og minna vinsæl söfn hafa fengið fyrirgreiðslu frá borginni.
Ég skyldi sko kaupa safnið ætti ég skotsilfur. Það væri skemmtilegri eign en Magasin du Nord og D´Anglaterre eða hvað þær heita þessar sjoppur sem skilanefndirnar fara með nú í dag.
Danskt kynlífssafn gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 16:58
Ég var einu sinni nörd...
...og er það enn.
Ég var að klára að lesa Watchmen og er yfir mig hrifinn. Er samt pínu skeptískur á myndina.
Ég er hins vegar ekki skeptískur á nýju Star Trek myndina. Ég held hún sé snilld. Sá þennan trailer og gamli nördinn fór á flug. Get ekki beðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 16:10
Af hverju að leggja saman fylgi B og D?
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2009 | 13:34
Helvítis Nojararnir!
Norðmenn eru öðrum kræfari í þessum málum. Það er rétt sem fram kemur í fréttinni að norrænir laganemar reyna mikið að stela Grágás. Það hefur hins vegar engum tekist að komast með gæsina úr landi öðrum en laganemum frá Osló, og það nú í annað skipti.
Nokkuð mörg ár eru síðan það tókst í fyrra skiptið. Þá varð nánast úr málinu milliríkjadeila, en sendiráð Íslands í Osló gekk í málið og rektor Háskólans í Osló hótaði laganemum öllu illu ef gæsinni yrði ekki skilað. Á endanum skilaði grímuklædd og ópersónugreinanleg nefnd laganema, svokölluð Terror Juris, Grágás til baka. Þá var búið að merkja hana með álhólk um fót sem norskan farfugl! Eða svona minnir mig alla vega að þetta hafi gengið fyrir sig eftir frásögn þeirra sem betur þekktu til málsins en ég.
Á minni tíð í deildinni tókst norrænum laganemum einu sinni að koma klónum í Grágás og voru við það tækifæri teknar mjög ósmekklegar myndir. Grágás var m.ö.o. svívirt kynferðislega... Við það tækifæri voru ónafngreindir íslenskir laganemar grunaðir um að hafa gerst sekir um landráð og aðstoðað gásræningjana. Spurning hvort svo hefur verið nú. Einnig hefur nokkrum sinnum staðið glöggt á árshátíðinni sjálfri og hefur þurft að koma til íhlutunar ráðherra og dómara til að koma í veg fyrir brottnám gæsarinnar.
Svona er nú lífið í lagadeildinni.
Grágás í utanlandsferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 14:59
Við skulum horfast í augu ábyrgðina...
...um leið og málin koma fyrir þingið. Það er það sem stendur á. Komið með málin og gerið eitthvað. Þið lofuðuð því, standið við það.
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 13:26
Er ég þá orðinn frægur?
Um daginn fékk ég tilkynningu um að ég ætti ósótta sendingu á pósthúsinu. Ég var ekkert mjög spenntur að fara að sækja hana. Reiknaði alveg eins með því að þetta væri ábyrgðarbréf með stefnu eða eitthvað álíka skemmtilegt (meira hvað maður verður tortrygginn á að starfa við lögmensku).
En það var nú öðru nær. Í pakkanum reyndust vera tvenn gullfalleg axlabönd! Sendendur voru þau Jón og Ína á Leðurverkstæðinu í Reykjavík, en þau framleiða einmitt axlabönd. Þau höfðu séð mig missa niður um mig í beinni útsendingu í Útsvarinu um daginn og rann það svona til rifja.
Sem áður segir eru axlaböndin kostagripir og þrælfalleg og mun ég án vafa skrýðast öðrum hvorum þeirra þegar við tökumst á við Árborg á föstudag. Og ég hvet sem flesta til að skella sér á Leðurverkstæðið Víðimel 35 í Reykjavík og fá sér íslensk axlabönd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2009 | 11:17
Framboð eða trúboð?
Af hverju ekki T fyrir Trúboð. Ekki vegna prestsins, Bjarni er heiðinn þannig að það er ekki málið.
Nei, þetta hefði átt ágætlega við vegna óbilandi trúar þessara manna á eigin ágæti.
L-listinn boðar framboð til alþingiskosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2009 | 09:39
Ekki sóa tíma og orku
Fólk er almennt reitt vegna beitingu breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Það er skiljanlegt. En ættum við þá bara að gera eitthvað, hvað sem er, til að reyna að leita réttar okkar?
Mannréttindadómstóll Evrópu er sérskipaður dómstóll sem aðeins fjallar um brot ríkja á Mannréttindasáttmála Evrópu, ekkert annað. Langoftast eru það einstaklingar sem leita til dómstólsins og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Dæmi um það er þegar Akureyringurinn Jón Kristinsson hélt með fulltingi Eiríks Tómassonar út og fékk það aldagamla skipulag að sýslumenn væru jafnframt dómarar dæmt ólögmætt.
En fyrir hvern sigur eru tugir mála sem fara fyrir dómstólinn og hrasa á fyrstu hindrun. Dómurinn telur þau ekki tæk til meðferðar. Dómurinn forskoðar nefnilega öll mál og ef þau falla ekki undir hans þröngt skilgreindu lögsögu að þá vísar hann þeim frá sér.
Ef ég skildi hugmyndina um málarekstur íslenska ríkisins fyrir þessum dómstóli rétt, að þá átti að reyna að beita einhverju þröngu undanþáguákvæði til að fá málið tekið fyrir. Aldrei var búið að segja að þetta ætti að gera, aðeins að málið yrði skoðað. Strax í upphafi taldi m.a. Björg Thorarensen prófessor að þetta væri sennilega ekki fær leið. Nú held ég að menn séu hreinlega búnir að fullvissa sig um það að þetta sé vitleysa.
Íslendingar sem þjóð munu aldrei fá leiðréttingu sinna mála vegna beitingu hryðjuverkalaganna, nema þá eftir diplómatískum leiðum og þá þannig að Bretar biðjist afsökunar á þessari beitingu.
Einu málsóknirnar sem vit er í er málarekstur bankanna gegn breska ríkinu fyrir breskum dómstólum. Ég vona að það gangi eftir að Kaupþing höfði sitt mál og fylgi því fast eftir. Um önnur dómsmál ætti ekki að hugsa meir.
Og í tilefni af þessu, auðvitað á Framsóknarflokkurinn að halda áfram að styðja ríkisstjórnina. Hallur Magnússon er öflugur félagi og góður og fróður maður. En hann mótar ekki einn og sjálfur stefnu Framsóknarflokksins.
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2009 | 20:38
Þreyttur bankastjóri
Davíð segist þreyttur og langar í frí.
Jóhanna vill líka að Davíð fari í frí.
Ég held að flesta langi að Davíð fari í frí.
Davíð ætti endilega að fara í laaangt frí.
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 15:41
Flott hjá þeim
Þetta er gott mál. Það er alveg ljóst að á endanum hefði það orðið borginni dýrt að hafa húsið hálfbyggt og ekki sakar að þetta verndar störf í geira sem er nú í niðursveiflu.
Gott hjá Katrínu og Hönnu Birnu og öllum þeirra samstarfsaðilum og forverum eða hverjum þeim sem að þessu komu.
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Fólk
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari