Leita í fréttum mbl.is

Einkaher?

Það er þekkt í sögunni að valdamiklir menn hafa viljað koma sér upp sérstökum lífverði með einhverja sérstaka eiginleika. Einhvers staðar las ég að einn að síðustu landstjórum Túnis, með titilinn Bey, hafi komið sér upp einkaher dverga. Mig minnir líka að einhver af Prússakeisurunum hafi komið sér upp lífverði manna sem allir voru yfir tveir metrar á hæð. Úr heimi kvikmyndanna þekkjum við svo líka tilhneigingu svokallaðra ofurillmenna til að koma sér upp einkalífverði fagurra en morðóðra kvenna.

Ég veit ekki hvað það segir um Björn Bjarnason, en mér sýnist hann vera að vinna í því að koma sér upp einkaher miðaldra, nauðasköllóttra og illilegra karlmanna með gleraugu. Mætti ég þá frekar biðja um fagrar konur, nú eða dverga.

Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar LRHÞórir Hrafnsson aðstoðarmaður ráðherraGeorg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ráðinn aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er heilmikið til í þessu hjá þér.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 6.3.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

...stórmerkilegt. þetta eru ekki tvífarar heldur þrífarar hvað sem málnefndir segja nú um það orð!

Bjarni Harðarson, 6.3.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Kolbrún Ólafsdóttir

Hehehe skemmtileg pæling en mikið er ég glöð að sjá þig kominn til baka á bloggvöllinn!!!

Kolbrún Ólafsdóttir, 6.3.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sennilega er margt misjafnt sagt um Björn sem hann á ekki skilið. Þetta tal um einkaher hans er t.d. nokkuð sem á að öllum líkindum ekki við nein rök að styðjast. Til þess erum við Íslendingar einfaldlega of fáir að geta staðið í svona hernaðartilburðum.

Verður ekki að gera greinarmun á því sem unnt er að hafa beint eftir einhverjum og því sem aðrir hafa um sama mál að segja? Við verðum að varast djarfar ályktanir og jafnvel rangtúlkanir. Það er engum til framdráttar.

Önnur leiðrétting: Þjóðhöfðingi Prússa var konungur ekki keisari og hafði hann lengst af titilinn: Kóngur í Prússlandi, eða upp á þýsku: Der König in Preussen - ekki von Preussen. Ástæðan var sú að upphaflega var Prússland hluti Póllands og er það ekki fyrr en eftir Pólland veikist á 18. öld og það leyst endanlega upp undir lok þeirrar aldar að Prússakóngur tekur upp titilinn Der König von Preussen. Þjóðhöfðingi þessi bjó lengi vel í Berlín en síðar kóngshöllinni frægu Sans, souici við Brandenburg skammt utan við Berlín.

Friðrik II. sem lengi var þekktastur meðal prússneskra þjóðhöfðingja, hafði mikið dálæti á hávöxnum hermönnum.

Með bestu kveðjum

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2008 kl. 13:57

5 identicon

Og verðlaunin fyrir lélegasta skopskyn bloggheimsins fær.......... Guðjón Jensson

Gutti (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:00

6 identicon

allt örugglega mjög satt og rétt hjá þér kæri guðjón... en eitthvað segir mér nú að þessi bloggfærsla hafi meira verið í gríni gerð en einhverri há-alvöru. Tsjiiill. :)

nokkuð mikil til í þessu hjá þér stefán, þetta eru illilegir menn með beran skallan. Það veit ekki á gott. Og hvað þá að björn bjarnason sé að sanka þessum köllum af sér, það veit líklega bara á enn verra!

Björg Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:41

7 identicon

afsakið.. sanka AÐ sér. pirrar mig fátt jafn mikið og stafsetningarvillur hjá sjálfri mér.

Björg Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:42

8 Smámynd: Skaz

Var einmitt að hugsa með mér hvað þessi nýi aðstoðarmaður væri kunnulegur, las svo nafnið....neibb kannast ekkert við 'ann.

 Svo er bara staðreyndinn að maður er alltaf að sjá þessa "hermenn" hans Bjössa

Skaz, 6.3.2008 kl. 15:31

9 Smámynd: Skaz

eh og já Guðjón við erum alls ekki of fá til að halda úti her til landvarna, sérstaklega í ljósi þess að Malta og Lúxemburg sjá sér fært að gera það með álíka mannfjölda og við....

 Sér í lagi með það að tilliti að hægt er að verja Ísland án þess að eiga þungavopn á borð við skriðdreka o.s.frv. 

Skaz, 6.3.2008 kl. 15:39

10 identicon

Eina sem ég vil benda á er að Þórir Hrafnsson er mikið ljúfmenni og vel liðinn þar sem hann starfaði áður. Hann hlýtur að vera góð viðbót í starfslið ráðuneytisins.

Þórir Brjánn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:30

11 identicon

Tek undir með síðasta ræðumanni, Þórir var, og er örugglega, eitt mesta ljúfmenni sem ég hef umgengist. Álit mitt á Birni Bjarnasyni hefur tekið stökk við þessa ráðningu. Vonandi tekst Þóri að sannfæra dómsmálaráðherra um nauðsyn þess að koma á her ljúfmenna í stað vopnaðrar lögreglusveita sem virðist því miður stefna í hjá Birni. Og hey Þórir er tæplega miðaldra... hann er jafngamall mér!!!

Hrafnhildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:45

12 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Come on, Stefán! Illilegir gleraugnaglámar! Þetta eru ljúflingar allt saman - ja, að minnsta kosti tveir

Flosi Kristjánsson, 6.3.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.