Leita í fréttum mbl.is

Heima er best

Þá er maður kominn aftur úr snemmbúnu páskafríi fyrir austan. Búið að ferma tvo af ættingjunum og af því tilefni mikið borðað og talað við frændur og frænkur sem maður hittir ekki á hverjum degi.

Það lá fyrir að ég og Heiðdís myndum kíkja eftir íbúð í þessari ferð, og við gerðum gott betur en það. Við gerðum tilboð í íbúð, fengum gagntilboð og samþykktum það. Svo að því gefnu að íbúðalánasjóður klikki ekki þá erum við orðin íbúðareigendur.

Íbúðin er mjög fín, alveg ný og með gestaherbergi. Stefnt er að flutningum í sumar. Að auki þá skrifaði ég undir samning um að vera aðstoðarmaður Birkis Jóns Jónssonar bloggvinar míns. Þannig er ég kominn með einhverja vinnu fyrir austan. Er svo að leita mér að annarri vinnu með þessu. Þið látið mig bara vita ef ykkur dettur eitthvað í hug.

Svona geta stórir hlutir gerst hratt. Það finnst mér skemmtilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Til hamingju!

maddaman, 22.3.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Og hvar er íbúðin staðsett?  maður verður nú að vita hvar maður á að gista fyrst þú ert kominn með gestaherbergi

Sigríður Jósefsdóttir, 22.3.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Til hamingju - þetta er snöfurmannlega gert. Gleðilega páska!

Bjarni Harðarson, 22.3.2008 kl. 19:28

4 identicon

Til lukku með að vera sloppin í flóttamanna búðum íslands. og til lukku með starfið

Ingi Björn (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

pfff, af hverju færð þú fleiri komment á þessa tilkynningu en ég greinilegt að fólk er fegnara að losna við þig af höfuðborgarsvæðinu en mig

Heiðdís Ragnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Kolbrún Ólafsdóttir

Innilega til hamingju með nýja starfið og íbúðina!! Get ekki sagt að þetta komi beint á óvart.....Ánægjulegt líka að hafa svona eðal fína ástæðu til að kíkja austur aftur, hvenær eru flutningar áætlaðir?? Kær kveðja, Kolla

Kolbrún Ólafsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:40

7 identicon

Til hamingju með þetta, nú ætla ég að fara og setja komment á bloggið hennar Heiðdísar.

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:44

8 identicon

Ég fagna því að þú skulir hafa ákveðið að flytja austur - amk í sumar og treysti því að þú dustir rykið af sparkskónum og mætir á Þristaræfingar. Mig langar að spyrja hversu mikill nágranni minn þú verðir?

Sérstaklega fagna ég (vonandi) greiðari aðgengi Gettu betur liðs ME að þér. Ég bíð eftir að það komi æfingakeppni með gullaldarliði ME gegn ríkjandi liði. 

Á sama tíma lýsi ég yfir eftirsjá af þér úr bænum yfir vetrartímann.

Zunderman (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:23

9 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Til hamingju með nýja starfið og gangi þér sem allra best í því.

Bestu kveðjur úr Danaveldi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.