Leita í fréttum mbl.is

Frábær saga

Ég hef ekki orðið svo frægur að sjá myndina en bækurnar hef ég gluggað í og þetta er mögnuð og merkileg frásögn. Eitt besta dæmi sem ég hef séð um það hversu myndasögur geta verið áhrifaríkur miðill.

Það er svo sannarlega sorglegt að í einhverjum ríkjum eigi að banna myndina, en kemur svo sem ekki á óvart. Sagan er alls ekki áróður gegn írönskum stjórnvöldum sem slík heldur meira hreinskilin frásögn manneskju sem upplifði byltinguna sem barn og ber saman ástandið fyrir og eftir. Mann grunar að ótrúlega margir Íranir líti hlutina sömu augum og aðalpersónan, en því miður virðist kúgunin hafa náð tökum á samfélaginu og frjálslyndari raddir fá ekki að heyrast. 

Í sögunni kemur líka fram hversu erfitt það er að búa í Evrópu þegar maður kemur frá öðrum menningarheimi og allt er þetta umfram annað saga aðalpersónunnar og hvernig hún tekst á við breytingarnar í umhverfi sínu.

Persepolis er ein af þessum sögum sem allir ættu að kynna sér, hvort sem er í bókar- eða filmuformi. Það væri margt verra hægt að gera en að sýna hana eða gera að lesefni í skólum í tengslum við samfélags- og félagsfræði.


mbl.is Frönsk teiknimynd bönnuð í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þitt síðast múv

Freyr (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.