Leita í fréttum mbl.is

Ekki var það nú mikið

Ég hélt að það lægju þyngri refsingar við því að ráðast á lögreglumenn. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. liggur allt að 8 ára fangelsi við því. Það er hins vegar ekkert nýtt að refsirammi sé ekki nýttur hérlendis.

Undarlegt samt, því þetta er í raun varla hærri dómur en viðkomandi hefðu fengið ef þau hefðu ráðist á Jón Jónsson úti í bæ, og ég hélt að það væri stefnan að lögreglumenn ættu að njóta aukinnar verndar við störf sín. Það vildi bloggheimur a.m.k. þegar hópur Litháa réðst á hóp lögreglumanna fyrir nokkru síðan.

Þetta er í raun athyglisverðari dómur en sá sem féll í máli Litháanna um daginn. Þar var talið að þeir hefðu ekki vitað fyrr en eftir að árás þeirra hófst að um lögreglumenn væri að ræða. Þess vegna fékk sá þeirra sem var sakfelldur, aðeins dóm fyrir almenna líkamsárás. Hér liggur fyrir að um lögreglumann á vakt var að ræða og árásin á sér stað á lögreglustöðinni!

En ég ætla að taka fram að ég er í sjálfu sér ekki á móti niðurstöðu dómsins um að skilorðsbinda refsinguna með þeim rökum sem dómari tilgreinir, það finnst mér eðlilegt. En ég hefði viljað sjá lengri fangelsisdóm og það kæmi mér ekkert á óvart þótt þessu yrði áfrýjað. Ég vona að sá sem réðst á lögguna við Kirkjusand um daginn sleppi ekki svona létt, nú eða grjótkastarinn frá Rauðavatni. 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög sammála þessu hjá þér, alveg stórfurðulegt hve lítil virðing er borin fyrir þessu starfi. Að mínu mati hefði dómurinn átt að vera þyngri þótt fórnalambið hefði ekki verið lögreglumaður og a.m.k. þrefalt þyngri ef um lögreglumann er að ræða.

Karl Axel Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:27

2 identicon

Já, bölvuð linkind er þetta hjá dómurunum. Það svarar þá ekki kostnaði að vera að handtaka fólk fyrir að ráðast á lögregluna.

Stebbi (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:40

3 identicon

Ekki mynd ég vilja þig sem verjanda.

IP (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:30

4 identicon

Nei þessi dómur er fáranlega mildur miðað við það sem er verði að kæra fyrir.. enda veit lögreglan upp á sig sökina.. Hún réðst þarna á saklaust fólk og kemst upp með það.

en svo að löggan líti ekki illa út, þá er gefinn út asnalegur mildur dómur.

Búum í Lögregluríki og fólk lokar bara augunum

Irma (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Ásta Bjarndís Þorsteinsdóttir

sammála þér þarna Irma. Ég hef kynnt mér staðreyndir málsins og í þessu tilfelli eins og mörgum öðrum fengu aðrir dóm en þeir sem áttu það skilið :)

Hvenær í andskotanum verður eitthvað gert í þessu ? hver þorir?  

Ásta Bjarndís Þorsteinsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:42

6 identicon

Þetta er nú meira And%&%$%& ruglið. Ég þoli ekki hvað þessi fífl fá litla (og jafnvel enga) dóma fyrir að ráðast á lögregluna.

Elín (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband