Leita í fréttum mbl.is

Fimm bestu

Ég hef gaman af topp tíu listum af öllu tagi. Ég er hins vegar latur svo ég nenni ekki að gera topp tíu lista sjálfur en hef ákveðið að dunda mér við að útbúa topp fimm lista yfir hitt og annað svona þegar og ef ég nenni. Í leiðinni langar mig til að opinbera minn eigin nördaskap og skringilegheit.

Fyrsti listinn snýst um Disney teiknimyndir. Ég hef einhverra hluta vegna alltaf laðast að illmennunum í þessum myndum. Og það er eitthvað við lögin sem þeir syngja sem gerir það að verkum að ég get hlustað á þau aftur og aftur.

5. The little Mermaid - Poor unfortunate souls

Ursula er svakalega svakalega vond norn og lagið er frekar svalt.

4. The Lion King - Be prepared

Jeremy Irons er með rosalegustu illmennarödd sem ég hef heyrt. Lagið er magnað og sjónrænu áhrifin af hersýningunni er svakalega töff.

3. Beauty and the Beast - The Mob song

Það sem er svo skemmtilegt við þetta lag er það hvernig það sýnir hvernig „múgurinn“ hugsar. Móðursýkin eykst og eykst og allt í einu er engin sjálfstæð hugsun.

2. Lion King II - My Lullaby

Ekki frægasta Disney myndin né frægasta illmennið/kvendið. En þetta er skemmtilega brjálæðislegt lag og eiginlega allt of hroðalegt fyrir barnamynd, sem mér þykir mikill kostur. Frasar eins og, "Oh the battle may be bloody, but that kinda works for me!" og svo lokasetningin "And then our flag will fly, against a blood red sky. That´s my lullaby." Scary stuff!

1. The Hunchback of Notre Dame - Hellfire

Rosalega vanmetin mynd og þessi sena er of fullorðins til að allir krakkar fatti hana. En hún er mannleg og flott og lagið er æðislegt. Það eru mikið fleiri flott lög í myndinni en þetta er uppáhalds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

þú hefur ekki einu sinni séð litlu hafmeyjuna slúbbertinn þinn....þú ert svo hræddur við hana....

Heiðdís Ragnarsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband