Leita í fréttum mbl.is

Pólitík er grimm

Ég kynntist Bjarna Harðarsyni í starfi Framsóknarflokksins og hafa þau kynni verið góð. Ég hef verið sammála sumu í hans málflutningi en öðru ekki, eins og gengur, og raunar hef ég alls ekki getað verið sammála honum um margt í seinni tíð, annað en það að margt hefði farið á betri veg ef Framsóknarmenn hefðu verið áfram við stjórnvölinn.

Það sem Bjarni varð uppvís að núna síðast er ekki ásættanlegt. Það er erfitt að hugsa til þess að einhverjum sem hefur lagt allt sitt í starf sitt fyrir kjósendur sé varla annar kostur fær en að segja af sér.

Það er við þessi tækifæri sem í ljós kemur að pólitík er sannarlega ekki eins og hver annar starfsvettvangur. Hver sem heldur að stjórnmálamenn séu mjög öfundsverðir að launum sínum og fríðindum ættu að hugleiða hvað fylgir starfinu. Hver getur haft sína skoðun á þessu. Þetta er mín skoðun.

En mér þykir hins vegar beinlínis sorglegt að fylgjast með viðbrögðum Samfylkingarmanna. Þórðargleðin er hömlulaus. Litlu sálirnar eins og þessi ráðherra eru svo fegnir að hafa eitthvað til að dreifa athyglinni frá eigin aðgerðaleysi að þeir eru eins og smástrákar. Saka svo aðra um lágkúrur. Heyr á endemi!

Það er athyglisvert að þessi, áður landsins afkastamesti næturbloggari, hefur ekkert látið í sér heyra í tvær vikur áður en innanflokksmál í Framsóknarflokknum verða honum að yrkisefni. Er ekkert brýnna sem hann vill koma á framfæri við kjósendur sína?

Til dæmis mætti hann útskýra hvernig stendur á sorglegu aðgerðarleysi hans og hálfdrættingsins frá Skarði í málefnum bankanna og atvinnulífsins. Nei nei, það er brýnna að fabúlera um málefni annarra stjórnmálaflokka.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Mikið er ég sammála þér!

maddaman, 11.11.2008 kl. 01:41

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Bestu menn geta hrasað. Davíð konungur í Biblíusögunum var drengur góður, svo hrasaði hann með konu og reyndi að leyna því að hann ætti barn með henni.

Spurningin er hvað menn gera eftir hrösun ... Davíð lét sér segjast, reyndar eftir áeggjan vinar síns.

Ég verð bara að vona að Bjarni geri það líka.

Það er við þessi tækifæri sem í ljós kemur að pólitík er sannarlega ekki eins og hver annar starfsvettvangur. Hver sem heldur að stjórnmálamenn séu mjög öfundsverðir að launum sínum og fríðindum ættu að hugleiða hvað fylgir starfinu. (Stefán Bogi)

Góður punktur. Það er þreytandi hve pólitík snýst oft um leiðindi og að ata keppinauta auri. Sem bólusetur flest venjulegt fólk fyrir að fylgjast náið með stjórnmálum.

Í raun er enginn fullkominn, enginn þolir of mikið kastljós á viðkvæma staði. Mér verður hugsað til Bill Clinton. Þrátt fyrir aurinn sem hann var ataður, og þrátt fyrir að eiga það inni, þá tók almenningur afstöðu með honum. Hann var góður forseti og fólk var búið að fá nóg af leðjuslagnum.

Einar Sigurbergur Arason, 11.11.2008 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband