Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur Gylfason...

...er að mínu mati rosalega ofmetinn.

Ég held það kæmi fljótt í ljós ef eitthvað af klappliðinu fengi ósk sína uppfyllta og hann fengi að ráða einhverju.

Ég ætla ekki að ybba gogg yfir hagfræði Þorvaldar enda er hann hagfræðingur en ekki ég.

Ég er hins vegar lögfræðingur og ég hef lesið tvær greinar þar sem Þorvaldur tjáir sig af yfirgripsmikilli vanþekkingu um lögfræði.

Menn sem halda að þeir hafi rosalega mikið vit á öllu eru hættulegir. Þeir hlusta ekki á ráðleggingar. Þorvaldur er held ég einn af þeim.


mbl.is Húsfyllir í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er allavega ekki þverfóta fyrir lögfræðingum sem halda að þeir hafi rosalega mikið vit á öllu, sérstaklega hagfræði.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:56

2 identicon

Þorvaldur talaði á mannamáli - var skýr og skorinortur. Sannleikurinn er aldrey flókinn. 

Kveðja HJ

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

 Þorvaldur Gylfason er feykilega góður og fær á sínu sviði og fáir standa honum þar á sporði. Hann er réttlátur lýðræðissinni og það gerir hann kannski vanhæfann að sumra mati.

Hann talar heldur ekki kringum hlutina en segir þá skýrt og á mannamáli. Við hinir almennu borgarar með þokkalega meðalgreind vitum nákvæmlega hvað hann er að tala um. Hann notar ekki smörklípur til að villa sýn og gera mál óskýr á þokukenndann hátt.

Það er örugglega óþægilegt að heyra hann segja sannleikann á greinilegu og vægðarlausu máli. Sannleikurinn er oft strembinn og þegar hann er afhjúpaður í heyranda hljóði fyrir alþjóð, þá fer hrollur um þá sem ábyrgð bera.

En stundum verður bara að segja sannleikann þó það sé vont fyrir einhvern. Fólkið vill gagnsæi og gagnsæi er annað orð yfir sannleika.

Hann talaði um gjafakvótann, um helmingaskiptin, um andvaraleysið, um peningastjórnun, um vantraust og fleiri hluti sem geta verið óþægilegir.

Hversvegna má ekki tala um þessa hluti, ég bara spyr.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Ingibjörg SoS

Að mínu mati ættirðu, Stefán Bogi, að koma ekki svo augljóslega upp um vanmáttarkennd þína gagnvart Þorvaldi Gylfasyni. Sættu þig einfaldlega við þá staðreynd, að það eru fáir sem geta fetað í fótspor Þorvaldar, - þú þar með talinn.

Ingibjörg SoS, 25.11.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég hef ekki alltaf verið hrifinn af Þorvaldi, en hann stóð sig vel í ræðunni í gærkvöld. Góðir punktar hjá honum þó sums staðar gæti ákveðinna alhæfinga. Hann er góður gagnrýnandi, en ég er ekki viss um að hann myndi stjórna betur. Alhæfingaráráttan vekur hjá mér vissar grunsemdir. Svo er eitt að vera góður gagnrýnandi og annað að vera góður í hinu hlutverkinu.

Ég er sammála þeim punkti þínum Stefán Bogi að sumir fræðimenn séu ofmetnir. Margir eru kallaðir til að láta ljós sitt skína þessa dagana, sumir gera sig svo breiða og tala eins og þeir viti allt betur en allir aðrir. Það verður hvimleitt. Svo er einn og einn sem talar eins og rödd skynseminnar. Ég tók eftir Ragnari Önundarsyni, mig minnir í Silfri Egils. Hann kom vel fyrir. Að vísu heyrði ég ekki byrjunina.

Einar Sigurbergur Arason, 25.11.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.