Leita í fréttum mbl.is

Ferill málsins

Eins og ég hef skilið fréttir er þetta svona: 

- Fyrir einhverju síðan brýtur einstaklingur A af sér tvisvar.

- Hann fær tvo sektardóma.

- Hann vill ekki, eða getur ekki borgað sektirnar.

- Hann er boðaður til afplánunar vararefsingar. Þegar hann hefur lokið afplánun annarrar sektarinnar er honum sleppt aftur. Hann afplánar ekki vararefsingu sektar tvö.

- Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar lýsir eftir honum í kerfi lögreglunnar til afplánunar seinni vararefsingarinnar. Hann fær ekki boðun um þetta þrátt fyrir skyldu þar um. Innheimtumiðstöðin hefur viðurkennt að hafa þarna gert mistök.

- Lögregla hefur afskipti af einstaklingi A vegna annars máls. Í ljós kemur að búið er að lýsa eftir honum til afplánunar. Lögregla handtekur hann.

- Boðað er til mótmæla vegna handtökunnar.

- Mótmæli fara úr böndunum. Einhverjir reyna að brjótast með ofbeldi inn á lögreglustöðina. Lögregla verst.

- Sektin er borguð. Einstaklingi A er sleppt.

Ragnar Aðalsteinsson hefur sagt að boða hafi átt til afplánunar með þriggja vikna fyrirvara. Innheimtumiðstöðin segir að þessi regla eigi ekki við um vararefsingar. Mér sýnist það rétt hjá innheimtumiðstöðinni að þriggja vikna reglan gildir ekki. En eigi að síður átti að tilkynna um þetta með einhverjum fyrirvara. Þarna eru gerð mistök á skrifstofunni.

Það er hins vegar alveg skiljanlegt að lögreglan fari eftir því þegar búið er að lýsa eftir manninum í kerfi lögreglunnar. Þeir geta ekki vitað að þessi bréfasending hafi misfarist. Svo hann er handtekin þegar hann kemur inn á radar lögreglu.

Lögreglan brást að mínu viti rétt við aðstæðum. Alltaf má deila um hvort of miklu valdi hafi verið beitt við einhverjar aðstæður. Persónulega fannst mér varnir lögreglunnar á Hverfisgötunni ekki óeðlilegar í ljósi þess að hópur fólks hafði þegar brotist inn um einar dyr. Lögreglan þurfti að verja sig og breytti vægasta úrræði sem völ var á. Aðallega má spyrja sig hvort rétt hafi verið að vara innrásarliðið betur við en gert var. En eins og ég segi þá fannst mér þetta réttlætanlegt miðað við aðstæður. Menn geta skoðað fréttamyndirnar á vefnum og metið það sjálfir.

Já og úr því að ég minntist á málflutning Ragnars að þá hefur hann sagt óeðlilegt að hægt sé að boða til afplánunar eftir hentugleik lögreglu og skipta dómum upp. Það er út af fyrir sig rétt, en innheimtumiðstöðin hefur sagt frá því að um tvo aðskilda sektardóma sé að ræða. Það finnst mér skipta miklu máli í þessu sambandi.


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju nefnir Innheimtumiðstöðinni í tilkynningu sinni ekki á að henni er skv. 71 grein laga um fullnustu refsingar skylt að tilkynna um fullnægingu refsivistar.

Hvers vegna geta yfirvöld skyndilega ákveðið að fleygja einhverjum útúr fangelsi. Væntanlega hefur hann verið búinn að ganga frá sínum málum fyrir fangelsisvistina og þarf þá aftur að gera það seinna. Það er líka ljóst að þetta var aldrei sett upp eins og hann væri búinn að sitja af sér annan dóminn. Ég fann bara annan dóminn og í honum er talað um átta daga þannig að hinn er væntanlega lengri þannig að hann var augljóslega hvorugan búinn með.

Haukur var ekkert að gera af sér í Alþingishúsinu og ekkert benti til þess að hann ætlaði að gera nokkuð þar. Því að kalla til lögreglu?

Síðan er hið augljós: Getur það verið tilviljun að hann flaggar 8. nóvember og þann 11. nóv. er ákveðið að hann þurfi að fara í fangelsi. Er ekki augljóst að einhver togaði í spotta?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:15

2 identicon

Bryndís, lögreglan átti í minnsta lagi að vara fólk við eins og henni ber samkvæmt lögum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband