Leita í fréttum mbl.is

Nei andskotinn nei!

Veist er að manni í miðborginni um hábjartan dag.

Múgurinn klappar!

Ef þetta er orðið ásættanlegt á Íslandi í dag þá segi ég mig úr samfélaginu.

Það á enginn, ég endurtek ENGINN, það skilið að vera laminn á förnum vegi í miðbænum.

Hættið þessari villimennsku.


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Halló var einhver laminn? Þetta voru bara mómæli eins og hafa verið í miðbænum undanfarið ef þú hefur verið erlendis og ekki fylgst með þá eru Íslendingar að mótmæla bankahruninu. Nú fyrst er farið að mótmæla gegn alvöru sökudólgunum.  Ef þessi menn byggju erlendis og hefðu valdið  sínu landi svona svikum þá væru þeir í járnum í fangelsi en því er nú ekki að fagna á Íslandi því fólk eins og þú virðist elska spillingu eins og þú ert nú að kóa með einum af þessum glæpamönnum sem settu Ísland í þrot

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:36

2 identicon

STEFÁN BOGI SVEINSSON! Að þú skulir láta annað eins út úr þér. Ég var viss um að hér væri eitthvað verulega alvarlegt á ferð fyrst fyrirsögnin er svona dramatísk.

Um það hvort ég styð árásir á sr. Jón Ásgeir þá verð ég að segja að við megum aldrei fara út í að dæma menn á götunni. Hins vegar skil ég múginn mæta vel. Jón er einn af þeim sem eyðilögðu Ísland - skemmdu leikinn - og svindluðu í þokkabót.

Stingum honum frekar í jailið.

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

LESA FYRST - BLOGGA SVO!

Sævar Finnbogason, 18.12.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Hin almenni borgari

Ég hlusta ekki á svona "saklausir uns sekt er sönnuð" kjaftæði. Ef einhver nauðgar þér þá veistu það og þú veist að hann er sekur þó ekki sé búið að dæma hann. Jón Ásgeir og hin auðmannafíflin nauðguðu okkur öllum. Við sáum það og við vitum það. HANN ER SEKUR!

Hin almenni borgari, 18.12.2008 kl. 01:49

5 identicon

Þessi maður veittist að mér og minni fjölskyldu bæði andlega, félagslega og fjárhagslega. Hann tók þátt í því að rústa fyrirtæki sem ég og maðurinn minn lögðum allt okkar í og var í góðu standi. Krónuna notaði hann til að leika sér í gjaldeyrisleik. Bara sí svona þá rústaði hann eign okkar. Við erum atvinnulaus, að missa húsnæðið, bíllaus með börn. Ríkisvaldið sem er meðsekt neitar augljóslega að gera neitt í málunum því það er að hjálpa sekum að fela slóðina. Segðu mér, hvað finnst þér "réttlát" viðbrögð? FÁVITI. Segðu þig úr samfélaginu. Sama er mér.

lind (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Hafþór Þórarinsson

Hann var nú víst ekki laminn greyið....en ég er samt sammála þér...þetta er bara kjánalegt.

Hafþór Þórarinsson, 18.12.2008 kl. 11:26

7 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Við þurfum að finna milliveginn milli mótmæla og villimennsku. Þegar mönnum er heitt í hamsi þá getur millivegurinn verið hárfínn. Og þó ég noti orðið "millivegur" þá skal það tekið fram að ég vil mótmæli, en ekki villimennsku. Kannski frekar milliveg milli aðgerðaleysis og villimennsku. Mótmæli sem eru beitt, en virða samt mannréttindi.

Einar Sigurbergur Arason, 18.12.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband