Leita í fréttum mbl.is

Mikið er ég ánægður með þetta

Ég hef lengi verið á móti þessari skyldu sem hvílt hefur á karlmönnum á þingi um að þeir verði að vera með hálstau í ræðustól Alþingis. Ég legg þetta hreinlega að jöfnu við það að konum yrði gert skylt að vera í pilsi, þetta er svo kjánalegt.

Auðvitað eiga þingmenn að sína virðingu fyrir umhverfi sínu og vera snyrtilegir til fara. En það er ekki hægt að setja neinar fastmótaðar reglur um það. Þarna verðum við að treysta smekkvísi þingmanna. Ekki það að ef ég yrði einhvern tíma þingmaður þá gengi ég líklega oftast með bindi, en það á ekki að vera skylda.

Þesi regla hefur leitt af sér undarleg atvik. Mig minnir að ég hafi heyrt að Einari Oddi Kristjánssyni heitnum hafi verið meinað að taka til máls þar sem hann var í rúllukragabol innan undir jakkanum en ekki með hálstau. Á yngri árum var Halldór Ásgrímsson víst snupraður vegna klæðaburðar og meinað að taka til máls, en hann var í leðurjakka, en þó með bindi. Þetta verður sérstaklega hjákátlegt þegar horft er á þær konur sem sitja á þingi. Þeim er treyst fyrir smekkvísinni og engar formúlur gefnar um þeirra klæðaburð. Einhver umræða varð um leðurbuxur Kolbrúnar Halldórsdóttur hér einu sinni en þær kostuðu hana þó ekki réttinn til að taka til máls.

Ég er hins vegar ósammála Þór Saari um ávörpin. Ég held að það sé mikilvægt að viðhalda einhverju stöðluðu ávarpi þegar rætt er um kollegana. Það virkar að mínu viti sem nokkurs konar neyðarhemill í mestu hitamálum þar sem auðvelt er að verða dónalegri en maður ætlar sér. En ég skal játa að ég skil ekki af hverju ráðherrar eru settir skör hærra en þingmenn. Kannski má aðeins straumlínulaga þetta með því að taka upp ávarpið "virðulegur" í stað "háttvirtur" og "hæstvirtur" 


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Það var skemmtilegt hvernig þessi frétt var borin fram að "bindisskylda" væri afnumin. Rokk og ról á Alþingi.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.