13.5.2009 | 13:29
Mikið er ég ánægður með þetta
Ég hef lengi verið á móti þessari skyldu sem hvílt hefur á karlmönnum á þingi um að þeir verði að vera með hálstau í ræðustól Alþingis. Ég legg þetta hreinlega að jöfnu við það að konum yrði gert skylt að vera í pilsi, þetta er svo kjánalegt.
Auðvitað eiga þingmenn að sína virðingu fyrir umhverfi sínu og vera snyrtilegir til fara. En það er ekki hægt að setja neinar fastmótaðar reglur um það. Þarna verðum við að treysta smekkvísi þingmanna. Ekki það að ef ég yrði einhvern tíma þingmaður þá gengi ég líklega oftast með bindi, en það á ekki að vera skylda.
Þesi regla hefur leitt af sér undarleg atvik. Mig minnir að ég hafi heyrt að Einari Oddi Kristjánssyni heitnum hafi verið meinað að taka til máls þar sem hann var í rúllukragabol innan undir jakkanum en ekki með hálstau. Á yngri árum var Halldór Ásgrímsson víst snupraður vegna klæðaburðar og meinað að taka til máls, en hann var í leðurjakka, en þó með bindi. Þetta verður sérstaklega hjákátlegt þegar horft er á þær konur sem sitja á þingi. Þeim er treyst fyrir smekkvísinni og engar formúlur gefnar um þeirra klæðaburð. Einhver umræða varð um leðurbuxur Kolbrúnar Halldórsdóttur hér einu sinni en þær kostuðu hana þó ekki réttinn til að taka til máls.
Ég er hins vegar ósammála Þór Saari um ávörpin. Ég held að það sé mikilvægt að viðhalda einhverju stöðluðu ávarpi þegar rætt er um kollegana. Það virkar að mínu viti sem nokkurs konar neyðarhemill í mestu hitamálum þar sem auðvelt er að verða dónalegri en maður ætlar sér. En ég skal játa að ég skil ekki af hverju ráðherrar eru settir skör hærra en þingmenn. Kannski má aðeins straumlínulaga þetta með því að taka upp ávarpið "virðulegur" í stað "háttvirtur" og "hæstvirtur"
![]() |
Þingmenn læra góða siði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
-
heiddis
-
maddaman
-
birkir
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
toreybirna
-
agnarbragi
-
agnesasta
-
lubbiklettaskald
-
bokakaffid
-
davidorn
-
einarbb
-
einarfreyr
-
einarsmaeli
-
hjolagarpur
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
brekkukotsannall
-
neytendatalsmadur
- gladius
-
vefmundur
-
hugs
-
gudrunthora
-
gvald
-
hallurmagg
-
hannibalskvida
-
hl
-
hreinsamviska
-
isk
-
johannast
-
jonfinnbogason
-
skjalfandi
-
kristbjorg
-
solmundur
-
meinhornid
-
oddgeire
-
olafurjonsson
-
ruber
-
rosaadalsteinsdottir
-
trumal
-
salvor
-
suf
-
sjos
-
sigurdurarna
-
nr123minskodun
-
kaupfelag
-
stefanjonsson
-
vefritid
-
thjodarblomid
-
tharason
-
thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Innlent
- Kominn tími á að setja punkt í þingið
- Heimferðin gekk vonum framar
- Umsóknum Sýrlendinga frestað
- Sagan á eftir að dæma þetta fólk
- Árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald
- Þinglok staðfest
- Á að beita kjarnorkuákvæðinu aftur?
- Þingfundi slitið
- Leggur til að Katrín verði forsætisráðherra
- Segir viðbrögð sveitarfélaga koma á óvart
Erlent
- Sænskir ásatrúarmenn blóta sumar
- Faldi sig í ferðatösku samfanga og strauk
- Fyrsta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins í 18 ár
- Tveggja saknað í kjölfar úrhellisrigningar
- Baðst afsökunar á ummælum Grok
- Umkringdu og handtóku Palestínu-aðgerðarsinna
- Sex létust í loftárásum Rússa
- Hélt lífi með að drekka úr drullupollum í eyðimörkinni
- Keyrir öryggisbúnaðurinn um þverbak?
- 800 drepnir í leit að hjálpargögnum
Viðskipti
- Tryggingar gera drauma mögulega
- Ísland er góður prófunarmarkaður
- Skattskylt frí í sumarbústað?
- Gæðin skila auknum tekjum
- Kaffifyrirtækið Sjöstrand í sókn
- Spá hjöðnun ársverðbólgunnar
- Fréttaskýring: Bjórinn, hundarnir og grimmdin
- Eimskip selur Lagarfoss
- Tvöfölduðu veltuna á fyrsta ári
- Veldi Skúla í Subway vex
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Það var skemmtilegt hvernig þessi frétt var borin fram að "bindisskylda" væri afnumin. Rokk og ról á Alþingi.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.