26.8.2009 | 13:40
Nei hættið nú þessu væli
Êg var pirraður þegar ég horfði á leikinn. Fannst dómarinn (dómarínan?) dæma ójafnt og vítin smásmuguleg. Ég er líka Íslendingur og spenustigið hátt. Ég hélt sem sagt með öðru liðinu og því átti ég errfitt með að vera hlutlaus þegar kom að því að meta frammistöðu dómarans á meðan á leiknum stóð.
Ég jafnaði mig nú mjög þegar hún dæmdi líka víti á Frakkana og þegar ég var búinn að kæla mig niður þá er niðurstaðan sú að dómarinn var ekki lélegur. Það getur verið að sú lína sem hún lagði hafi hentað Frökkunum betur og hún hefði mátt taka harðar á bakhrindingum úti á velli, en dómarinn var ekki lélegur.
Þessu er fyrst og fremst beint til fjölmiðla. Ofuráhersla á dómarann kemur bara niður á vitrænni umræðu um leikinn og frammistöðu íslenska liðsins, sem var ekki alveg nógu góð. Við skulum ekki kenna dómaranum um það og ekki heldur velta okkur upp úr mistökunum heldur vonast eftir bættum leik á móti Norðmönnum (Norðkonum?) Hættið að væla!
EM: Þær bestu eru ekki hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér Stefán Bogi - nú er nóg komið og þegar Klara er komin út úr skápnum og farin að kvarta líka þá líst mér ekki á þetta, einbeitum okkur að því sem okkur er ætlað og það er að spila fótbolta
Gísli Foster Hjartarson, 26.8.2009 kl. 14:52
Fannst nú dómarinn ekki samkvæmur sjálfri sér, hvorugu liðinu til góða. Það má deila um báða vítaspyrnudómana gegn Íslandi en Frakkarnir voru bara betri(þennan daginn).
Guðni Þór Björnsson, 26.8.2009 kl. 14:54
Klara veit um hvað hún er að tala og þetta á við um umgjörð mótsins, ekki bara leikinn. Bestu stelpur Evrópu eiga skilið bestu dómara Evrópu.
Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:00
Fyrra víti Frakkanna var snemmbúin (eða síðbúin) jólagjöf frá dómaranum til þeirra. Seinna vítið var klárlega víti og ekkert meira um það að segja.
En hvernig væri að hætta að tala um þetta andskotans ,,spennustig"?? Þetta orðskrípi fer svo í taugarnar á mér. Það er ekkert til sem heitir spennustig. Spennan er mikil - er nokkuð erfiðara að segja eða skrifa það??
Gudmundur (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.