Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ótrúleg andskotans vitleysa!

Er það ekki dálítið dæmigert að þingmenn ætli að nota sveitarstjórnarstigið til að prufukeyra illa unnið kerfi persónukjörs sem svarar engan veginn kalli þeirra sem í raun og veru vilja auka val kjósenda í kjörklefanum.

Hugmyndin sem frumvarpið byggir á er vitlaus til að byrja með og svo þegar við bætist að það á að henda þessu á með svona stuttum fyrirvara þá er þetta engan veginn boðlegt.

Menn eru þegar farnir að undirbúa sveitarstjórnarkosningar og það er fáránlegt að breyta reglum svo skömmu fyrir þær. Ef Jóhanna er svona áfjáð í að koma á persónukjöri ætti hún að einhenda sér í það núna að breyta lögum um kosningar til Alþingis svo næst megi kjósa með alvöru persónukjöri, ekki kerfi þar sem prófkjörsátök eru færð alveg aftur að kjördegi.

Með því að segja þetta forgangsmál opinberar Jóhanna bæði mjög skakka sýn á mikilvægustu verkefni samtímans og sýnir á sama tíma sveitarstjórnarstiginu einstaka óvirðingu.


mbl.is Persónukjör forgangsmál á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Stefán Bogi ég er nú ekki sammála þér að hugmyndin sé vitlaus þ.e. hvernig kosningin fer fram og hvernig talning er framkvæmd.  Ég tel að ef ekki næst samstaða um þessar breytingar ættu flokkarnir að breyta sínum reglum um prófkjör þannig að þessi aðferð verði viðhöfð í prófkjörum.  En það tryggir réttlátari niðurstöðu og endurspeglar á betri hátt vilja kjósenda en það kerfi sem eru viðhöfð í prófkjörum í dag.

G. Valdimar Valdemarsson, 30.9.2009 kl. 11:55

2 identicon

Er þetta rétti tíminn til þess að ræða þetta mál?

Eru ekki brýnni mál á borði "stjórnarinnar" og þingsins ?

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.