Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Fundur ársins?

Hvað getur maður sagt?

Ástæður þess að Hálfdrættingurinn ætti að segja af sér eru orðnar svo margar að mér endast ekki fingurnir til að telja þær allar.

Það er eiginlega sorglegast að það væri best fyrir hann sjálfan pólitískt. Hefði a.m.k. verið það ef hann hefði fattað að gera það nógu snemma.

Nú hangir hann bara í stólnum. Eina skynsamlega ástæðan sem ég sé er að í ljósi hækkunar gjaldeyrislána á húsinu hans, þá megi hann ekki við að lækka í launum.

Viðbót 13:08:

Þessi fréttaskýring segir svo meira en mörg orð.

Viðbót 13:18

Af hverju er ekki hægt að setja tengil á einstakar fréttir á Vísi? Ég reyni núna að vista þessa skemmtilegu fréttaskýringu sem skjal og hengja það við færsluna. Sjáum til.


mbl.is Veita enn ekki viðunandi svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Körfubolti

Ég hef gaman af körfubolta og þegar mínum mönnum í Hetti gengur ekki of vel (eins og núna í bili) þá skoða ég bara útlenskan körfubolta.

Ég er yfirleitt ekkert mjög hrifinn af sýndarmennsku, en þetta er rosalegasta troðsla sem ég hef séð. Þetta er bara asnalegt...

Svo er ég hrifinn af Tyler Hansborough. Hann spilar í háskólaboltanum og ákvað að klára skólann í stað þess að hætta og reyna fyrir sér í NBA. Illar tungur segja reyndar að það sé vegna þess að hann muni ekki vera jafn afgerandi leikmaður í NBA og hann er í háskóla. Hann sé of lítill til að ráða við stóru kallana þar og ekki nógu snöggur eða góð skytta til að fara að spila gegn minni mönnum.

Hvað sem því líður er þetta skemmtileg troðsla hjá honum. Aðallega vegna þess að fyrir honum er Kenny nokkur George sem er víst um 235 cm á hæð (7-7 til 7-9). Hann varð hins vegar fyrir þvi á þessu ári að fá slæma sýkingu og þurfti að taka af honum annan fótinn. Sorglegt. hefði verið gaman að sjá hvað hægt hefði verið að gera úr honum á körfuboltavellinum. Hér er smá umfjöllun um strákgreyið, áður en hann lenti í þessum hremmingum.


Síðasta hálmstráið

Opinber embættismaður hefur viðurkennt að vera að stunda pólitík í sínu embætti.

Ég eggja Geir Hilmar Haarde nú lögeggjan að láta manninn fara. Annars megi hann sitja undir því alla ævi að hafa verið of hræddur við endurkomu Davíðs til að gera það sem rétt og augljóst er.

Megi skömm hans uppi um aldir alda ef ekki verður eitthvað gert.


mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp fimm plús fimm

Þá er komið að næsta topp fimm lista hjá mér. Yfirlýstur tilgangur þessara lista er að sýna fram á hversu undarlegur ég er. Ég held að þessi listi verði engin vonbrigði.

Listi dagsins er sem sagt Topp fimm guðdómlegar finnskar rokkhljómsveitir plús fimm...

Já topp fimm var ekki nóg til að draga fram í dagsljósið alla gullmola finnskrar rokkmenningar. Svo ég set hér fram topp fimm plús fimm.

5. Teräsbetoni - Missä miehet ratsastaa

Já þeir fóru í Eurovision. Já nafnið þýðir bókstaflega járnbent steinsteypa. Já þetta myndband er með því hallærislegra. En þeir eru samt flottir.

5. Tarot - Ashes to the Stars

Þessir hafa verið á fullu í meira en 20 ár og eru ekkert að slaka á.

5. Sonata Arctica - Don´t say a word

Ekki segja orð, því engin orð lýsa þessu. Þú verður að hlusta.

5. Lordi - Would you love a monsterman

Skrýmslin sem unnu Eurovision eru að reyna að verða heimsfræg. Ég veit ekki hvernig þeim gengur en það var mjög súrt að sjá þá spila hjá Conan O´Brien....

5. Ari Koivunen - Keepers of the night

Strákurinn varð frægur af því að vina finnska Idolið. Finnar eru svo töff, meia að segja Idolið þeirra rokkar.

5. Nightwish - Nemo

Þetta er eiginlega toppurinn. Samt ekki jafn flott hljómsveit eftir að þeir skiptu um söngkonu. En hérna fáið þið á sjá þá gömlu góðu.

4. HIM - Wicked game

Þetta gerist ekki mikið meira emo en þetta. Svartklæddar táningsstúlkur gráta sig í gang á morgnanna við þetta lag.

3. Apocalyptica - Master of Puppets

Hvernig er hægt að rokka svona svakalega með því að spila á fjögur selló? Þeim tekst það samt. Og í seinni tíð hafa þeir heldur ekki einskorðað sig við að gera ábreiður af Metallica lögum eins og þessu. En það er nú eiginlega samt alltaf flottast.

2. Stratovarius - Black diamond

Þeir eru gamlir en magnaðir. Nafnið eitt er líka nógu svalt til að verðskulda sæti á listanum.

1. Northern Kings - We don´t need another Hero

Finnsk ofurhljómsveit (allir meðlimir eru í öðrum þekktum hljómsveitum) spila ábreiðu af lagi með Tinu Turner. Engin orð...

 


Hvað er þetta Baldur?

Ég veit ekki hvort Baldur blaðamaður notar aðra heimild, en ég ítreka fyrra blogg mitt um sinnepið hans Obama.

Hann fékk sér Dijon! Og gerði svo létt grín að taugatrekkta aðstoðarmanninum. Sjá hér.


mbl.is Obama og sinnepið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta með sinnepið

Þetta er þokkaleg fréttaskýring. Ég held að það sé einhver misskilningur í gangi með söguna af Dijon sinnepinu.

Í eintakinu mínu af bókinni Audacity of Hope er söguna að finna á blaðsíðu 49 og 50. Dan Shomon sem var aðstoðarmaður hjá Obama í fylkisþingi Illinois reyndi að koma í veg fyrir að Obama bæði um Dijon sinnep með hamborgaranum sínum á litlum veitingastað í dreifbýlli hluta Illinois. Dan hafði þungar áhyggjur af því að Obama liti út fyrir að vera snobbaður með þessu og reyndi að fá hann til að nota frekar venjulega sinnepið.

Þjónustustúlkan varð örlítið ringluð. Það var nenfilega til Dijon sinnep og þetta var ekkert mál. Sennilega daglegur viðburður að einhver bæði um það. Obama þáði Dijonið með þökkum.

Punkturinn með sögunni er einmitt sá að það er fáranlegt að halda að fólk geri stórmál úr því hvernig sinnep stjórnmálamenn fá sér þegar það á við raunveruleg vandamál að stríða og vill fá svör. Og það er heldur ekki alltaf svo að vel meinandi spunameistarar lesi almenning rétt.

Miðað við söguna í bókinni hætti Obama alls ekki að fá sér Dijon sinnep á hamborgarana sína. Hann vill frekar koma til dyranna eins og hann er klæddur.

Ég hef hins vegar bloggað um það áður að Obama er harður nagli og klókur stjórnmálamaður. Val hans á þrautreyndum jöxlum í embætti sýnir það vel og boðar gott fyrir Bandaríkin. 


mbl.is Obama haukur í sauðargæru?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.