Leita í fréttum mbl.is

Sérfræðingar að sunnan

Það líður að því að við fáum nýja ríkisstjórn og vangavelturnar um ráherrastólana eru í fullum gangi. Ég og vinur minn erum með spádóma og smá veðmál í gangi en við deilum þeim ekki með öðrum (nema auðvitað að við höfum rétt fyrir okkur, þá montum við okkur miskunnarlaust).

það er hins vegar einn þáttur í þessari umræðu allri sem ég virkilega þoli ekki. Það er krafan um sérfræðinga í ráðherrastóla. Friðjón R. Friðjónsson kemur með réttmæta spurningu um það hvort þeir sem hamast hafa mest vegna þess að núverandi fjármálaráðherra er dýralæknir muni einnig vera jafn gagnrýnir á menntun næsta fjármálaráðherra, sem kannski verður jarðfræðingur.

Mér finnst hins vegar hvoru tveggja jafn heimskulegt.

Verkefni ráðherra er að veita ráðuneytum pólitíska forystu. Einhverra hluta vegna hefur orðið pólitík ummyndast í einhvers konar skammaryrði að undanförnu. En pólitík er nauðsynleg lýðræðinu og kerfið sem við búum við er þannig að það er ætlast til þess að pólitísk stefnumál, sem við notum til að gera upp á milli framboða í kosningum, skili sér beint inn í ráðuneytin. Menntun í viðkomandi málaflokki er ekki endilega nauðsynleg eða einu sinni sérstaklega æskileg. Þetta snýst um að framfylgja pólitískri stefnu eða hugsjón. Það geta flugfreyjur gert alveg jafn vel og hagfræðingar að því gefnu að um góða einstaklinga sé að ræða.

Vandinn við Árna Matthíasson Mathiesen er ekki að hann er dýralæknir. Vandinn er sá að hann er hrokafullur og óhæfur asni. Það er alveg óháð menntun hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

hjartanlega sammála þér með Árna, en til þess að reyna að persónugera ekki vandann, varð að skoða ferilskránna. Það verður ekki bæði slept og haldið væni minn.

Annars er ég einn af þeim sem að telur að ráðherrar eigi að hafa lágmarksþekkingu á því sem þeir eru að gera. Við, Íslendingar, eigum ekki að sætta okkur við annað. Hvort þeir heita BGS, ÁM eða SJS.

Höskuldur Sæmundsson, 27.1.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Ég er hjartanlega sammála þér Stefán með Árna M.

Kveðja,

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 27.1.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Uss, uss, þú gætir lent í því að þurfa að vinna með þeim, ekki blæs nú byrlega á vinstri vængnum þessa dagana....

Sigríður Jósefsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband