Leita í fréttum mbl.is

Ég veit hvað ég heyrði!

Ég heyrði Steingrím Jóhann Sigfússon segja að ef ríkið kæmi inn í Flugleiðir þá opnist möguleikar á pólitískri ákvarðanatöku um "þjóðfélagslega hagkvæma áfangastaði". Allt sneri þetta að spurningunni hvort ekki væri hægt að koma á millilandaflugi um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.

Áður en ég kom þá var hann búinn að tala um rekstrarerfiðleika Flugleiða, það hef ég eftir öðrum fundarmönnum.

Ég vek athygli á því að Steingrímur svarar ekki sjálfur fyrir orð sín. Andlitslaus yfirlýsing ráðuneytisins er látin duga. Ég veit ekki til þess að neinn fulltrúi úr fjármálaráðuneytinu hafi verið á þessum fundi annar en ráðherrann sjálfur. Þar voru hins vegar einhverjir tugir manna, frambjóðendur og fulltrúar atvinnulífsins á Fljótsdalshéraði.

Af hverju er Steingrímur ekki spurður persónulega? Ef hann ætlar að þræta fyrir orð sín verður hann að sannfæra okkur öll um að við höfum heyrt ofheyrnir!


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist hvað þú heyrðir, en heyrðir hann samt ekki segja þetta. Heyrðir bara einhverja aðra segja að hann hefði sagt þetta!

Andri Valur (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég heyrði Steingrím Jóhann Sigfússon segja að ef ríkið kæmi inn í Flugleiðir þá opnist möguleikar á pólitískri ákvarðanatöku um "þjóðfélagslega hagkvæma áfangastaði".

Kannski að lesa aðeins betur Andri Valur;)

Margrét Elín Arnarsdóttir, 23.4.2009 kl. 19:35

3 identicon

Úff. Er þetta það sem koma skal með vinstri stjórn? Bara ákveðið fyrir okkur hvert við förum í frí? Eða hvort við förum almennt úr landi?

Og hvað er maðurinn að röfla þetta um eitthvert fyrirtæki? Ætlar hann kannski líka að þjóðnýta Melabúðina?

Soffía (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:02

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er nú eins og ég hef sagt áður að sumir eru ekki í fjölmiðlum nema þeir vilji það sjálfir. Rannsóknarblaðamennska og gagnrýnin blaðamennska er eitthvað sem skortir á Íslandi í dag og hefur skortu um langa hríð.

Guðmundur St Ragnarsson, 23.4.2009 kl. 21:07

5 identicon

Þvílíkt ábyrgðarleysi af ráðherra að tala svona.  Ég verð að segja að ég trúi þeim sem voru vitni að orðum hans og segja hann hafa sagt þetta, þrátt fyrir að hann neiti því nú. 

Og þessi yfirlýsing um "þjóðfélagslega hagkvæma" áfangastaði..Guð minn góður.  Ég vissi að VG vilja færa allt aftur um áratugi en þetta keyrir um þverbak.  Nú er ég virkilega orðin ennþá svartsýnari en áður um framtíð þessa lands ef niðurstaða kosninga verður eins og kannanir sýna. 

Whatsername (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:30

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sumir heyra raddir án þess að talað sé. Það er víst einkenni um sjúkdóm.

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Tjörvi Hrafnkelsson

Ég var líka á þessum fundi Stefán.
Ég veit líka hvað ég heyrði og þó ég sé ekki stuðningsmaður Steingríms J. þá verð ég að koma honum til varnar í þessu máli.

Ummælin um rekstrarhalla Flugleiða komu í framhaldi af spurningu sem ég bar upp.
Ég spurði hvernig ætti að bera sig að við að ná út vel reknum dótturfélögum, frá móðurfélögum sem farin eru á hausinn eða kominn í ríkiseigu. Dæmið sem ég tók var Teymi sem móðurfélag og HugurAx sem dótturfélag, en ég er starfsmaður HugarAx.

Inn í þetta spanst umræðan um hugmynd VG um eitt eignarhaldsfélag yfir þjóðahagslega mikilvægum fyrirtækjum og þá tók hann í raun Flugfélagið sem dæmi um slíkt félag sem væri mjög skuldsett og gæti lent í slíkri stöðu. Flugsamgöngur innanlands væru þess eðlis að þær mætti ekki stoppa. Mér fannst hann útskýra þetta ágætlega með þessu dæmi. Ég tel mig hafa hlustað vel á hann þar sem hann var að svara mér. Hann var líka að svara spurningum um flugvöllin og spann þetta saman, mér fannst hann gera það ágætlega og á raunsæjan hátt.

Persónulega viðurkenni ég að ég er smeykur við VG þar sem ég veit að þeir eiga innan sinna vébanda harða kommonista. Og gengdarlaus ríkisvæðing er mér ekki að skapi.
En ef á að nota þennan fund og þessi ummæli til að til að koma höggi á Steingrím þá finnst mér það óheiðarlegt og ómaklegt.
Þetta var í versta falli óheppilegt dæmi sem Steingrímur tók.

Tjörvi Hrafnkelsson, 24.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.