Leita í fréttum mbl.is

Ungliðaflokkurinn minn

Ég má til að monta mig aðeins. Ég hef reynt að halda því fram að ungliðahreyfingin í Framsóknarflokknum sé áhrifameiri en víðast hvar annars staðar. Oft hefur verið lýst frati á þessa skoðun mín og utanaðkomandi haldið því fram að flokkurinn sé gamlingjaflokkur og brandarinn um síðasta unga framsóknarmanninn hefur verið vinsæll. Því er gaman að geta tilkynnt eftirfarandi:

-Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins er 34 ára og félagi í félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Hann er yngsti formaður stjórnmálaflokks á Íslandi í dag.

-Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins er þrítugur og félagi í félagi ungra framsóknarmanna á Siglufirði. Hann er yngsti varaformaðurstjórnmálaflokks á Íslandi í dag.

-Eygló Þóra Harðardóttir er aldursforseti forystu flokksins. Hún er 36 ára. Hún er eini forystumaður flokksins sem tlheyrir ekki SUF. Hún fór yfir þann þröskuld um síðustu áramót gamla konan ;o)

-Enginn þingmaður flokksins er yfir fimmtugu. Elst eru Siv Friðleifsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, 47 ára.

-Meðalaldur þingflokksins er 39,2 ár og er hann langyngsti þingflokkurinn, tæplega 10 árum yngri að meðaltali en þeir næstu. Meðalaldur allra annara þingflokka er yfir 48 ár. Þannig eru þeir allir eldri að meðaltali en elsti þingmaður Framsóknarflokksins.

-Allir þingmenn Framsóknar eru með eigin "profile" á facebook. Enginn annar flokkur státar af þessu. Þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eini formaður stjórnmálaflokks sem er með sinn eigin "profile". Þeir láta sér nægja stuðnings- og aðdáendasíður.

Ég held menn þurfi ekkert að velta því lengi fyrir sér í hvaða flokki ungt fólk hefur mest áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Stefán Bogi

Flott að yngja upp. Flott að henda út öllu gamla draslinu og byrja uppá nýtt. Ég vil meina að það hafi haft að segja í kosningunum en þið bættuð við ykkur.

Hvar ertu? Varstu á réttu landshorni í gærmorgunn þegar það var búið að snjóa eða í borg Óttans?

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband