20.11.2008 | 13:49
Margt verra
![]() |
SUF býður Davíð í mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 11:52
Þættinum hefur borist bréf
Reykjavík, 20. Nóvember 2008
Seðlabanki Íslands
b/t Davíð Oddsson
Kalkofnsvegi 1
101 Reykjavík
Kæri Davíð
Þú þekkir okkur sennilega ekki, en okkur finnst við sannarlega þekkja þig. Þú hefur verið fjölskylduvinur hjá okkur flestum síðan fyrir fermingu og við vöndumst því að hlusta á þig tala og hlæja og okkur finnst alltaf jafn heimilislegt þegar þú birtist heima hjá okkur. Um tíma óttuðumst við að það yrði minna um heimsóknir frá þér vegna þess að þú fékkst sjálfum þér nýja vinnu. En viti menn, þú varst samt alltaf til í að kíkja við hjá okkur með eitthvað nýtt og spennandi í pokahorninu, nýja stýrivexti, óreiðumenn eða annað skemmtilegt.
Okkur langar endilega til að bjóða þér í mat. Það kreppir nú að vísu að hjá okkur, en aldrei svo að við getum ekki boðið vinum okkar í mat og átt skemmtilegt spjall. Það er bara svo margt að skrafa.
Við heyrðum þig nefnilega segja svo merkilega hluti á þriðjudaginn. Þú sagðir okkur frá því hvernig þú hefðir nú séð þetta allt saman fyrir og reynt að vara alla við. Hvernig stendur á því að enginn hlustaði á þig? Eða, hvernig stendur þá á því að í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem kom út í maí, er ekki gerð grein fyrir þeirri stórhættu sem þú varst búinn að sjá. Hlustaði kannski enginn í Seðlabankanum á þig heldur? Við könnumst við þetta. Það er heldur ekkert oft hlustað á okkur Framsóknarmenn. En, hvað með vin þinn, Geir? Af hverju trúði hann þér ekki? Þú getur trúað okkur fyrir þessu, við skulum ekkert fara lengra með það. Við kjöftum ekki frá vinum okkar.
Annað sem við getum rætt er þetta með Bretana. Við urðum rosalega spennt þegar þú sagðist vita hvers vegna Bretarnir hefðu notað hryðjuverkalög á okkur Íslendinga. Urðum síðan pínu skúffuð þegar þú vildir ekki segja af hverju. Við þekkjum nefnilega fólk, nánar tiltekið 80.385 karla og konur, sem eru svo reið út af þessum prakkaraskap í Gordon Brown að þau skrifuðu sig á heimasíðu til að segja honum að við séum ekki hryðjuverkamenn. Þau langar örugglega öll að vita af hverju Gordon gerði þetta. Við vitum reyndar að svona merkilegir menn eins og þú vita fullt af hlutum sem venjulegt fólk má ekki vita. En þá var nú soldið ljótt af þér að segja okkur að þú vissir. Varstu kannski að monta þig?
Best fannst okkur samt að heyra að þú ætlar sko ekki að sitja sem bankastjóri ef í ljós kemur að þú hefur ekki staðið þig. Það er gott að vita að þú lætur þér ekki detta í hug að vera áfram bankastjóri ef sú staða kemur upp að enginn vill hafa þig. Það er karakter.
Það er svo margt, margt fleira sem þú sagðir í á þriðjudaginn sem okkur langar til að ræða við þig. Svo endilega láttu okkur vita hvenær þú getur kíkt við. Við verðum með opið hús fyrir þig og aðra áhugasama á Hverfisgötu 33 frá kl. 12 til 14 laugardaginn 22. nóvember nk. Fátt er betra en grjónagrautur og slátur í hádeginu.
Kær kveðja,
Ungir framsóknarmenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 14:43
Ég skil ekki hvað er í gangi í hausnum á þér
Geir telur ekkert hafa komið fram í atburðum undanfarinna vikna sem kalli á pólitískar afsagnir.
Ég get nefnt eitt. Alþingi samþykkti 29. maí 2008 lög nr. 60/2008 sem heimiluðu lántöku upp á 500 milljarða króna til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.
Ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Kjörin voru nefnilega ekki nógu góð. Hver eru þau núna?
Þetta var dæmi nr. 1. Það má vel finna fleiri.
![]() |
Ekkert kallar á afsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 22:15
Pirringur
Eitt það sem fer mest í taugarnar á mér er fólk sem lýsir því yfir að það eitt séu sannir Framsóknarmenn sem hafa einhverja tiltekna skoðun. Hinir hljóti að vera eitthvað plat.
Svolítið eins og þegar bandarískir Repúblikanar tala um "Real America" og svo hina. Það er hroki á hæsta stigi.
Ég er ekkert andskotans plat!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 12:49
Að reyna að skilja hlutina
Mér reynist erfitt að skilja hvernig íslenska fjármálakerfið gat hrunið ein og það gerði. Auðvitað er ekki ein ástæða fyrir því, það hljóta að hafa verið nokkrir samverkandi þættir.
Ég trúði því samt einhvern veginn að kerfið myndi virka, vegna þess að eigendur bankanna hefðu augljóslega hag af því að þeir færu ekki á hausinn. Þannig hafði ég ekki áhyggjur af skuldum bankanna. Ég treysti því einhvern veginn að þessir menn vissu hvað þeir væru að gera.
Áhrifavaldar hrunsins eru því að mínu viti þessir:
1. Stjórnendur bankanna höguðu sér á ábyrgðarlausan hátt og týndu sér í einhverjum fáránlegum ríku kalla leik. Þeir vissu sem sagt ekki hvað þeir voru að gera. (Úbbbs fyrir mig)
2. Stjórnvöld voru of meðvirk. Menn höguðu sér eins og félagar bankanna og fjármagnseigendanna í útrásinni, en ekki eins og virkur aðhalds- og eftirlitsaðili. Reyndar má segja það sama um fjölmiðla og stóran hluta almennings.
Eftir hrunið hafa svo hlutirnir ekkert skánað. Núverandi stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki, hafa svo staðið sig ævintýralega illa í því að leysa úr málinu. Vonandi skánar þetta eitthvað núna.
Af þessu verða menn að draga lærdóm. Þegar bankarnir verða einkavæddir á ný (Því það á að gera) þá má ekki gera sömu mistökin aftur. Fylgja þarf eftir kröfum um dreifðara eignarhald og aðkomu erlendra banka.
En Íslendingar þurfa kannski fyrst og fremst að læra að skuldsetja sig ekki eins svakalega og við höfum verið að gera. Sumir kynnu að segja að það sé óhjákvæmilegt en með ákveðinni hugarfarsbreytingu er hægt að gera hluti sem ég hélt að væru ekki mögulegir, eins og t.d. að spara sér fyrir hlutum. Guðmundur Gunnarsson ritar ágætlega fróðlegan pistil um þetta.
Annars kann ég Svanssyni þakkir fyrir að vísa á þessa grein. Ég skil hlutina aðeins betur eftir að hafa lesið hana.
"This is a man-made disaster and worse still, one made by a small group of Icelanders who set off to conquer the financial world, only to return defeated and humiliated. The country is on the verge of bankruptcy and, even more important for those of Viking stock, its international reputation is in tatters. It hurts."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 16:38
Annar topp fimm
Já, ég ætla að láta alvöruna eiga sig. Og þó! Hvað er alvarlegra en ástin. Topp fimm listinn að þessu sinni er listi yfir fimm ljúfsárustu ástarlög og ljóð sem mér var unnt að finna á Youtube.
Verði ykkur að góðu.
Það er eitthvað alveg ótrúlega magnað við þetta lag. Hera er svo sem að gera flotta hluti ennþá, en mér finnst það ekki jafnast á við þessa snilld.
Þegar ég var 14 eða 15 ára var ég í rosalegri ástarsorg og hlustaði á þetta. Ég var emo og vissi það ekki einu sinni...
3. Olivia Newton-John - Hopelessly devoted to you
Ok þetta er ekkert kúl. En mér finnst þetta samt svolítið fallegt.
2. Meat Loaf - Two out of three ain´t bad
Alveg magnað lag. Ég og Frikki Jensen erum sammála um það. Og þetta er svo mikill sannleikur, hver hefur ekki lent í því að hafa tvennt af þrennu?
1. Willie Nelson - Always on my mind
Þegar Willie syngur þetta þá verður þetta einhvern veginn hundrað sinnum einlægara en þegar Elvis syngur það. Willie er kóngurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2008 | 15:42
Já sæll!
Ég hef bloggað áður um valdhroka Geirs Hilmars, raunar tvisvar fremur en einu sinni, og enn á ný gefur hann tilefni til þess. Þessi meinlitli og dagfarsprúði maður á meiri Dabba til í sér en margan gæti grunað.
Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort einhverjir einstakir ráðherrar eigi að segja af sér eða ekki. En að reyna að segja að það komi engum við nema formönnum stjórnarflokkanna hverjir sitja sem ráðherrar, það er vandræðalegur hroki.
Manninum virðist bara ekki vera við bjargandi.
![]() |
Vegið ómaklega að ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 00:45
Pólitík er grimm
Ég kynntist Bjarna Harðarsyni í starfi Framsóknarflokksins og hafa þau kynni verið góð. Ég hef verið sammála sumu í hans málflutningi en öðru ekki, eins og gengur, og raunar hef ég alls ekki getað verið sammála honum um margt í seinni tíð, annað en það að margt hefði farið á betri veg ef Framsóknarmenn hefðu verið áfram við stjórnvölinn.
Það sem Bjarni varð uppvís að núna síðast er ekki ásættanlegt. Það er erfitt að hugsa til þess að einhverjum sem hefur lagt allt sitt í starf sitt fyrir kjósendur sé varla annar kostur fær en að segja af sér.
Það er við þessi tækifæri sem í ljós kemur að pólitík er sannarlega ekki eins og hver annar starfsvettvangur. Hver sem heldur að stjórnmálamenn séu mjög öfundsverðir að launum sínum og fríðindum ættu að hugleiða hvað fylgir starfinu. Hver getur haft sína skoðun á þessu. Þetta er mín skoðun.
En mér þykir hins vegar beinlínis sorglegt að fylgjast með viðbrögðum Samfylkingarmanna. Þórðargleðin er hömlulaus. Litlu sálirnar eins og þessi ráðherra eru svo fegnir að hafa eitthvað til að dreifa athyglinni frá eigin aðgerðaleysi að þeir eru eins og smástrákar. Saka svo aðra um lágkúrur. Heyr á endemi!
Það er athyglisvert að þessi, áður landsins afkastamesti næturbloggari, hefur ekkert látið í sér heyra í tvær vikur áður en innanflokksmál í Framsóknarflokknum verða honum að yrkisefni. Er ekkert brýnna sem hann vill koma á framfæri við kjósendur sína?
Til dæmis mætti hann útskýra hvernig stendur á sorglegu aðgerðarleysi hans og hálfdrættingsins frá Skarði í málefnum bankanna og atvinnulífsins. Nei nei, það er brýnna að fabúlera um málefni annarra stjórnmálaflokka.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
-
heiddis
-
maddaman
-
birkir
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
toreybirna
-
agnarbragi
-
agnesasta
-
lubbiklettaskald
-
bokakaffid
-
davidorn
-
einarbb
-
einarfreyr
-
einarsmaeli
-
hjolagarpur
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
brekkukotsannall
-
neytendatalsmadur
- gladius
-
vefmundur
-
hugs
-
gudrunthora
-
gvald
-
hallurmagg
-
hannibalskvida
-
hl
-
hreinsamviska
-
isk
-
johannast
-
jonfinnbogason
-
skjalfandi
-
kristbjorg
-
solmundur
-
meinhornid
-
oddgeire
-
olafurjonsson
-
ruber
-
rosaadalsteinsdottir
-
trumal
-
salvor
-
suf
-
sjos
-
sigurdurarna
-
nr123minskodun
-
kaupfelag
-
stefanjonsson
-
vefritid
-
thjodarblomid
-
tharason
-
thorolfursfinnsson