18.2.2009 | 18:01
Orator
Árin í lagadeild voru sannarlega skemmtileg. Svo skemmtileg raunar að ég átti mjög erfitt með að slíta mig frá náminu og dró útskrift von úr viti...;o)
Hér gefur að líta brakand snilld beint úr Lögbergi. VARÚÐ! Laganemahúmor er ekki allra og getur valdið alvarlegum aukaverkunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2009 | 16:03
Ingimundur öðrum fyrirmynd
Ég hef ekki séð það bréf sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi seðlabankastjórum um daginn.
Ég verð hins vegar að segja að mér þykir miður ef það er rétt sem kemur fram í bréfi Ingimundar Friðrikssonar fyrrverandi seðlabankastjóra að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og látið að því liggja að hann hafi verið skipaður vegna pólitískra tenginga.
Staðreyndin er sú að hann var skipaður í stöðuna eftir að Framsóknarflokkurinn hafði séð að sér með pólitískar skipanir í bankann og afþakkað sína hefðbundnu bankastjórastöðu.
Þarna gekk Framsóknarflokkurinn á undan með góðu fordæmi. Það er óneitanlega athyglisvert að sá sem fyrstur var skipaður án tilnefningar frá stjórnmálaflokki skuli jafnframt vera fyrstur til að sýna þann dug að setja hagsmuni þjóðarbúsins fram fyrir sína eigin og stíga til hliðar, sennilega síst verðskuldað þessara þriggja manna. Það gerir hann að meiri manni í mínum augum.
Það að bankastjórarnir þurfi að allir að víkja er ekki endilega sanngjarnt. En það er nauðsynlegt til að endurvekja traust á bankanum eftir áratuga ítök stjórnmálaflokkanna í stjórnun hans. Því fyrr sem við setjum punkt fyrir aftan það óheillafyrirkomulag, því betra.
Bréf bankastjóranna birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.2.2009 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2009 | 17:04
Og þarna er ástæðan komin
Ég held að þessar dæmafáu yfirlýsingar Sturlu sýni svart á hvítu af hverju það þurfti að skipta um þingforseta.
Hann ber augljóslega þær tilfinningar til nýju stjórnarinnar að hann hefði nýtt hvert tækifæri til að bregða fyrir hana fæti í stóli þingforseta.
Ég var ekki viss um að þetta hefði verið rétt ákvörðun, en nú er enginn vafi lengur.
Takk Sturla og bless bless.
Sturla og Herdís hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.2.2009 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 11:20
Ný stjórn um helgina
Þó auðvitað hafi menn langað að halda svaka partý í dag þá er nú betra að hnýta lausu endana almennilega.
Stjórnin verður klár á morgun. Nýir ráðherrar taka við á mánudag.
Og þá rís maísólin....
Stjórn mynduð í dag eða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2009 | 01:24
Eru menn að tapa sér???
Hvaða brjálæðislega og undarlega hatur á Framsóknarflokknum er að leysast hér úr læðingi í umræðunni?
Framsókn setti í upphafi 3 eðlileg og sanngjörn skilyrði fyrir stuðningi sínum við stjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þessi skilyrði voru að flestu leyti endurómur af því sem þjóðin hefur krafist. Aðgerðir strax til bjargar heimilum og fyrirtækjum og kosningar sem allra fyrst.
Nú reynir Framsóknarflokkurinn að gæta þess að þessi skilyrði séu uppfyllt og þá fara bloggheimar á hliðina í brjálæði.
Framsóknarflokkurinn er að gæta þess að þessum kröfum fólksins í landinu verði örugglega fylgt eftir í stjórnarsamstarfinu. Please give us a break! Það þarf svona tvo daga til að kippa þessu í liðinn ykkur öllum til hagsbóta.
Framsókn er ekki að hlaupast undan merkjum. Við erum þvert á móti að standa við orð okkar.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2009 | 00:12
Sérfræðingar að sunnan
Það líður að því að við fáum nýja ríkisstjórn og vangavelturnar um ráherrastólana eru í fullum gangi. Ég og vinur minn erum með spádóma og smá veðmál í gangi en við deilum þeim ekki með öðrum (nema auðvitað að við höfum rétt fyrir okkur, þá montum við okkur miskunnarlaust).
það er hins vegar einn þáttur í þessari umræðu allri sem ég virkilega þoli ekki. Það er krafan um sérfræðinga í ráðherrastóla. Friðjón R. Friðjónsson kemur með réttmæta spurningu um það hvort þeir sem hamast hafa mest vegna þess að núverandi fjármálaráðherra er dýralæknir muni einnig vera jafn gagnrýnir á menntun næsta fjármálaráðherra, sem kannski verður jarðfræðingur.
Mér finnst hins vegar hvoru tveggja jafn heimskulegt.
Verkefni ráðherra er að veita ráðuneytum pólitíska forystu. Einhverra hluta vegna hefur orðið pólitík ummyndast í einhvers konar skammaryrði að undanförnu. En pólitík er nauðsynleg lýðræðinu og kerfið sem við búum við er þannig að það er ætlast til þess að pólitísk stefnumál, sem við notum til að gera upp á milli framboða í kosningum, skili sér beint inn í ráðuneytin. Menntun í viðkomandi málaflokki er ekki endilega nauðsynleg eða einu sinni sérstaklega æskileg. Þetta snýst um að framfylgja pólitískri stefnu eða hugsjón. Það geta flugfreyjur gert alveg jafn vel og hagfræðingar að því gefnu að um góða einstaklinga sé að ræða.
Vandinn við Árna Matthíasson Mathiesen er ekki að hann er dýralæknir. Vandinn er sá að hann er hrokafullur og óhæfur asni. Það er alveg óháð menntun hans.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 10:58
Betur má ef duga skal
Það er ánægjulegt að sjá Framsóknarflokkinn rétta úr kútnum.
Það er hins vegar mikið verk óunnið. Ég veit að skítkastið sem við máttum þola lengi átti ekki rétt á sér og nú get ég ekki verið viss um að við eigum allt það skilið sem sagt er jákvætt um okkur.
Það er gleðiefni að fólk sér að Framsóknarflokkurinn vill gera upp við fortíðina. Stefna flokksins hefur alltaf verið góð, en stundum hefur framkvæmd hennar og meðferð þess valds sem okkur hefur verið falin ekki verið með besta móti.
Við þurfum að játa okkar þátt, viðurkenna okkar mistök og leggja fram raunhæfa stefnu til framtíðar. Björninn er ekki unninn þrátt fyrir gott flokksþing. Það var bara byrjunin.
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 15:42
Þematónlist byltinganna
Ég lýsi yfir stuðningi mínum við mótmælendur. Nú þarf þrýsting á stjórnvöld. Við svo búið má ekki standa. Ég er skíthræddur við kosningar núna en það er ekki lengur neinn annar valkostur í stöðunni.
Áður en menn tapa sér: Nei, ég er ekki sammála því að grýta lögreglu eða beita ofbeldi gegn einstaklingum. Fannst heldur enginn sérstakur myndarbragur að framgangi manna við bíl Geirs Hilmars hér áðan. En mér er slétt sama þó það fjúki einhver vörubretti eða garðbekkir. Egg má þrífa af húsum. Einhvern veginn verður þjóðinn að fá ríkisstjórnina til að hlusta.
Í boði Svía er hér þemalag byltingarinnar á Austurvelli 2009.
Og hér er svo þemalag byltingar ungliða í Framsóknarflokknum. Það er í boði Finna.
Mótmælt við þinghúsið á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson