Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
19.12.2008 | 22:53
Hrikalega er ég merkilegur :o)
Mér fannst skemmtilegt að lesa athugasemd frá Sigurjóni Þórðarsyni fyrrverandi þingmanni við þessa frétt á Eyjunni. Hann hefur greinilega tröllatrú á áhrifum mínum hér eystra. Því miður er jafn mikið að marka þetta og flest allt annað sem frá Sigurjóni kemur. Ég get fullvissað áhugasama lesendur um það að ég stend ekki á bak við áskorun á Sigmund Davíð.
Ég hallast hins vegar að því að þeir eðal-, harðkjarna framsóknarmenn hér eystra sem hafa verið að vinna að þessu hafi nú móðgast pínulítið úr því að einhver heldur að þeir séu ófærir um að véla um formannsframbjóðanda án aðkomu strákkjána á Héraði...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2008 | 00:20
Nei andskotinn nei!
Veist er að manni í miðborginni um hábjartan dag.
Múgurinn klappar!
Ef þetta er orðið ásættanlegt á Íslandi í dag þá segi ég mig úr samfélaginu.
Það á enginn, ég endurtek ENGINN, það skilið að vera laminn á förnum vegi í miðbænum.
Hættið þessari villimennsku.
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.12.2008 | 20:43
Mikið óskaplega...
Þorgerður Katrín fær kartöflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 11:20
Hvernig er þetta hægt???
Ná að bjarga prentútgáfunni en klúðra vefnum! Ég hefði skilið ef þetta hefði verið á hinn veginn.
Sé Jón Trausta fyrir mér hlaupandi berhöfðaðan á stuttermabolnum hlaupandi niður í prentsmiðju gargandi NEEEEEIIIIIII....... Ná í örvæntingu í dyragættina STÖÐVIÐ VÉLARNAR.
Fara svo heim og sofna svefni hinna réttlátu...
...og gleyma að logga sig inn á netið!
Breyttur leiðari DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 21:34
Tak hatt þinn...
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2008 | 01:00
Ég held mig við mína spá, en hækka um tvo
Í upphafi kjörtímabilsins var mikið talað um að það væru tvennar breytingar sem væru þegar ákveðnar. Björn Bjarnason myndi hætta og frændi hans, Bjarni Benediktsson kæmi í staðinn. Ég held að þetta verði niðurstaðan. Hin breytingin sem spáð var þá var að Sturla Böðvarsson myndi hætta á þingi og Jóhanna Sigurðardóttir yrði gerð að þingforseta. Þetta hef ég alltaf sagt að sé rangt. Ég spáði því þá og spái því enn að Sturla hætti, en Ingibjörg muni skáka Össuri í hvíldarembætti þingforseta.
Nú er komin upp að auki sú staða að helstu peningaköllum ríkisstjórnarinnar er varla sætt lengur. Ég spái því að Árni Mathiesen og Björgvin G. verði látnir víkja núna. En hver kemur í staðinn fyrir þessa garpa?
Eins og áður sagði spái ég því að Bjarni Benediktsson verði nýr dómsmálaráðherra. Nýr fjármálaráðherra held ég að verði Guðlaugur Þór Þórðarson en í hans stað verði Ásta Möller heilbrigðisráðherra. Landsbyggðin missir einn ráðherra og gengið verður fram hjá Arnbjörgu frænku minni þingflokksformanni. En konur fá einn ráðherrastól til viðbótar.
Í Samfylkingunni held ég að Gunnar Svavarsson fái tækifæri og verði gerður að iðnaðarráðherra. Ég hugsa að Hafnfirðingar verði ekki glaðir fyrr en það verður. Ég ætla svo að leyfa mér að spá því að gamli iðnaðarráðherrann, Jón Sigurðsson (krati) verði dubbaður upp í helminginn af sínu gamla ráðuneyti og verði gerður viðskiptaráðherra. Honum verði falið eitthvað ofurhlutverk í endurskipulagningu bankakerfisins enda litið á hann sem einhvers konar hálfguð í röðum Samfylkingarmanna.
Svona er spáin mín. Ef þetta er allt vitlaust megið þið hlæja að mér.
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2008 | 01:45
Anda með nefinu
Ég ætla ekki að tapa mér úr hneykslun. Kallinn gerði klaufaleg mistök. Afleiðingarnar eru hins vegar nokkuð alvarlegar. Trúnaðarupplýsingar eru opinberaðar og það er aldrei gott.
En þó ég haldi að Þorleifi sé hugsanlega sætt áfram (fer mikið eftir afstöðu viðkomandi fjölskyldu finnst mér) þá vekur þetta mál athygli á einu atriði sem mér hefur oft þótt einkenna Vinstri hreyfinguna grænt framboð.
Mér finnst einstaklingar þar innan borðs oft reiðubúnir að nota sér persónulegar hörmungar til þess að skora pólitísk stig. Á hinn bóginn má segja að ef menn eru í raun að berjast fyrir hagsmunum viðkomandi þá kunni saga hans að eiga erindi við fjölmiðla.
Annars er þetta mál áminning til allra stjórnmálamanna um að gæta sín og að kannski á ekki allt erindi við fjölmiðla.
Sendi bréf í leyfisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 01:24
Eftir þessar yfirlýsingar...
Hefði jafnvel átt að segja Ísland úr NATÓ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 01:41
Ekkert sérstakur saksóknari?
Jú nú er komið að því að skipa saksóknara. Samkvæmt auglýsingunni þarf hann að uppfylla sömu skilyrði og umsækjendur um embætti héraðsdómara sem eru helst þessi:
1. Hefur náð 30 ára aldri.
2. Hefur íslenskan ríkisborgararétt.
3. Er svo á sig kominn andlega og líkamlega að hann geti gegnt embættinu.
4. Er lögráða og hefur aldrei misst forræði á búi sínu.
5. Hefur hvorki gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta.
6. Hefur lokið embættisprófi í lögfræði eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður því jafngilt.
7. Hefur í minnst þrjú ár verið alþingismaður eða stundað málflutningsstörf að staðaldri eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi hjá ríkinu eða sveitarfélagi, en leggja má saman starfstíma í hverri af þessum greinum.
Vikið er frá skilyrði um að ekki megi skipa einstakling sem er eldri en 70 ára. Eins er sérstaklega tekið til þess að ef skipaður verði dómari í embættið þá fái hann leyfi frá störfum. Maður er svo vanur hönnuðum auglýsingum að maður fór ósjálfrátt að leita að einstaklingi sem er yfir sjötugu, hugsanlega dómara. Það er samt kannski ekki ástæða til þess að ætla að búið sé að ákveða fyrirfram hver fái embættið. 70 ára reglan er náttúrulega sett því það er kjánalegt að skipa svo gamlan einstakling í varanlegt embætti eins og dómarastarf. Öðru máli gegnir um svona tímabundið verkefni.
En við skulum vinda okkur í giskleikinn. Hann er svo skemmtilegur.
1. Ragnar Aðalsteinsson. Andrés Jónsson vill hann. Ég er ekki hrifinn. Held þetta yrðu nornaveiðar undir hans stjórn.
2. Stefán Eiríksson. Björn Ingi nefndi hann. Held ekki, hann er í ágætum málum sem lögreglustjóri og myndi held ég ekki henta í þetta.
3. Jóhann Ragnar Benediktsson. Annar sem Björn Ingi nefndi. Sjáið þið Björn Bjarnason skipa hann í embætti?
4. Jónatan Þórmundsson. Einn af fáum sem hefur beinlínis reynslu af því að vera sérstakur saksóknari. Það er hins vegar umdeilt hversu vel hann stóð sig þá. Er yfir sjötugu. Gæti það verið ástæðan fyrir þeirri reglu?
5. Lára V. Júlíusdóttir. Þrautreyndur lögmaður.
6. Sigríður Friðjónsdóttir. Þrautreyndur saksóknari sem fékk ekki embætti ríkissaksóknara. Kæmi til greina. Kannski ókostur að skipa samt hefðbundinn saksóknara.
7. Jón H.B. Snorrason. Mun pottþétt sækja um. Er óhæfur.
8. Sigurður Tómas Magnússon. Saksóknari í Baugsmálinu. Er það kostur eða galli? Veit það ekki.
9. Eiríkur Tómasson. Toppmaður. Hefur samt eldað grátt silfur við ráðherra og tengsl hans við Framsóknarflokkinn gætu orðið til að hin fordómalausa Vinstrihreyfing sæi rautt. Ég treysti honum eiginlega alltaf best allra til góðra verka.
10. Guðjón Ólafur Jónsson. Ef menn vilja virkilega negla þessa gaura þá senda menn Guðjón Ólaf fram á völlinn. Hann skilur engan eftir uppistandandi...
11. Ingibjörg Benediktsdóttir. Frægur nagli úr dómarastétt. Situr nú í Hæstarétti. Kemur vel til greina.
12. Róbert Ragnar Spanó. Greindur, metnaðargjarn og óhræddur við stór verkefni.
13. Björg Thorarensen. Með báða fætur á jörðinni. Er þó tæplega á hennar sérsviði að stunda saksókn.
14. Helgi I. Jónsson. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og öflugur maður.
15. Brynjar Níelsson. Þetta er sá sem ég vill fá. Ég er kannski litaður af persónulegum kynnum við manninn, en mér finnst hann vera snillingur. Hann mun ekki leggja af stað til þess að hengja bara einhverja, en hann mun heldur ekki leyfa mönnum að komast upp með neitt kjaftæði.
Ég ætla að láta staðar numið hér. Hægt væri að nefna marga fleiri, sérstaklega þá úr dómarastétt, sem koma til greina. Ég er spenntur fyrir að lögmaður fái þetta hlutverk en gallinn er sá að mjög margar lögmannsstofur, sérstaklega þær stærstu, hafa tengst bönkunum.
Það eykur líka spennuna að allir flokkar á Alþingi eiga að fá að segja sitt álit, svo að það verður smá skammtur af pólitík í þessu líka.
Stóra spurningin er svo aftur, hver vill embættið? Er ekki tryggt að viðkomandi verður alltaf hengdur af múgnum og fjölmiðlum ef hann tjargar ekki og fiðrar alla útrásarsnillingana, sama hvað tautar og raular. Kannski ekki spennandi vinnuumhverfi þessi múgæsing sem er í gangi, þó vissulega sé tilefni til ákveðinnar reiði.
Embætti sérstaks saksóknara auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2008 | 13:29
Ég er aðdáandi beggja...
...og vil fá þá báða til Liverpool.
There. I said it. Nú megið þið gera grín að mér.
Wenger sagður ætla að losa sig við Gallas og Bendtner | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins