Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 15:54
Ekki var það nú mikið
Ég hélt að það lægju þyngri refsingar við því að ráðast á lögreglumenn. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. liggur allt að 8 ára fangelsi við því. Það er hins vegar ekkert nýtt að refsirammi sé ekki nýttur hérlendis.
Undarlegt samt, því þetta er í raun varla hærri dómur en viðkomandi hefðu fengið ef þau hefðu ráðist á Jón Jónsson úti í bæ, og ég hélt að það væri stefnan að lögreglumenn ættu að njóta aukinnar verndar við störf sín. Það vildi bloggheimur a.m.k. þegar hópur Litháa réðst á hóp lögreglumanna fyrir nokkru síðan.
Þetta er í raun athyglisverðari dómur en sá sem féll í máli Litháanna um daginn. Þar var talið að þeir hefðu ekki vitað fyrr en eftir að árás þeirra hófst að um lögreglumenn væri að ræða. Þess vegna fékk sá þeirra sem var sakfelldur, aðeins dóm fyrir almenna líkamsárás. Hér liggur fyrir að um lögreglumann á vakt var að ræða og árásin á sér stað á lögreglustöðinni!
En ég ætla að taka fram að ég er í sjálfu sér ekki á móti niðurstöðu dómsins um að skilorðsbinda refsinguna með þeim rökum sem dómari tilgreinir, það finnst mér eðlilegt. En ég hefði viljað sjá lengri fangelsisdóm og það kæmi mér ekkert á óvart þótt þessu yrði áfrýjað. Ég vona að sá sem réðst á lögguna við Kirkjusand um daginn sleppi ekki svona létt, nú eða grjótkastarinn frá Rauðavatni.
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2008 | 16:24
Hroki forsætisráðherra
Nei nei, það gat auðvitað enginn séð fyrir að 20% aukning ríkisútgjalda myndi geta virkað sem olía á verðbólgubál. Guðni Ágústsson skilur ágætlega hvað um er að vera. Vandinn er sá að það var ekki hlustað á þá sem vöruðu við þessari vá fyrirfram og ekki hefur enn verið gripið til neinna aðgerða.
Össur Skarphéðinsson tapar sér úr hrifningu yfir hugprýði forsætisráðherra sem gerir ekkert meðan að Róm brennur. Til þess telur hann þurfa sterkar taugar. En það er mikill munur á því að fara á taugum og því að grípa til sjálfsagðra aðgerða til að reyna að vinna gegn vánni. Forsætisráðherra er svo rólegur að hann sér ekki einu sinni ástæðu til þess.
Nú segir forsætisráðherra að Guðni, með sína 21 árs þingreynslu og 8 ára setu á ráðherrastóli, skilji þetta bara ekki. Fyrir ekki löngu síðan kallaði hann fulltrúa annars stjórnarandstöðuflokks gaggandi hænur fyrir það að voga sér að setja spurningamerki við ferðamáta ríkisstjórnarinnar. Geir virðist stefna á að verða ekki eftirbátur Davíðs forvera síns í hroka og mikilmennskubrjálæði. Þetta skildi þó ekki vera þessi margumtalaði menntahroki? Eða hleypur forsætisráðherra kannski bara í þennan lágkúrlega gír þegar honum líður illa og veit að hann hefur rangt fyrir sér?
Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 14:47
Jákvæð tíðindi
Þetta eru góð tíðindi, sérstaklega ef borið er saman við þau tíðindi sem berast af öðrum vígstöðvum. En ekki er það ríkisstjórnin sem neitt leggur fram til þess að leysa vandamálin í samfélaginu. Það eru aðrir sem það gera, og kannski eins gott að stóla ekki um of á þessa útlagastjórn sem nú situr.
Ásmundur Stefánsson hefur reynst afskaplega farsæll í starfi ríkissáttasemjara og kemur það fram í þessari frétt hvernig hann beitti sér sérstakega í því að bæta samskipti á milli þessara samningsaðila. Húrra fyrir honum.
Þegar þessi leiðrétting á kjörum grunnskólakennara er komin í gegn verður vonandi næst hægt að horfa til þess að auka frelsið og ekki binda alla skólastjórnendur og kennara á klafa launatöflunnar. Það verður að vera hægt að sína sveigjanleika í rekstri skóla og veita skólastjórnendum traust og tæki til að halda í góða og metnaðarfulla starfsmenn, þó allt verði þetta vissulega að byggja á traustum grunni umsaminna lágmarkslauna. En eins og áður segir vona ég að þetta sé byrjunin á einhverju enn meira og betra í samningum við grunnskólakennara.
Laun grunnskólakennara hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 00:37
Orrustan við Rauðavatn
Mikið er ég glaður að sjá að meginþorri fólks sér og skilur að vörubílstjórar eru ekki að berjast fyrir neinum hagsmunum nema sínum eigin. Enginn getur mælt framgöngu þeirra undanfarna daga bót.
Annars þarf ég ekki að skrifa um þetta. Þessi maður hefur gert það betur en ég gæti nokkurn tíma, í færslu sinni sem ber titilinn Þankar miðaldra æsingamanns.
Vill bara bæta því við að á Skrílslátunum í Ráðhúsinu var sú stefna tekin að hætta aðgerðum eftir ákveðinn tíma þegar menn töldu toppnum af áhrifum þeirra náð. Haldin var stutt ræða og hópurinn marseraði út. Þannig á að gera þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 17:22
Togast á
Þetta fer að verða hið merkilegasta mál og lýsandi fyrir þann vanda sem dómskerfið hér á landi stendur frammi fyrir.
Fyrir Hæstarétt eru að jafnaði ekki leidd vitni, heldur eru upptökur af vitnaskýrslum í héraðsdómi látnar duga. Þetta fyrirkomulag stenst hins vegar illa reglur Mannréttindasáttmála Evrópu um milliliðalausa málsmeðferð. Í stuttu máli á sá sem er ákærður á rétt á að koma fyrir dóminn sem dæmir hann.
Hér á landi hefur það verið látið viðgangast að Hæstiréttur dæmi samt í málum, án þess að vitni séu leidd, að því tilskyldu að úrslit málsins teljist ekki ráðast eingöngu af framburði vitna. Þetta hefur verið talið sleppa. Ástæðulaust sé að vitni eða aðilar séu kallaðir fyrir æðra dómsstig ef niðurstaða málsins ræðst ekki af því sem þeir bera um.
Í þessu máli sýknar héraðsdómur hinn ákærða. Málinu er áfrýjað til Hæstaréttar og lesa má dóm hans hér. Þar kemur í raun fram að Hæstiréttur er efnislega ósammála héraðsdómi. Það skín í gegn að Hæstiréttur vill sakfella, en treystir sér ekki til þess, vegna þess að málið byggir alfarið á sönnunargildi vitnaframburða, og ómerkir dóminn og vísar honum aftur í hérað. Mér finnst borðleggjandi að þarna hefði Hæstiréttur átt að kveða upp efnisdóm, sýkna eða sakfella. Rétturinn hefur heimild til að kalla fyrir sig vitni og taka skýrslurnar að nýju. Af hverju var það ekki gert?
Dómarar málsins í héraði sjá það í hendi sér að Hæstiréttur er búinn að panta niðurstöðu í málinu og segja sig í frá því, að því er manni sýnist í mótmælaskyni. Ég skil dómarana mjög vel.
Hæstiréttur hefur hins vegar engan húmor fyrir þessu og snuprar héraðsdómarana. Ég get svo sem skilið það sjónarmið líka. Þetta er ekki vanhæfisástæða, en það vita héraðsdómararnir líklega alveg. Svona togast menn á um þetta og þetta mun alltaf verða vandamál svo lengi sem ekki verða gerðar hér breytingar á dómstólaskipan, t.d. með upptöku þriðja dómstigsins, þannig að við uppfyllum kröfur sem Mannréttindasáttmáli Evrópu gerir til okkar.
Dómarar fá ekki að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 10:52
Þegar greindasti maður heims talar...
...þá er ekki svo vitlaust að leggja við hlustir.
Hawking er einstakur. Hann hefur kollvarpað því hvernig menn hugsa um alheiminn og er einstakur maður.
Ég hef nú sérstakan áhuga á efninu þar sem ég skrifaði lokaritgerð mína við lagadeild HÍ um geimrétt. Það er synd að sjá hvernig metnaður manna til könnunar himingeimsins virðist hafa gufað upp á nokkrum áratugum.
Ég tek því heilshugar undir með Hawking. Bendi hins vegar á að ef af á að verða er nauðsynlegt að gera nýjan alþjóðasamning um Tunglið, eða þá ná að skapa breiðari samstöðu en hingað til hefur verið um efni hans. Í ritgerðinni segi ég m.a.:
Það er óhætt að fullyrða að Tunglsamningurinn frá 1979 sé á meðal metnaðarfyllstu tilrauna til gerðar fjölþjóðasamnings sem gerð hefur verið allt frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Það er hins vegar einnig óhætt að halda því fram að þessi metnaðarfulla tilraun hafi nánast algjörlega mistekist. Því þó að Tunglsamningurinn hafi verið samþykktur samhljóða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 5. desember 1979 þá hafa til þessa dags aðeins 12 ríki fullgilt hann og 4 til viðbótar skrifað undir. Hvorki Bandaríkin, Rússland, Bretland né heldur Kína hafa skrifað undir og raunar eru Frakkar eina atkvæðamikla ríkið á sviði geimrannsókna sem það hefur gert.
Eftir að samningurinn hafði verið samþykktur samhljóða í öryggisráðinu vekja þessi örlög hans á alþjóðavettvangi nokkra furðu en það liggur fyrir að við samningu hans kom í ljós nokkuð djúpstæður ágreiningur um framtíðarsýn í geimréttarmálum á milli hinna þróaðri geimvelda annars vegar og ríkja sem ekki höfðu enn hafið útrás í himingeiminn hins vegar.
Hér fyrir neðan set ég hlekk á ritgerðina mína ef einhver skyldi nú vera nógu klikkaður til að vilja glöggva sig á réttarsviðinu. Ef svo ólíklega vill til að einhver vilji nota eitthvað úr ritsmíðinni, vinsamlegast getið heimildar.
Hawking hvetur til nýrra landvinninga í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2008 | 15:24
Spennandi verkefni í Skagafirði
Skagfirðingar eru manna erfiðastir, kjaftforastir og öflugastir.
Ég óska þeim til hamingju með þetta samkomalag. Vitaskuld er mikið verk óunnið enn, en það sannast að þegar dugmiklir einstaklingar eru í forystu fyrir sveitarfélögum þá eru landsbyggðinni allir vegir færir.
Ég óska Skagfirðingum allrar velgengni í þessari mikilvægu atvinnuuppbyggingu.
Undirbúa byggingu koltrefjaverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 18:03
Af hverju ætti hann að gefa sig fram?
Hefur enn ekki gefið sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 17:19
Hvar er framsalsbeiðnin?
Nú er allt að fara á haus út af þessum Pólverja sem æsifréttamenn eru þegar farnir að kalla ,,Sveðjumorðingjann". Ekki hef ég nú séð neitt um það hvaða þátt hann er talinn eiga í þessu manndrápi úti í Póllandi en við skulum ekki láta það skemma fyrir góðu nafni.
Einhverjir, m.a. sjálfur dómsmálaráðherra okkar, hafa haldið því fram að glæpamenn leiti orðið hingað til lands vegna þess að erfiðara sé en ella að fá þá framselda héðan. Mér finnst þetta nú eitthvað orðum aukið. það er alveg rétt að innan ESB-ríkjanna ganga hlutirnir hraðar fyrir sig, enda eðlilegt að þau lönd sem í bandalaginu eru séu nátengdari hvert öðru um löggæslu heldur en öðrum löndum. Þar skilst mér að handtökuskipun í einu landi dugi til þess að lögreglan í öðru landi handtaki viðkomandi og sendi hann heim. Ísland er ekki í ESB og þess vegna er ekki óeðlilegt að það sé eitthvað aðeins meira á bak við handtöku manns hér en pólsk handtökuskipun.
Það er hins vegar ekki stórmál að krefjast framsals. Það er eiginlega alveg stórmerkilegt að það sé ekki búið að því nú þegar, þ.e.a.s. ef um er að ræða jafn stórhættulegan glæpamann og margir vilja vera láta. Pólsk lögregluyfirvöld hafa eitthvað viljað meina að flóknar framsalsreglur tefji fyrir málinu, sem er hreint rugl að mínu viti. Ef pólska lögreglan hefði unnið vinnuna sína þá væri nú þegar komin fram framsalsbeiðni. Fram að því þá hefur íslenska lögreglan í sjálfu sér ekkert tilefni til að skipta sér af málinu.
Eftir að framsalsbeiðni er komin fram er hins vegar heimilt að handtaka viðkomandi og jafnvel úrskurða hann í gæsluvarðhald á meðan að farið er með mál hans. Eitthvað mætti kannski slípa til löggjöf um framsal sakamanna að því er varðar samskipti embætta, en mín reynsla segir mér að það komi óþarflega margar stofnanir hérlendis að málinu. Það er hins vegar minni háttar atriði og að öðru leyti er framsalslöggjöfin ágæt, þó Hæstiréttur hafi nú reyndar túlkað hana á þann hátt sem mér er á móti skapi.
Það er hins vegar gaman að lesa færslu Björns Bjarnasonar um málið. Hann upplýsir að við höfum samið um aðild að evrópsku handtökutilskipuninni og verið sé að vinna að lagabreytingum í tilefni af því. Athyglisvert að sjá Björn vera þarna í fararbroddi við að dásama regluverk ESB, en nóg um það. Ég er spenntur að sjá þessa nýju löggjöf því eitthvað segir mér að réttindi sakborninga verði ekki ofarlega á baugi þegar hún mun líta dagsins ljós, en það er bara tilfinning.
Björn dansar hinsvegar, viljandi eða óviljandi, á mörkum hins sanna og ósanna þegar hann segir:
Sæki erlendir sakamenn hingað til lands vegna strangra skilyrða fyrir framsali, sannar það enn, hve miklu skiptir, að íslensk löggjöf sé í takt við það, sem er í öðrum ríkjum, svo að hér skapist ekki neitt lagaskjól fyrir afbrotamenn.
Það eru ekkert sérstaklega ströng skilyrði fyrir framsali sakamanna hérlendis. Það þarf hins vegar að fara fram á framsal, en handtökuskipunin ein dugir ekki. Það er nú helsti munurinn og get ég ekki ímyndað mér að það sé t.d. mikið erfiðara að fá Pólverja framseldan frá Íslandi heldur en t.d. Noregi, nú eða Bandaríkjunum.
Við skulum aðeins slappa af í umræðunni og ekki láta einhver svona tilfelli gefa ráðamönnum tækifæri til að setja á einhver gerræðislög sem gera ráð fyrir því að hægt sé að handtaka mann á hádegi og senda hann út með fangaflugi eftir kaffi.
Pólverjar hafa áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 17:10
Allan vafa...
Áður en heimsósómaskáld í hópi bloggara fara að tapa sér, er hægt að upplýsa að ákærði í málinu var sýknaður með góðum og gildum rökum af tvennum toga.
Í fyrsta lagi leið tæpt ár frá því árásin var kærð og þar til kærandi, ákærði og vitni voru yfirheyrð. Það var talið draga úr sönnunargildi vitnaframburða. Eðli málsins samkvæmt fer minni manna að förlast eftir því sem tíminn líður og meiri líkur á því að söguburður hafi spillt vitnaframburði.
Og í öðru lagi þá gaf sig fram annar maður sem játaði fyrir lögreglu að hafa í átökum á sama stað slegið frá sér með glasi eða hent glasinu, en það var það sem ákærði var ákærður fyrir. Hann taldi sjálfur að ákærði væri þess vegna hafður fyrir rangri sök. Að vísu vildi hann ekki kannast við þessa frásögn fyrir dómi en hann hafði staðfest lögregluskýrslu um þennan framburð. Vitni gat og staðfest að þessi maður hafði sagt frá því áður að hafa slegið mann með glasi þarna á staðnum.
Ákærði neitaði alltaf sök og taldi annan hafa framið verknaðinn. Það benti ansi margt til þess að það hafi verið rétt hjá honum og þess vegna er sýknað. En eins og í öllum málum má færa rök fyrir gagnstæðri niðurstöðu. Héraðsdómur sakfelldi manninn og byggði á framburðum vitna sem hann taldi mjög trúverðug. Hann taldi frásögn mannsins sem ég minntist á hér að ofan ekki skipta máli. Um þetta eru vitaskuld skiptar skoðanir.
Ég freistast til þess að hallast á sveif með Hæstarétti, einfaldlega vegna þess grundvallarsjónarmiðs að allan vafa um atvik máls beri að skýra ákærða í hag. Það væri nöturlegt að hugsa til þess að einhver þyrfti að dúsa í fangelsi í tvo mánuði, eins og niðurstaða héraðsdóms hljóðaði upp á, ef hann framdi svo ekki verknaðinn.
Sýknaður af ákæru fyrir alvarlega líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson