Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt nýtt ár

Ég hef dvalist í höfuðstaðnum yfir hátíðarnar í góðu yfirlæti hjá tengdó. Hef svo oltið um á milli máltíða hjá mömmu og systkinum. Alveg svakalega ljúft og þægilegt.

Samband við umheiminn hefur verið í algjöru lágmarki. Hef þó aðeins stússað í einu og öðru eins og gengur.

Ég veit ekki hvað árið 2009 mun bera í skauti sér og hef í sannleika sagt sjaldan verið jafn óviss um það. En ég treysti því að það verði gott og skemmtilegt ár.

Ég vil þakka öllum vinum mínum, fólki sem ég hef fyrir hitt og öllu góða fólkinu sem ég vann með á árinu kærlega fyruir hið liðna og óska öllum í heiminum gleðilegs nýs árs.

Mín fyrstu verk á nýju ári voru að leggja fram breytingatillögur við lög Framsóknarflokksins. Þær fylgja hér með í skjölum. Önnur tillagan snýr að formannskjöri, hin að því að heimila öllum félagsmönnum í Framsókn að sækja flokksþing og kjördæmisþing.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hrikalega er ég merkilegur :o)

Mér fannst skemmtilegt að lesa athugasemd frá Sigurjóni Þórðarsyni fyrrverandi þingmanni við þessa frétt á Eyjunni. Hann hefur greinilega tröllatrú á áhrifum mínum hér eystra. Því miður er jafn mikið að marka þetta og flest allt annað sem frá Sigurjóni kemur. Ég get fullvissað áhugasama lesendur um það að ég stend ekki á bak við áskorun á Sigmund Davíð.

Ég hallast hins vegar að því að þeir eðal-, harðkjarna framsóknarmenn hér eystra sem hafa verið að vinna að þessu hafi nú móðgast pínulítið úr því að einhver heldur að þeir séu ófærir um að véla um formannsframbjóðanda án aðkomu strákkjána á Héraði...


Nei andskotinn nei!

Veist er að manni í miðborginni um hábjartan dag.

Múgurinn klappar!

Ef þetta er orðið ásættanlegt á Íslandi í dag þá segi ég mig úr samfélaginu.

Það á enginn, ég endurtek ENGINN, það skilið að vera laminn á förnum vegi í miðbænum.

Hættið þessari villimennsku.


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið óskaplega...

...á þetta eftir að verða þreyttur djókur/gjörningur/aktívismi þegar líður nær jólum.
mbl.is Þorgerður Katrín fær kartöflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta hægt???

Ná að bjarga prentútgáfunni en klúðra vefnum! Ég hefði skilið ef þetta hefði verið á hinn veginn.

Sé Jón „Trausta“ fyrir mér hlaupandi berhöfðaðan á stuttermabolnum hlaupandi niður í prentsmiðju gargandi „NEEEEEIIIIIII......“. Ná í örvæntingu í dyragættina „STÖÐVIÐ VÉLARNAR“.

Fara svo heim og sofna svefni hinna réttlátu...

...og gleyma að logga sig inn á netið!


mbl.is Breyttur leiðari DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held mig við mína spá, en hækka um tvo

Í upphafi kjörtímabilsins var mikið talað um að það væru tvennar breytingar sem væru þegar ákveðnar. Björn Bjarnason myndi hætta og frændi hans, Bjarni Benediktsson kæmi í staðinn. Ég held að þetta verði niðurstaðan. Hin breytingin sem spáð var þá var að Sturla Böðvarsson myndi hætta á þingi og Jóhanna Sigurðardóttir yrði gerð að þingforseta. Þetta hef ég alltaf sagt að sé rangt. Ég spáði því þá og spái því enn að Sturla hætti, en Ingibjörg muni skáka Össuri í hvíldarembætti þingforseta.

Nú er komin upp að auki sú staða að helstu peningaköllum ríkisstjórnarinnar er varla sætt lengur. Ég spái því að Árni Mathiesen og Björgvin G. verði látnir víkja núna. En hver kemur í staðinn fyrir þessa garpa?

Eins og áður sagði spái ég því að Bjarni Benediktsson verði nýr dómsmálaráðherra. Nýr fjármálaráðherra held ég að verði Guðlaugur Þór Þórðarson en í hans stað verði Ásta Möller heilbrigðisráðherra. Landsbyggðin missir einn ráðherra og gengið verður fram hjá Arnbjörgu frænku minni þingflokksformanni. En konur fá einn ráðherrastól til viðbótar.

Í Samfylkingunni held ég að Gunnar Svavarsson fái tækifæri og verði gerður að iðnaðarráðherra. Ég hugsa að Hafnfirðingar verði ekki glaðir fyrr en það verður. Ég ætla svo að leyfa mér að spá því að gamli iðnaðarráðherrann, Jón Sigurðsson (krati) verði dubbaður upp í helminginn af sínu gamla ráðuneyti og verði gerður viðskiptaráðherra. Honum verði falið eitthvað ofurhlutverk í endurskipulagningu bankakerfisins enda litið á hann sem einhvers konar hálfguð í röðum Samfylkingarmanna.

Svona er spáin mín. Ef þetta er allt vitlaust megið þið hlæja að mér.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anda með nefinu

Ég ætla ekki að tapa mér úr hneykslun. Kallinn gerði klaufaleg mistök. Afleiðingarnar eru hins vegar nokkuð alvarlegar. Trúnaðarupplýsingar eru opinberaðar og það er aldrei gott.

En þó ég haldi að Þorleifi sé hugsanlega sætt áfram (fer mikið eftir afstöðu viðkomandi fjölskyldu finnst mér) þá vekur þetta mál athygli á einu atriði sem mér hefur oft þótt einkenna Vinstri hreyfinguna grænt framboð.

Mér finnst einstaklingar þar innan borðs oft reiðubúnir að nota sér persónulegar hörmungar til þess að skora pólitísk stig. Á hinn bóginn má segja að ef menn eru í raun að berjast fyrir hagsmunum viðkomandi þá kunni saga hans að eiga erindi við fjölmiðla. 

Annars er þetta mál áminning til allra stjórnmálamanna um að gæta sín og að kannski á ekki allt erindi við fjölmiðla.


mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.