Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Aumt svar

„Ég taldi mjög mikilvægt að þessi skrifstofa yrði til og það fengist betra utanumhald um yfirstjórnina í ráðuneytinu,“

Er konan að grínast?

Af hverju fékk hún ekki einhvern af þeim sendiherrum sem fyrir voru til að stýra þessari mikilvægu skrifstofu? Er enginn þeirra hæfur til þess?

Það er svo aftur annað mál að kostnaður eykst kannski ekki svo mikið. Hvers vegna? Jú Ingibjörg var búin að vera með vinkonu sína á sendiherralaunum í eitt ár, verkefnaráðna við að stýra framboðinu til öryggisráðsins. Það var sem sagt ekki heldur hægt að nota einhvern af þeim sendiherrum eða starfsmönnum ráðuneytisins sem fyrir voru í það.

Þetta er aumkunarvert.

----------------------------

kl. 21:13

Vá! Ég varð að bæta þessu við. Árni Snævarr fer á kostum.

„Ingibjörg Sólrún er vön að réttlæta flest með því að benda á að Davíð Oddson hafi verið helmingi verri. Nú sé einfaldlega komið að konunum. “Þori bæði get og vil” gæti hún verið að segja: konur séu komnar að kjötkötlunum og þeim sem bæði hafi klíku og píku verði nú raðað í embættin.

Hann sagði það ekki ég....

Leturbreyting er mín.


mbl.is Fetar í fótspor Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarna þáttur Harðarsonar

Bjarni Harðarson hefur gefið út bók um pólitík. Það er ágætt og það mættu fleiri gera.

Hann var í viðtali í Kastljósinu í kvöld og þar kom margt fróðlegt fram. Ef rétt er að hann hafi einn staðið gegn áframhaldandi stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á hann þakkir skildar fyrir það.

Hitt er aftur annað mál að það voru augljóslega ekki allir sammála á þeim tíma um það hvaða leið ætti helst að fara.

Í öllum flokkum tíðkast það að einstaklingar innan flokksins reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa. Ég efast ekki um að Bjarni Harðarson hefur tekið við ófáum símtölum í þá veru. Einhverra hluta vegna virðist honum þó þykja óeðlilegra að flokksmenn sem eru honum ósammála reyni að setja slíka pressu á þingmenn. Ég held honum finndist ekkert verra ef andstæðingar ESB innan Framsóknarflokksins væru duglegir við að hringja í Valgerði Sverrisdóttur.

Helgi Seljan var þó fljótur að mála upp þá mynd að Bjarni væri að ásaka samflokksmenn sína um spillingu. Átti dálítið erfitt með að sjá í hverju sú spilling ætti helst að felast. En kannski var í þessu einhver undirliggjandi ásökun um að fjárhagslegir hagsmunir hafi ráðið þessari pressu. Slíkt á vissulega ekki heima innan stjórnmálaflokka. Það er nú einn helsti kostur við þá endurnýjun í forystu flokksins sem kallað er eftir af unga fólkinu innan hans, að þá yrði klippt á gömul tengsl og gamla drauga ef einhverja slíka er að finna. Ég held að allir stjórnmálaflokkarnir þyrftu á slíku að halda.

Þó ég hafi ekki komið að fundum eftir kosningarnar 2007 á ég þó auðvelt með að sjá rök þeirra sem vildu halda áfram í stjórn og hafa frambjóðendur okkar í Reykjavík innan hennar. Það er óneitanlega betra fyrir stjórnmálaflokk að vera í stjórn ef sá flokkur vill koma stefnu sinni í framkvæmd. Áhyggjur manna af stöðu Framsóknar í Reykjavík voru ekki ástæðulausar og ágæt rök fyrir því að reyna að halda frambjóðendum okkar í Reykjavík í eldlínunni til að verja stöðu flokksins þar og skapa sóknarfæri.

En eins og ég sagði áðan er ég feginn að þetta varð ekki niðurstaðan. Þó einhverjir kostir hafi verið við þessa hugmynd voru gallarnir mun fleiri.


Réttur almennings

Fjölmiðlar á Íslandi eru lélegir. En það er kannski ekki skrýtið þegar mönnum eru skömmtuð þau starfsskilyrði að þurfa að sitja og standa eins og ráðamenn segja.

Það getur vel verið að það hafi ekki verið rétt af G. Pétri að geyma upptökuna sjálfur. Það getur líka vel verið að það hafi ekki verið rétt af þeim að láta upptökuna ganga eftir að viðtalinu sjálfu var lokið. Það er hins vegar algjört aukaatriði.

Aðalatriðið í þessu er það að RÚV lá á þessu og birti þetta ekki þegar það hefði hiklaust átt að gera það. Hvað haldið þið að hefði gerst í Bretlandi, nú eða Bandaríkjunum? Þessi stjórnmálamaður hefði fengið á sig holskeflu gagnrýni, og það með réttu. Rétt er að taka fram að miðað við myndbandið þá átti Stöð 2 líka upptöku af atvikinu. Það er því ekki hægt að klína þessari sorglegu meðvirkni á ríkisfjölmiðilinn einan.

Engin á að fá að komast upp með að koma fram gagnvart fjölmiðlum eins og Geir gerði. Fjölmiðlar eiga að hafa dug til að sýna það ef forsætisráðherra þjóðarinnar er vanstilltur hrokagikkur.

Fleiri sögur skjóta nú upp kollinum. Helga Vala Helgadóttir segir nú sögur af viðskiptum sínum við ráðamenn, þá Halldór Ásgrímsson og Björn Bjarnason. Ég hef svo sem ekki mikið álit á Helgu Völu sem hlutlausum fjölmiðlamanni, en það réttlætir ekki að þessir herramenn hafi hellt sér yfir hana. Stjórnmálamenn verða að læra að umgangast aðra af virðingu.

Fjölmiðlamenn verða hins vegar að læra það að það má gagnrýna störf þeirra. Það er ekki sjálfkrafa aðför að frelsi þeirra og starfsheiðri. En auðvitað á að setja slíka gagnrýni fram á málefnalegan hátt. Já og svo ráða þeir heldur ekki hvaða fréttir eiga erindi við fólk. Allar fréttir eiga erindi við fólk.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn fer á kostum

Æi, æi, æi æ...

Luis Inacio Lula da Silva er forseti Brasilíu, ekki ríkisstjóri Santa Catarina.

Þið eruð blaðamenn. Reynið að hafa hlutina rétta, þetta er pínlegt.


mbl.is Tala látinna hækkar í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorvaldur Gylfason...

...er að mínu mati rosalega ofmetinn.

Ég held það kæmi fljótt í ljós ef eitthvað af klappliðinu fengi ósk sína uppfyllta og hann fengi að ráða einhverju.

Ég ætla ekki að ybba gogg yfir hagfræði Þorvaldar enda er hann hagfræðingur en ekki ég.

Ég er hins vegar lögfræðingur og ég hef lesið tvær greinar þar sem Þorvaldur tjáir sig af yfirgripsmikilli vanþekkingu um lögfræði.

Menn sem halda að þeir hafi rosalega mikið vit á öllu eru hættulegir. Þeir hlusta ekki á ráðleggingar. Þorvaldur er held ég einn af þeim.


mbl.is Húsfyllir í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferill málsins

Eins og ég hef skilið fréttir er þetta svona: 

- Fyrir einhverju síðan brýtur einstaklingur A af sér tvisvar.

- Hann fær tvo sektardóma.

- Hann vill ekki, eða getur ekki borgað sektirnar.

- Hann er boðaður til afplánunar vararefsingar. Þegar hann hefur lokið afplánun annarrar sektarinnar er honum sleppt aftur. Hann afplánar ekki vararefsingu sektar tvö.

- Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar lýsir eftir honum í kerfi lögreglunnar til afplánunar seinni vararefsingarinnar. Hann fær ekki boðun um þetta þrátt fyrir skyldu þar um. Innheimtumiðstöðin hefur viðurkennt að hafa þarna gert mistök.

- Lögregla hefur afskipti af einstaklingi A vegna annars máls. Í ljós kemur að búið er að lýsa eftir honum til afplánunar. Lögregla handtekur hann.

- Boðað er til mótmæla vegna handtökunnar.

- Mótmæli fara úr böndunum. Einhverjir reyna að brjótast með ofbeldi inn á lögreglustöðina. Lögregla verst.

- Sektin er borguð. Einstaklingi A er sleppt.

Ragnar Aðalsteinsson hefur sagt að boða hafi átt til afplánunar með þriggja vikna fyrirvara. Innheimtumiðstöðin segir að þessi regla eigi ekki við um vararefsingar. Mér sýnist það rétt hjá innheimtumiðstöðinni að þriggja vikna reglan gildir ekki. En eigi að síður átti að tilkynna um þetta með einhverjum fyrirvara. Þarna eru gerð mistök á skrifstofunni.

Það er hins vegar alveg skiljanlegt að lögreglan fari eftir því þegar búið er að lýsa eftir manninum í kerfi lögreglunnar. Þeir geta ekki vitað að þessi bréfasending hafi misfarist. Svo hann er handtekin þegar hann kemur inn á radar lögreglu.

Lögreglan brást að mínu viti rétt við aðstæðum. Alltaf má deila um hvort of miklu valdi hafi verið beitt við einhverjar aðstæður. Persónulega fannst mér varnir lögreglunnar á Hverfisgötunni ekki óeðlilegar í ljósi þess að hópur fólks hafði þegar brotist inn um einar dyr. Lögreglan þurfti að verja sig og breytti vægasta úrræði sem völ var á. Aðallega má spyrja sig hvort rétt hafi verið að vara innrásarliðið betur við en gert var. En eins og ég segi þá fannst mér þetta réttlætanlegt miðað við aðstæður. Menn geta skoðað fréttamyndirnar á vefnum og metið það sjálfir.

Já og úr því að ég minntist á málflutning Ragnars að þá hefur hann sagt óeðlilegt að hægt sé að boða til afplánunar eftir hentugleik lögreglu og skipta dómum upp. Það er út af fyrir sig rétt, en innheimtumiðstöðin hefur sagt frá því að um tvo aðskilda sektardóma sé að ræða. Það finnst mér skipta miklu máli í þessu sambandi.


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er þá líka í ruglinu

Kannski er þetta rugl. En ég þekki kristið fólk sem er ekki of hrifið af jóga heldur. Ég þekki reyndar líka fullt af fólki sem er kristið og stundar jóga. Auðvitað á hver einstaklingur að velja hvað hann vill gera.

En það er hins vegar ekki hægt að neita því að jóga á rætur í öðrum trúarbrögðum. Ef menn vilja ástunda trúarbrögð eins og kristni ættu menn að reyna að ástunda þau af alvöru og ekki stunda eitthvað sem er í andstöðu við þau.

Einhvern tíma var þetta með jógað útskýrt þannig fyrir mér að þar væru menn alltaf að leita að lausnum innan í sjálfum sér. Kristnir menn trúa því að menn ættu að snúa sér út á við til Guðs. Þetta er kannski einföldun en svona líta sumir á þetta.

Og þegar allt kemur til alls finnst mér að menn eigi að virða skoðanir annarra.


mbl.is Ekkert jóga fyrir múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt verra

Ég get hugsað mér margt verra en að fá mér graut og slátur með Davíð. Þetta er örugglega skemmtilegur og viðræðugóður maður.
mbl.is SUF býður Davíð í mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þættinum hefur borist bréf

Reykjavík, 20. Nóvember 2008

 

Seðlabanki Íslands

b/t Davíð Oddsson

Kalkofnsvegi 1

101 Reykjavík

 

 

Kæri Davíð

 

Þú þekkir okkur sennilega ekki, en okkur finnst við sannarlega þekkja þig. Þú hefur verið fjölskylduvinur hjá okkur flestum síðan fyrir fermingu og við vöndumst því að hlusta á þig tala og hlæja og okkur finnst alltaf jafn heimilislegt þegar þú birtist heima hjá okkur. Um tíma óttuðumst við að það yrði minna um heimsóknir frá þér vegna þess að þú fékkst sjálfum þér nýja vinnu. En viti menn, þú varst samt alltaf til í að kíkja við hjá okkur með eitthvað nýtt og spennandi í pokahorninu, nýja stýrivexti, óreiðumenn eða annað skemmtilegt.

 

Okkur langar endilega til að bjóða þér í mat. Það kreppir nú að vísu að hjá okkur, en aldrei svo að við getum ekki boðið vinum okkar í mat og átt skemmtilegt spjall. Það er bara svo margt að skrafa.

 

Við heyrðum þig nefnilega segja svo merkilega hluti á þriðjudaginn. Þú sagðir okkur frá því hvernig þú hefðir nú séð þetta allt saman fyrir og reynt að vara alla við. Hvernig stendur á því að enginn hlustaði á þig? Eða, hvernig stendur þá á því að í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem kom út í maí, er ekki gerð grein fyrir þeirri stórhættu sem þú varst búinn að sjá. Hlustaði kannski enginn í Seðlabankanum á þig heldur? Við könnumst við þetta. Það er heldur ekkert oft hlustað á okkur Framsóknarmenn. En, hvað með vin þinn, Geir? Af hverju trúði hann þér ekki? Þú getur trúað okkur fyrir þessu, við skulum ekkert fara lengra með það. Við kjöftum ekki frá vinum okkar.

 

Annað sem við getum rætt er þetta með Bretana. Við urðum rosalega spennt þegar þú sagðist vita hvers vegna Bretarnir hefðu notað hryðjuverkalög á okkur Íslendinga. Urðum síðan pínu skúffuð þegar þú vildir ekki segja af hverju. Við þekkjum nefnilega fólk, nánar tiltekið 80.385 karla og konur, sem eru svo reið út af þessum prakkaraskap í Gordon Brown að þau skrifuðu sig á heimasíðu til að segja honum að við séum ekki hryðjuverkamenn. Þau langar örugglega öll að vita af hverju Gordon gerði þetta. Við vitum reyndar að svona merkilegir menn eins og þú vita fullt af hlutum sem venjulegt fólk má ekki vita. En þá var nú soldið ljótt af þér að segja okkur að þú vissir. Varstu kannski að monta þig?

 

Best fannst okkur samt að heyra að þú ætlar sko ekki að sitja sem bankastjóri ef í ljós kemur að þú hefur ekki staðið þig. Það er gott að vita að þú lætur þér ekki detta í hug að vera áfram bankastjóri ef sú staða kemur upp að enginn vill hafa þig. Það er karakter.

 

Það er svo margt, margt fleira sem þú sagðir í á þriðjudaginn sem okkur langar til að ræða við þig. Svo endilega láttu okkur vita hvenær þú getur kíkt við. Við verðum með opið hús fyrir þig og aðra áhugasama á Hverfisgötu 33 frá kl. 12 til 14 laugardaginn 22. nóvember nk. Fátt er betra en grjónagrautur og slátur í hádeginu.

 

 

Kær kveðja,

Ungir framsóknarmenn


Ég skil ekki hvað er í gangi í hausnum á þér

Geir telur ekkert hafa komið fram í atburðum undanfarinna vikna sem kalli á pólitískar afsagnir.

Ég get nefnt eitt. Alþingi samþykkti 29. maí 2008 lög nr. 60/2008 sem heimiluðu lántöku upp á 500 milljarða króna til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.

Ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Kjörin voru nefnilega ekki nógu góð. Hver eru þau núna?

Þetta var dæmi nr. 1. Það má vel finna fleiri.


mbl.is Ekkert kallar á afsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband