Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ný stjórn um helgina

Þó auðvitað hafi menn langað að halda svaka partý í dag þá er nú betra að hnýta lausu endana almennilega.

Stjórnin verður klár á morgun. Nýir ráðherrar taka við á mánudag.

Og þá rís maísólin....


mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn að tapa sér???

Hvaða brjálæðislega og undarlega hatur á Framsóknarflokknum er að leysast hér úr læðingi í umræðunni?

Framsókn setti í upphafi 3 eðlileg og sanngjörn skilyrði fyrir stuðningi sínum við stjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þessi skilyrði voru að flestu leyti endurómur af því sem þjóðin hefur krafist. Aðgerðir strax til bjargar heimilum og fyrirtækjum og kosningar sem allra fyrst.

Nú reynir Framsóknarflokkurinn að gæta þess að þessi skilyrði séu uppfyllt og þá fara bloggheimar á hliðina í brjálæði.

Framsóknarflokkurinn er að gæta þess að þessum kröfum fólksins í landinu verði örugglega fylgt eftir í stjórnarsamstarfinu. Please give us a break! Það þarf svona tvo daga til að kippa þessu í liðinn ykkur öllum til hagsbóta.

Framsókn er ekki að hlaupast undan merkjum. Við erum þvert á móti að standa við orð okkar.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingar að sunnan

Það líður að því að við fáum nýja ríkisstjórn og vangavelturnar um ráherrastólana eru í fullum gangi. Ég og vinur minn erum með spádóma og smá veðmál í gangi en við deilum þeim ekki með öðrum (nema auðvitað að við höfum rétt fyrir okkur, þá montum við okkur miskunnarlaust).

það er hins vegar einn þáttur í þessari umræðu allri sem ég virkilega þoli ekki. Það er krafan um sérfræðinga í ráðherrastóla. Friðjón R. Friðjónsson kemur með réttmæta spurningu um það hvort þeir sem hamast hafa mest vegna þess að núverandi fjármálaráðherra er dýralæknir muni einnig vera jafn gagnrýnir á menntun næsta fjármálaráðherra, sem kannski verður jarðfræðingur.

Mér finnst hins vegar hvoru tveggja jafn heimskulegt.

Verkefni ráðherra er að veita ráðuneytum pólitíska forystu. Einhverra hluta vegna hefur orðið pólitík ummyndast í einhvers konar skammaryrði að undanförnu. En pólitík er nauðsynleg lýðræðinu og kerfið sem við búum við er þannig að það er ætlast til þess að pólitísk stefnumál, sem við notum til að gera upp á milli framboða í kosningum, skili sér beint inn í ráðuneytin. Menntun í viðkomandi málaflokki er ekki endilega nauðsynleg eða einu sinni sérstaklega æskileg. Þetta snýst um að framfylgja pólitískri stefnu eða hugsjón. Það geta flugfreyjur gert alveg jafn vel og hagfræðingar að því gefnu að um góða einstaklinga sé að ræða.

Vandinn við Árna Matthíasson Mathiesen er ekki að hann er dýralæknir. Vandinn er sá að hann er hrokafullur og óhæfur asni. Það er alveg óháð menntun hans. 


Betur má ef duga skal

Það er ánægjulegt að sjá Framsóknarflokkinn rétta úr kútnum.

Það er hins vegar mikið verk óunnið. Ég veit að skítkastið sem við máttum þola lengi átti ekki rétt á sér og nú get ég ekki verið viss um að við eigum allt það skilið sem sagt er jákvætt um okkur.

Það er gleðiefni að fólk sér að Framsóknarflokkurinn vill gera upp við fortíðina. Stefna flokksins hefur alltaf verið góð, en stundum hefur framkvæmd hennar og meðferð þess valds sem okkur hefur verið falin ekki verið með besta móti.

Við þurfum að játa okkar þátt, viðurkenna okkar mistök og leggja fram raunhæfa stefnu til framtíðar. Björninn er ekki unninn þrátt fyrir gott flokksþing. Það var bara byrjunin.


mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þematónlist byltinganna

Ég lýsi yfir stuðningi mínum við mótmælendur. Nú þarf þrýsting á stjórnvöld. Við svo búið má ekki standa. Ég er skíthræddur við kosningar núna en það er ekki lengur neinn annar valkostur í stöðunni.

Áður en menn tapa sér: Nei, ég er ekki sammála því að grýta lögreglu eða beita ofbeldi gegn einstaklingum. Fannst heldur enginn sérstakur myndarbragur að framgangi manna við bíl Geirs Hilmars hér áðan. En mér er slétt sama þó það fjúki einhver vörubretti eða garðbekkir. Egg má þrífa af húsum. Einhvern veginn verður þjóðinn að fá ríkisstjórnina til að hlusta.

Í boði Svía er hér þemalag byltingarinnar á Austurvelli 2009.

Og hér er svo þemalag byltingar ungliða í Framsóknarflokknum. Það er í boði Finna.


mbl.is Mótmælt við þinghúsið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við tollum bara í tískunni

Það eru sko ekki bara við framsóknarmenn sem gerum mistök.

Spurning hvort þessi Frakki hefur líka sagt af sér.

Það er ekkert hægt að gera nema reyna að brosa að þessu.


mbl.is Verðlaunuð fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði í verki

Ég er á leið á flokksþing og hlakka mikið til. Þar munum við kjósa okkur nýja forystu en það verður ekki síður spennandi að takast á við málefnin.

Ég reikna með að sögulegar ályktanir um stjórnlagaþing og aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði samþykktar.

Framsóknarflokkurinn virkar eins og stjórnmálaflokkar eiga að virka. Þarna koma fulltrúar fólksins í flokknum saman og móta stefnu hans. Flokkurinn mun verða fyrstur allra stjórnmálaflokka til að bregðast við kalli nýrra tíma.

Ég er sem fyrr stoltur af að tilheyra þessari hreyfingu sem sýnir í verki vilja til breytinga. 


mbl.is Flokksþing breytinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skáldskapargáfan

Ég hef stundum glímt við skáldagyðjuna. Það hafa einnig margir sem ég þekkti gert og það með góðm árangri.

Hrafnkell Lárusson stórvinur minn er einn af þeim. Á blogginu sínu birti hann faglega gjörðan afleggjara af kvæði Steins Steinars, verkamaður.

Kvæðið heitir Bankamaður.

Hann var eins og hver annar bankamaður,

í hreinum fötum og dýrum $kóm.

Hann var aldrei hryggur en jafnan glaður

og hyllti bankann $em helgidóm.

Kvæðið er langt og stórmskemmtilegt og má lesa í heild sinni hér.


Virðulegur Vefritspenni

Ég er einn af þeim sem hef þann heiður að skrifa reglulega pistla á hið magnaða vefrit, Vefritið. Jah, ég segi reglulega en raunar hef ég ekki staðið mig sem skyldi eftir að ég flutti austur. En nú er búið að bæta úr því.

Þeir sem þarna skrifa eru ungt félagshyggufólk sem hefur margt gagnlegt fram að færa. Það er þrekvirki að halda þessum vef úti og eiga aðstandendur hans allt gott skilið, þó þeir séu dálítið flokkavilltir....;o)


Já hvers vegna taka áhættuna?

Þetta þótti mér fyndið. Þeir verða ekki sakaðir um að vera húmorslausir.

Maður þarf ekki að vera einhver sérstakur stuðningsmaður klámiðnaðarins til að glotta út í annað og jafnvel hlæja upphátt.

Þetta er ágætt innlegg í umræðu um ríkisstyrki og framlög til einstakra atvinugreina umfram aðrar.

Bíð eftir því að Geiri á Goldfinger fari fram á það við bankana að gjaldeyrisskiptasamningar verði gerðir upp í anda þess sem útgerðarfyrirtæki hafa farið fram á.


mbl.is Ríkisstyrkt klám?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.